Hótað lífláti með 2.336 kr. á tímann Vilhjálmur Árnason skrifar 8. október 2015 08:52 „Þarna stóðum við lögreglumenn daga og nætur við að verja ykkur og húsið [Alþingishúsið]. Við fórnuðum miklu þarna þessa daga og nætur og tókum við „basicly“ öllu sem að okkur var grýtt. Persónulega fékk ég á mig mann[a]skít og þvag, gangstéttarhellu sem braut á mér fingur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér og félögum mínum var hótað lífláti þarna, fjölskyldum okkar var hótað lífláti og meira að segja börnunum okkar. Sjálfur átti ég, eins og margir aðrir þarna án efa, lítið ómálga barn sem var meira að segja hóta[ð] lífláti og öðrum hlutum sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Þarna stóð ég og vann vinnuna mína og gerði bara nokkuð vel að ég tel undir einhverju mesta álagi sem ég hef verið undir.“ Með þessum hætti lýsir Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður, þeim aðstæðum sem lögreglumenn bjuggu við í búsáhaldarbyltingunni, í bréfi til þingmanna, þar sem hann spyr alþingismenn hvort þeir muni eftir þessu? Sjálfur man ég mjög vel eftir málsatvikum enda stóð ég við hlið Sigvalda. „Ég [var] boðaður á aukavakt vegna þessara mótmæla,“ segir Sigvaldi enn fremur í bréfi sínu enda allt tiltækt lið lögreglu við störf í búsáhaldarbyltingunni eins og margir muna. Fyrir vikið fékk hann fyrir þá yfirvinnu sem hann innti af hendi 2.336 kr. á tímann. Eins og ákall Sigvalda til þingmanna ber með sér standa þessir félagar mínir og samstarfsmenn til margra ára í ströngu í baráttu sinni fyrir sanngjarnari launum. Lögreglumenn hafa alltaf fundið fyrir miklum stuðningi frá fólkinu í landinu þegar kemur að kjörum annars vegar og trausti hins vegar. Sem fyrrverandi lögreglumaður veit ég að lögreglumenn eiga hvort tveggja svo sannarlega skilið.Ólíkt öðrum kjaradeilum Kjaramál eru á forræði framkvæmdavaldsins og heyra því ekki beint undir Alþingi. Alþingismenn hafa mun meiri aðkomu að því umhverfi sem lögreglumönnum er búið í starfi. Sem þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður er mín von sú að leitað verði leiða til að koma til móts við lögreglumenn. Það að lögreglan sé ekki með verkfallsrétt undirstrikar mikilvægi stéttarinnar og verður að taka mið af því við samningaborðið. Þá verður einnig að hafa í huga að lögreglumenn verða að láta af störfum við 65 ára aldur. Þannig hafa þeir færri ár en aðrar stéttir til að vinna sér inn lífeyrisréttindi. Það er því ólíðandi að samningamenn ríkisins hafi beitt því bragði, frá því að verkfallsrétturinn var tekinn af lögreglumönnum, að semja eftir að samningar þeirra hafa verið lausir.Ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt Í þessu eiga lögreglumenn ekki að þurfa að standa þar sem þeir geta ekki beitt verkfallsvopninu eins og aðrar stéttir. Og því nauðsynlegt að finna lausn á þessu vandamáli þannig allir geti vel við unað. Við þingmenn getum látið þessa skoðun okkar í ljós og hvatt framkvæmdavaldið til að huga að þessum aðstöðumun sem er á kjarabaráttu lögreglumanna og annarra stétta. Sjálfur hef ég fagnað þeim tækifærum sem ég hef fengið sem kjörinn fulltrúi á Alþingi að miðla minni reynslu sem lögreglumaður hvar sem ég hef komið við í mínum störfum. Þeirri reynslu hef ég lagt mig fram um að miðla til þingmanna, ráðherra, embættismanna og fólksins í landinu. Og mun ég leggja mig fram um að tala fyrir þeim áfram. Það er óréttlátt að lögreglumenn séu látnir gjalda þess að hafa ekki verkfallsrétt, sem beitt er sem vopni í almennum samningum. Það er því ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt. Klárum málið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
„Þarna stóðum við lögreglumenn daga og nætur við að verja ykkur og húsið [Alþingishúsið]. Við fórnuðum miklu þarna þessa daga og nætur og tókum við „basicly“ öllu sem að okkur var grýtt. Persónulega fékk ég á mig mann[a]skít og þvag, gangstéttarhellu sem braut á mér fingur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér og félögum mínum var hótað lífláti þarna, fjölskyldum okkar var hótað lífláti og meira að segja börnunum okkar. Sjálfur átti ég, eins og margir aðrir þarna án efa, lítið ómálga barn sem var meira að segja hóta[ð] lífláti og öðrum hlutum sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Þarna stóð ég og vann vinnuna mína og gerði bara nokkuð vel að ég tel undir einhverju mesta álagi sem ég hef verið undir.“ Með þessum hætti lýsir Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður, þeim aðstæðum sem lögreglumenn bjuggu við í búsáhaldarbyltingunni, í bréfi til þingmanna, þar sem hann spyr alþingismenn hvort þeir muni eftir þessu? Sjálfur man ég mjög vel eftir málsatvikum enda stóð ég við hlið Sigvalda. „Ég [var] boðaður á aukavakt vegna þessara mótmæla,“ segir Sigvaldi enn fremur í bréfi sínu enda allt tiltækt lið lögreglu við störf í búsáhaldarbyltingunni eins og margir muna. Fyrir vikið fékk hann fyrir þá yfirvinnu sem hann innti af hendi 2.336 kr. á tímann. Eins og ákall Sigvalda til þingmanna ber með sér standa þessir félagar mínir og samstarfsmenn til margra ára í ströngu í baráttu sinni fyrir sanngjarnari launum. Lögreglumenn hafa alltaf fundið fyrir miklum stuðningi frá fólkinu í landinu þegar kemur að kjörum annars vegar og trausti hins vegar. Sem fyrrverandi lögreglumaður veit ég að lögreglumenn eiga hvort tveggja svo sannarlega skilið.Ólíkt öðrum kjaradeilum Kjaramál eru á forræði framkvæmdavaldsins og heyra því ekki beint undir Alþingi. Alþingismenn hafa mun meiri aðkomu að því umhverfi sem lögreglumönnum er búið í starfi. Sem þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður er mín von sú að leitað verði leiða til að koma til móts við lögreglumenn. Það að lögreglan sé ekki með verkfallsrétt undirstrikar mikilvægi stéttarinnar og verður að taka mið af því við samningaborðið. Þá verður einnig að hafa í huga að lögreglumenn verða að láta af störfum við 65 ára aldur. Þannig hafa þeir færri ár en aðrar stéttir til að vinna sér inn lífeyrisréttindi. Það er því ólíðandi að samningamenn ríkisins hafi beitt því bragði, frá því að verkfallsrétturinn var tekinn af lögreglumönnum, að semja eftir að samningar þeirra hafa verið lausir.Ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt Í þessu eiga lögreglumenn ekki að þurfa að standa þar sem þeir geta ekki beitt verkfallsvopninu eins og aðrar stéttir. Og því nauðsynlegt að finna lausn á þessu vandamáli þannig allir geti vel við unað. Við þingmenn getum látið þessa skoðun okkar í ljós og hvatt framkvæmdavaldið til að huga að þessum aðstöðumun sem er á kjarabaráttu lögreglumanna og annarra stétta. Sjálfur hef ég fagnað þeim tækifærum sem ég hef fengið sem kjörinn fulltrúi á Alþingi að miðla minni reynslu sem lögreglumaður hvar sem ég hef komið við í mínum störfum. Þeirri reynslu hef ég lagt mig fram um að miðla til þingmanna, ráðherra, embættismanna og fólksins í landinu. Og mun ég leggja mig fram um að tala fyrir þeim áfram. Það er óréttlátt að lögreglumenn séu látnir gjalda þess að hafa ekki verkfallsrétt, sem beitt er sem vopni í almennum samningum. Það er því ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt. Klárum málið!
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun