Er ég mesti kjáni Íslandssögunnar? María Björk Steinarsdóttir skrifar 29. maí 2015 07:00 Ég fylgdi manninum mínum í sérnám til Noregs fyrir næstum 4 árum síðan, en til stóð að vera hér í 3-4 ár. Ég er líffræðingur með 6 ára menntun og um 14 ára starfsreynslu að baki. Í síðasta mánuði rakst ég á spennandi atvinnuauglýsingu á Íslandi, sótti um og fékk starfið. Vá hvað ég var glöð og heppin! Í atvinnuviðtalinu var ég vöruð við að launin væru ekki upp á marga fiska en spennan við að flytja aftur heim yfirgnæfði þann hluta viðtalsins. Grein sem birtist á Vísi 18. maí síðastliðinn (Náttúrufræðingar á LSH, Una Bjarnadóttir) kom mér svo „niður á jörðina“ aftur. Í starfi mínu hér í Noregi sem ófagmenntaður aðstoðarmaður á bæjarreknum leikskóla fæ ég nefnilega 499.086 krónur í heildarlaun og útborgað 321.106 krónur. Í mínu tilvonandi nýja starfi á Landspítala þar sem háskólamenntunar er krafist eru heildarlaun samkvæmt launatöflu um 334.485 krónur samkvæmt mínum björtustu vonum. Rosalegt vægast sagt. Í samanburði á launum á Íslandi og í Noregi er alltaf sagt „já en það er nú allt annað svo miklu dýrara í Noregi“. Þrátt fyrir það safnast peningar á okkar bankareikning hér í Noregi, og þá meina ég safnast þannig að það er virkilega hægt að leggja fyrir fyrst og kaupa svo! Og ég tala nú ekki um ferðast og njóta lífsins. Nú styttist í að ég byrji í nýrri vinnu… ef verkfall leysist. Ég er spennt en spyr sjálfa mig á hverjum degi hvort ég sé hugsanlega mesti kjáni Íslandssögunnar eins og vinir mínir á Íslandi segja mér? Sé bara litið til ósanngjarnra launa fyrir störf sem krefjast háskólamenntunar, er svarið hiklaust já, svona lætur maður ekki bjóða sér. Fréttir undanfarið um aukinn fólksflótta frá Íslandi að nýju, úff og já spillingin í stjórnmálunum, virðingarleysi fyrir umhverfinu okkar og fólkinu í landinu og græðgi bankanna svo fátt sé nefnt eru ekki til að bæta ímynd mína við heimflutning. En kjáninn vill heim til fjölskyldunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Tengdar fréttir Náttúrufræðingar á LSH Una Bjarnadóttir, trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum, skrifar. 18. maí 2015 16:48 Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Sjá meira
Ég fylgdi manninum mínum í sérnám til Noregs fyrir næstum 4 árum síðan, en til stóð að vera hér í 3-4 ár. Ég er líffræðingur með 6 ára menntun og um 14 ára starfsreynslu að baki. Í síðasta mánuði rakst ég á spennandi atvinnuauglýsingu á Íslandi, sótti um og fékk starfið. Vá hvað ég var glöð og heppin! Í atvinnuviðtalinu var ég vöruð við að launin væru ekki upp á marga fiska en spennan við að flytja aftur heim yfirgnæfði þann hluta viðtalsins. Grein sem birtist á Vísi 18. maí síðastliðinn (Náttúrufræðingar á LSH, Una Bjarnadóttir) kom mér svo „niður á jörðina“ aftur. Í starfi mínu hér í Noregi sem ófagmenntaður aðstoðarmaður á bæjarreknum leikskóla fæ ég nefnilega 499.086 krónur í heildarlaun og útborgað 321.106 krónur. Í mínu tilvonandi nýja starfi á Landspítala þar sem háskólamenntunar er krafist eru heildarlaun samkvæmt launatöflu um 334.485 krónur samkvæmt mínum björtustu vonum. Rosalegt vægast sagt. Í samanburði á launum á Íslandi og í Noregi er alltaf sagt „já en það er nú allt annað svo miklu dýrara í Noregi“. Þrátt fyrir það safnast peningar á okkar bankareikning hér í Noregi, og þá meina ég safnast þannig að það er virkilega hægt að leggja fyrir fyrst og kaupa svo! Og ég tala nú ekki um ferðast og njóta lífsins. Nú styttist í að ég byrji í nýrri vinnu… ef verkfall leysist. Ég er spennt en spyr sjálfa mig á hverjum degi hvort ég sé hugsanlega mesti kjáni Íslandssögunnar eins og vinir mínir á Íslandi segja mér? Sé bara litið til ósanngjarnra launa fyrir störf sem krefjast háskólamenntunar, er svarið hiklaust já, svona lætur maður ekki bjóða sér. Fréttir undanfarið um aukinn fólksflótta frá Íslandi að nýju, úff og já spillingin í stjórnmálunum, virðingarleysi fyrir umhverfinu okkar og fólkinu í landinu og græðgi bankanna svo fátt sé nefnt eru ekki til að bæta ímynd mína við heimflutning. En kjáninn vill heim til fjölskyldunnar.
Náttúrufræðingar á LSH Una Bjarnadóttir, trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum, skrifar. 18. maí 2015 16:48
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar