„Gerendurnir eru drengirnir okkar“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2015 18:06 Guðbjörg Jóhannesdóttir. Vísir/GVA „Guð gefi okkur hugrekki og visku til þess að ala upp drengi sem elska en meiða ekki,“ sagði Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur í predikun í Langholtskirkju fyrr í dag. Hún sagði nokkra hópa hafa sprottið fram á Facebook þar sem konur greina frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Guðbjörg sagði hryllinginn ekki aðeins fólginn í þeim sögum sem fram koma á síðunum heldur ekki síður hversu mikill fjöldi það er sem á reynslu af kynferðislegu ofbeldi. Hún sagði upplifun þeirra sem þurfa á kerfinu að halda vera þá að það hafi brugðist. „Að það sé ekki fært um að takast á við mál sem varða kynferðisofbeldi. Að samfélagið sé enn statt á þeim stað að þöggun og skömm sé upplifun þeirra sem á er brotið.“Kærleiksríkt samfélag fjársjóður guðs Hún sagði ástæðuna fyrir því að hún nefndi þetta vera að guðspjallið fjalli um verðmæti. „Jesú gefur okkur ráðgjöf um hvernig við eigum að ávaxta okkar pund, hann notar meira segja nokkuð harkalegt orðalag, hann notar orðið heimskingi og við vitum hvað heimskingi er? Það er manneskja sem ekki lærir af lífinu, sú sem lærir ekki af reynslunni,“ sagði Guðbjörg. Hún sagði hina sönnu fjárfestingu ekki aðeins vera stritið sem skilar okkur meira dóti eða stærra. „Heldur felst í því að byggja heiðarlegt, kærleiksríkt samfélag hvert við annað. Það er fjársjóður guðs.“ Hún sagði gott að minnast þess að mestu verðmæti samfélags er mannauður og vitnaði í orð Eyrúnar Eyþórsdóttur, lögreglufulltrúa í kynferðisafbrotadeild lögreglunnar, sem sagði að löngu væri tímabært að beina sjónum að gerendum og rannsaka af hverju svo margir karlmenn beita konur ofbeldi. Guðbjörg sagðist sjálf vera þolandi kynferðisofbeldis. „Og veit sem er að gerendurnir eru drengirnir okkar, eiginmenn okkar, feður okkar, frændur okkar og vinir okkar, en ekki skrímsli. Þó eyðileggingin sem þeir skilja eftir sig sé oft eins og eftir skrímsli.“„Bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi?“ Hún sagðist sjálf hafa staðið sig að því að halda ræðu yfir dætrum sínum um að þær verði að passa sig og sagðist til að mynda hafa gert athugasemdir við efnislítinn klæðnað og rætt um að þær þurfi að passa sig að drekka ekki of mikið. „En svo rennur það upp fyrir mér að ég á tvo fallega unglingsdrengi sem ég held ekki yfir neinar ræður um að þeir megi ekki beita ofbeldi, þeir megi ekki sýna virðingarleysi eða fara yfir mörk annarra. Ég tek því einhvern veginn sem sjálfsögðum hlut að það geri þeir ekki. En eru það bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi ?“ Hún sagði að ekki yrði undan því vikist lengur að beina sjónum að gerendum og huga að því með hvaða hætti samfélagið ræktar mannauð stúlkna og drengja svo að þann skaða sem verður af kynferðisafbrotum megi lágmarka. „Hvernig við innrætum virðingu fyrir mannhelgi og hæfni til að setja sig í spor annarra, innrætum Guðsríkið sjálft. Innræting er nefnilega fallegt orð því það vísar til þess sem hvílir svo djúpt í manneskjunni að það er rótfast, svo jafnvel þó að blási þá er það ávallt þær rætur sem leiða hugsun og gjörðir.“ Tengdar fréttir Hverjir eru allir þessir gerendur? Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. 6. júní 2015 09:00 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
„Guð gefi okkur hugrekki og visku til þess að ala upp drengi sem elska en meiða ekki,“ sagði Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur í predikun í Langholtskirkju fyrr í dag. Hún sagði nokkra hópa hafa sprottið fram á Facebook þar sem konur greina frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Guðbjörg sagði hryllinginn ekki aðeins fólginn í þeim sögum sem fram koma á síðunum heldur ekki síður hversu mikill fjöldi það er sem á reynslu af kynferðislegu ofbeldi. Hún sagði upplifun þeirra sem þurfa á kerfinu að halda vera þá að það hafi brugðist. „Að það sé ekki fært um að takast á við mál sem varða kynferðisofbeldi. Að samfélagið sé enn statt á þeim stað að þöggun og skömm sé upplifun þeirra sem á er brotið.“Kærleiksríkt samfélag fjársjóður guðs Hún sagði ástæðuna fyrir því að hún nefndi þetta vera að guðspjallið fjalli um verðmæti. „Jesú gefur okkur ráðgjöf um hvernig við eigum að ávaxta okkar pund, hann notar meira segja nokkuð harkalegt orðalag, hann notar orðið heimskingi og við vitum hvað heimskingi er? Það er manneskja sem ekki lærir af lífinu, sú sem lærir ekki af reynslunni,“ sagði Guðbjörg. Hún sagði hina sönnu fjárfestingu ekki aðeins vera stritið sem skilar okkur meira dóti eða stærra. „Heldur felst í því að byggja heiðarlegt, kærleiksríkt samfélag hvert við annað. Það er fjársjóður guðs.“ Hún sagði gott að minnast þess að mestu verðmæti samfélags er mannauður og vitnaði í orð Eyrúnar Eyþórsdóttur, lögreglufulltrúa í kynferðisafbrotadeild lögreglunnar, sem sagði að löngu væri tímabært að beina sjónum að gerendum og rannsaka af hverju svo margir karlmenn beita konur ofbeldi. Guðbjörg sagðist sjálf vera þolandi kynferðisofbeldis. „Og veit sem er að gerendurnir eru drengirnir okkar, eiginmenn okkar, feður okkar, frændur okkar og vinir okkar, en ekki skrímsli. Þó eyðileggingin sem þeir skilja eftir sig sé oft eins og eftir skrímsli.“„Bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi?“ Hún sagðist sjálf hafa staðið sig að því að halda ræðu yfir dætrum sínum um að þær verði að passa sig og sagðist til að mynda hafa gert athugasemdir við efnislítinn klæðnað og rætt um að þær þurfi að passa sig að drekka ekki of mikið. „En svo rennur það upp fyrir mér að ég á tvo fallega unglingsdrengi sem ég held ekki yfir neinar ræður um að þeir megi ekki beita ofbeldi, þeir megi ekki sýna virðingarleysi eða fara yfir mörk annarra. Ég tek því einhvern veginn sem sjálfsögðum hlut að það geri þeir ekki. En eru það bara drengir hinna mæðranna sem beita ofbeldi ?“ Hún sagði að ekki yrði undan því vikist lengur að beina sjónum að gerendum og huga að því með hvaða hætti samfélagið ræktar mannauð stúlkna og drengja svo að þann skaða sem verður af kynferðisafbrotum megi lágmarka. „Hvernig við innrætum virðingu fyrir mannhelgi og hæfni til að setja sig í spor annarra, innrætum Guðsríkið sjálft. Innræting er nefnilega fallegt orð því það vísar til þess sem hvílir svo djúpt í manneskjunni að það er rótfast, svo jafnvel þó að blási þá er það ávallt þær rætur sem leiða hugsun og gjörðir.“
Tengdar fréttir Hverjir eru allir þessir gerendur? Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. 6. júní 2015 09:00 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Hverjir eru allir þessir gerendur? Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. 6. júní 2015 09:00
Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent