Móðurfélag Urban Outfitters, URBN, sendi á dögunum starfsmönnum sínum póst þar sem þeir voru beðnir um að vinna kauplaust fimm helgadaga í október.
Í tölvupóstinum sem má lesa hér segir að október sé annasamasti mánuður ársins hjá URBN, sem auk Urban rekur Free People og Anthropologie, því þarf URBN á hjálp þeirra að halda. URBN vill að starfsmennirnir pakki inn, sæki vörur og undirbúi pakka til útsendingar, launalaust. Í póstinum segir að þetta sé til að byggja upp teymið.
Þessi hegðun hefur hlotið nokkurra gagnrýni eftir að Gawker greindi frá málinu. Talsmaður URBN sagði hins vegar í svari til Gawker að starfsmennirnir væru spenntir yfir því að hjálpa til.
Urban Outfitters biður starfsmenn um að vinna kauplaust
