„Gerendurnir eru drengirnir okkar“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2015 18:06 Guðbjörg Jóhannesdóttir. Vísir/GVA „Guð gefi okkur hugrekki og visku til þess að ala upp drengi sem elska en meiða ekki,“ sagði Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur í predikun í Langholtskirkju fyrr í dag. Hún sagði nokkra hópa hafa sprottið fram á Facebook þar sem konur greina frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Guðbjörg sagði hryllinginn ekki aðeins fólginn í þeim sögum sem fram koma á síðunum heldur ekki síður hversu mikill fjöldi það er sem á reynslu af kynferðislegu ofbeldi. Hún sagði upplifun þeirra sem þurfa á kerfinu að halda vera þá að það hafi brugðist. „Að það sé ekki fært um að takast á við mál sem varða kynferðisofbeldi. Að samfélagið sé enn statt á þeim stað að þöggun og skömm sé upplifun þeirra sem á er brotið.“Kærleiksríkt samfélag fjársjóður guðs Hún sagði ástæðuna fyrir því að hún nefndi þetta vera að guðspjallið fjalli um verðmæti. „Jesú gefur okkur ráðgjöf um hvernig við eigum að ávaxta okkar pund, hann notar meira segja nokkuð harkalegt orðalag, hann notar orðið heimskingi og við vitum hvað heimskingi er? Það er manneskja sem ekki lærir af lífinu, sú sem lærir ekki af reynslunni,“ sagði Guðbjörg. Hún sagði hina sönnu fjárfestingu ekki aðeins vera stritið sem skilar okkur meira dóti eða stærra. „Heldur felst í því að byggja heiðarlegt, kærleiksríkt samfélag hvert við annað. Það er fjársjóður guðs.“ Hún sagði gott að minnast þess að mestu verðmæti samfélags er mannauður og vitnaði í orð Eyrúnar Eyþórsdóttur, lögreglufulltrúa í kynferðisafbrotadeild lögreglunnar, sem sagði að löngu væri tímabært að beina sjónum að gerendum og rannsaka af hverju svo margir karlmenn beita konur ofbeldi. Guðbjörg sagðist sjálf vera þolandi kynferðisofbeldis. „Og veit sem er að gerendurnir eru drengirnir okkar, eiginmenn okkar, feður okkar, frændur okkar og vinir okkar, en ekki skrímsli. Þó eyðileggingin sem þeir skilja eftir sig sé oft eins og eftir skrímsli.“„Bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi?“ Hún sagðist sjálf hafa staðið sig að því að halda ræðu yfir dætrum sínum um að þær verði að passa sig og sagðist til að mynda hafa gert athugasemdir við efnislítinn klæðnað og rætt um að þær þurfi að passa sig að drekka ekki of mikið. „En svo rennur það upp fyrir mér að ég á tvo fallega unglingsdrengi sem ég held ekki yfir neinar ræður um að þeir megi ekki beita ofbeldi, þeir megi ekki sýna virðingarleysi eða fara yfir mörk annarra. Ég tek því einhvern veginn sem sjálfsögðum hlut að það geri þeir ekki. En eru það bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi ?“ Hún sagði að ekki yrði undan því vikist lengur að beina sjónum að gerendum og huga að því með hvaða hætti samfélagið ræktar mannauð stúlkna og drengja svo að þann skaða sem verður af kynferðisafbrotum megi lágmarka. „Hvernig við innrætum virðingu fyrir mannhelgi og hæfni til að setja sig í spor annarra, innrætum Guðsríkið sjálft. Innræting er nefnilega fallegt orð því það vísar til þess sem hvílir svo djúpt í manneskjunni að það er rótfast, svo jafnvel þó að blási þá er það ávallt þær rætur sem leiða hugsun og gjörðir.“ Tengdar fréttir Hverjir eru allir þessir gerendur? Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. 6. júní 2015 09:00 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
„Guð gefi okkur hugrekki og visku til þess að ala upp drengi sem elska en meiða ekki,“ sagði Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur í predikun í Langholtskirkju fyrr í dag. Hún sagði nokkra hópa hafa sprottið fram á Facebook þar sem konur greina frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Guðbjörg sagði hryllinginn ekki aðeins fólginn í þeim sögum sem fram koma á síðunum heldur ekki síður hversu mikill fjöldi það er sem á reynslu af kynferðislegu ofbeldi. Hún sagði upplifun þeirra sem þurfa á kerfinu að halda vera þá að það hafi brugðist. „Að það sé ekki fært um að takast á við mál sem varða kynferðisofbeldi. Að samfélagið sé enn statt á þeim stað að þöggun og skömm sé upplifun þeirra sem á er brotið.“Kærleiksríkt samfélag fjársjóður guðs Hún sagði ástæðuna fyrir því að hún nefndi þetta vera að guðspjallið fjalli um verðmæti. „Jesú gefur okkur ráðgjöf um hvernig við eigum að ávaxta okkar pund, hann notar meira segja nokkuð harkalegt orðalag, hann notar orðið heimskingi og við vitum hvað heimskingi er? Það er manneskja sem ekki lærir af lífinu, sú sem lærir ekki af reynslunni,“ sagði Guðbjörg. Hún sagði hina sönnu fjárfestingu ekki aðeins vera stritið sem skilar okkur meira dóti eða stærra. „Heldur felst í því að byggja heiðarlegt, kærleiksríkt samfélag hvert við annað. Það er fjársjóður guðs.“ Hún sagði gott að minnast þess að mestu verðmæti samfélags er mannauður og vitnaði í orð Eyrúnar Eyþórsdóttur, lögreglufulltrúa í kynferðisafbrotadeild lögreglunnar, sem sagði að löngu væri tímabært að beina sjónum að gerendum og rannsaka af hverju svo margir karlmenn beita konur ofbeldi. Guðbjörg sagðist sjálf vera þolandi kynferðisofbeldis. „Og veit sem er að gerendurnir eru drengirnir okkar, eiginmenn okkar, feður okkar, frændur okkar og vinir okkar, en ekki skrímsli. Þó eyðileggingin sem þeir skilja eftir sig sé oft eins og eftir skrímsli.“„Bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi?“ Hún sagðist sjálf hafa staðið sig að því að halda ræðu yfir dætrum sínum um að þær verði að passa sig og sagðist til að mynda hafa gert athugasemdir við efnislítinn klæðnað og rætt um að þær þurfi að passa sig að drekka ekki of mikið. „En svo rennur það upp fyrir mér að ég á tvo fallega unglingsdrengi sem ég held ekki yfir neinar ræður um að þeir megi ekki beita ofbeldi, þeir megi ekki sýna virðingarleysi eða fara yfir mörk annarra. Ég tek því einhvern veginn sem sjálfsögðum hlut að það geri þeir ekki. En eru það bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi ?“ Hún sagði að ekki yrði undan því vikist lengur að beina sjónum að gerendum og huga að því með hvaða hætti samfélagið ræktar mannauð stúlkna og drengja svo að þann skaða sem verður af kynferðisafbrotum megi lágmarka. „Hvernig við innrætum virðingu fyrir mannhelgi og hæfni til að setja sig í spor annarra, innrætum Guðsríkið sjálft. Innræting er nefnilega fallegt orð því það vísar til þess sem hvílir svo djúpt í manneskjunni að það er rótfast, svo jafnvel þó að blási þá er það ávallt þær rætur sem leiða hugsun og gjörðir.“
Tengdar fréttir Hverjir eru allir þessir gerendur? Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. 6. júní 2015 09:00 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Hverjir eru allir þessir gerendur? Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. 6. júní 2015 09:00
Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06