Strákarnir Stefán Gunnar Sigurðsson skrifar 8. október 2015 14:09 Ég var í sjöunda bekk í Melaskóla. Amma kom alltaf að sækja mig og lagði alltaf á sama stað. Hún hafði verið lögð á sama staðnum síðan hún byrjaði að sækja mig í fyrsta bekk. Ég rölti kátur og sæll eftir skóladaginn fullur tilhlökkunar að fara að stússast með ömmu. En þennan dag, man ekki nákvæma dagsetningu svosem, þá var amma ekki á sínum stað. Það var eins og eitthvað hefði smollið í hausnum á mér, eins og einhver hefði kveikt á ljósrofa í hausnum á mér. Tárin byrjuðu að streyma og mér varð samstundis óglatt og vissi ekkert hvernig ég átti að hegða mér. Ég hljóp inn. Á leiðinni sá ég fullt af krökkum og mér fannst mjög óþægilegt að þau væru að sjá mig gráta, ég man eftir því reyndar að einhver yngri strákur spurði hvort það væri ekki í lagi en ég þaut inn og það voru flestir farnir nema einn gangavörður sem ég hljóp að og sagði að amma mín væri ekki komin að sækja mig. Svo í sömu andrá kemur amma inn og segir mér að hún hefði verið hinum megin við götuna og huggar mig. Þetta var upphafið. Upphafið á mínum kvíðaferli. Dagana eftir hafði ég enga löngun til þess að leika við vini mína úti. Það var vetur og fátt skemmtilegra en að hópast saman strákarnir í hverfinu og fara í snjóstríð eða renna sér á snjóþotu. Ég vildi bara vera sem allra næst mömmu og pabba. Ég átti erfitt með að fara í skólann, fór jafnvel ekki neitt. Mamma pantaði tíma hjá geðlækni. Ég fer til hans og hann greinir mig með aðskilnaðarkvíða, ofsakvíða og félagsfælni. Hann bendir okkur á sálfræðing sem ég var hjá svo hjá næstu 7-8 árin eða svo. Í kjölfarið fer ég einnig á kvíðastillandi lyf sem ég tek enn þann dag í dag. Ég vil svosem ekkert endilega einblína neitt á mína sögu sem kvíðasjúklingur en mér líður allavega vel í dag og hitti bæði sálfræðing og geðlækni reglulega.Það sem ég hinsvegar vil tala um eru þeir veggir sem samfélagið hefur stillt upp í kringum stráka sem þjást af kvíða og þunglyndi. Ég veit að það eru líka allskyns tabú og fordómar sem snúa að stelpum en þar sem ég hef ekki reynslu af því þykir mér erfitt að tala fyrir því. Ég hef alltaf verið frekar opinn með mín mál og er ekki hræddur við það að tala um mín veikindi. En það eru það alls ekki allir. Margir strákar upplifa það að vera með kvíða eða þunglyndi sem einhverskonar aumingjaskap, þeir eru ekki nóg miklir karlar, þeir eru bara einhverjir fokking aumingjar. Hvaðan kemur þetta? Hvar á lífsleiðinni byrja drengir að fá það stillt inná sig að þeir eigi ekki að tjá tilfinningar sínar? Að þeir eigi ekki að segja hvernig þeim líði? Ég er ekkert að tala um að allir eigi bara að vera hrópa yfir alla hvernig þeim líði alltaf, en það á að vera grunngeta að geta leitað hjálpar þegar manni líður illa. Það má heldur ekki misskilja það að finna fyrir vanlíðan. Að líða illa er líka eðlileg tilfinning eins og að líða vel, við verðum að bera virðingu fyrir tilfinningum okkar. Það er ekkert í genum drengja, þó svo ég sé enginn Kári Stefánsson, sem segir að þeir séu einhverjar minni tilfinningaverur heldur en stelpur. Það er ekki aumingjaskapur að gráta, það er ekki aumingjaskapur að liða illa og það er ekki aumingjaskapur að leita sér hjálpar. Í sameiningu, með því að sýna umburðarlyndi og þolinmæði brjótum við þessa veggi sem samfélagið hefur byggt.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Fordómum verður ekki útrýmt án áheyrnar Við þurfum ekki nema að líta í kringum okkur og skoða okkar eigin lifnaðarhætti til að átta okkur á því að það er stöðugt flæði sem á sér stað þvert yfir landamæri. 7. október 2015 11:49 Íslamd Ég labba inn í Bónus í lopapeysu og gúmmítúttunum. Ég mæti fyrsta athugula augnaráðinu við flatkökuhilluna. 6. október 2015 09:33 Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. 5. október 2015 10:11 Óeðlileg ást? Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. 5. október 2015 13:00 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var í sjöunda bekk í Melaskóla. Amma kom alltaf að sækja mig og lagði alltaf á sama stað. Hún hafði verið lögð á sama staðnum síðan hún byrjaði að sækja mig í fyrsta bekk. Ég rölti kátur og sæll eftir skóladaginn fullur tilhlökkunar að fara að stússast með ömmu. En þennan dag, man ekki nákvæma dagsetningu svosem, þá var amma ekki á sínum stað. Það var eins og eitthvað hefði smollið í hausnum á mér, eins og einhver hefði kveikt á ljósrofa í hausnum á mér. Tárin byrjuðu að streyma og mér varð samstundis óglatt og vissi ekkert hvernig ég átti að hegða mér. Ég hljóp inn. Á leiðinni sá ég fullt af krökkum og mér fannst mjög óþægilegt að þau væru að sjá mig gráta, ég man eftir því reyndar að einhver yngri strákur spurði hvort það væri ekki í lagi en ég þaut inn og það voru flestir farnir nema einn gangavörður sem ég hljóp að og sagði að amma mín væri ekki komin að sækja mig. Svo í sömu andrá kemur amma inn og segir mér að hún hefði verið hinum megin við götuna og huggar mig. Þetta var upphafið. Upphafið á mínum kvíðaferli. Dagana eftir hafði ég enga löngun til þess að leika við vini mína úti. Það var vetur og fátt skemmtilegra en að hópast saman strákarnir í hverfinu og fara í snjóstríð eða renna sér á snjóþotu. Ég vildi bara vera sem allra næst mömmu og pabba. Ég átti erfitt með að fara í skólann, fór jafnvel ekki neitt. Mamma pantaði tíma hjá geðlækni. Ég fer til hans og hann greinir mig með aðskilnaðarkvíða, ofsakvíða og félagsfælni. Hann bendir okkur á sálfræðing sem ég var hjá svo hjá næstu 7-8 árin eða svo. Í kjölfarið fer ég einnig á kvíðastillandi lyf sem ég tek enn þann dag í dag. Ég vil svosem ekkert endilega einblína neitt á mína sögu sem kvíðasjúklingur en mér líður allavega vel í dag og hitti bæði sálfræðing og geðlækni reglulega.Það sem ég hinsvegar vil tala um eru þeir veggir sem samfélagið hefur stillt upp í kringum stráka sem þjást af kvíða og þunglyndi. Ég veit að það eru líka allskyns tabú og fordómar sem snúa að stelpum en þar sem ég hef ekki reynslu af því þykir mér erfitt að tala fyrir því. Ég hef alltaf verið frekar opinn með mín mál og er ekki hræddur við það að tala um mín veikindi. En það eru það alls ekki allir. Margir strákar upplifa það að vera með kvíða eða þunglyndi sem einhverskonar aumingjaskap, þeir eru ekki nóg miklir karlar, þeir eru bara einhverjir fokking aumingjar. Hvaðan kemur þetta? Hvar á lífsleiðinni byrja drengir að fá það stillt inná sig að þeir eigi ekki að tjá tilfinningar sínar? Að þeir eigi ekki að segja hvernig þeim líði? Ég er ekkert að tala um að allir eigi bara að vera hrópa yfir alla hvernig þeim líði alltaf, en það á að vera grunngeta að geta leitað hjálpar þegar manni líður illa. Það má heldur ekki misskilja það að finna fyrir vanlíðan. Að líða illa er líka eðlileg tilfinning eins og að líða vel, við verðum að bera virðingu fyrir tilfinningum okkar. Það er ekkert í genum drengja, þó svo ég sé enginn Kári Stefánsson, sem segir að þeir séu einhverjar minni tilfinningaverur heldur en stelpur. Það er ekki aumingjaskapur að gráta, það er ekki aumingjaskapur að liða illa og það er ekki aumingjaskapur að leita sér hjálpar. Í sameiningu, með því að sýna umburðarlyndi og þolinmæði brjótum við þessa veggi sem samfélagið hefur byggt.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér.
Fordómum verður ekki útrýmt án áheyrnar Við þurfum ekki nema að líta í kringum okkur og skoða okkar eigin lifnaðarhætti til að átta okkur á því að það er stöðugt flæði sem á sér stað þvert yfir landamæri. 7. október 2015 11:49
Íslamd Ég labba inn í Bónus í lopapeysu og gúmmítúttunum. Ég mæti fyrsta athugula augnaráðinu við flatkökuhilluna. 6. október 2015 09:33
Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. 5. október 2015 10:11
Óeðlileg ást? Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. 5. október 2015 13:00
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar