Sálfræðimeðferð – réttindi eða forréttindi? Hrund Þrándardóttir skrifar 8. október 2015 07:00 Í nýlegu viðtali á visir.is lýsir ung kona því að hún hafi verið í sálfræðimeðferð við kvíða og þunglyndi sem hafi borið góðan árangur. Henni hafi hins vegar brugðið þegar hún áttaði sig á kostnaðinum sem var mikill. Sálfræðimeðferð er nefnilega ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum líkt og flest önnur heilbrigðisþjónusta. Sálfræðingafélag Íslands hefur ítrekað fundað með yfirvöldum og bent á þetta ósamræmi í niðurgreiðslu á heilbrigðisþjónustu og lýst áhyggjum af takmörkuðu aðgengi almennings að þjónustu sálfræðinga hjá ríki og sveitarfélögum sem er m.a. tilkomið vegna langra biðlista og/eða skertrar þjónustu. Klínískar leiðbeiningar byggja á bestu þekkingu hverju sinni, meðal annars út frá rannsóknum á árangri meðferðar og er markmiðið með þeim að vísa veginn í átt að bestu mögulegu meðferð með sem minnstri áhættu og án óhóflegs kostnaðar. Hérlendis hafa klínískar leiðbeiningar sem segja til um greiningu og meðferð þunglyndis og kvíða verið samþykktar af Landlæknisembættinu. Samkvæmt þeim ætti sálfræðimeðferð, nánar tiltekið hugræn atferlismeðferð, að vera fyrsta meðferðarval við kvíða og vægu til miðlungs þunglyndi. Það er einmitt meðferðin sem bar góðan árangur hjá ungu konunni en hún þurfti að greiða fyrir úr eigin vasa. Meðferð sem hún myndi kjósa að halda áfram í ef hún hefði efni á því. Meðferð sem rannsóknir hafa sýnt að nýtist og gagnast best, ekki einungis fyrir einstaklinginn heldur einnig fyrir þjóðfélagið. Sálfræðiþjónusta borgar sig. Rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er haldið á spilunum, ef farið er eftir klínískum leiðbeiningum og sú meðferð nýtt sem gagnast best, fækkar þeim sem flosna upp úr námi eða vinnu, veikindadögum fækkar og einstaklingum á örorkubótum fækkar. Þar sem sálfræðiþjónusta er ekki niðurgreidd eiga hins vegar margir þeirra sem kljást við kvíða og þunglyndi ekki kost á að nýta sér slíka meðferð. Meðferð þar sem fólki eru kenndar leiðir til að kljást við sinn vanda í daglegu lífi, fyrirbyggja frekari vanda og hámarka lífsgæði sín. Fólk á að hafa raunverulegan aðgang að þeirri meðferð sem virkar best. Sálfræðimeðferð fyrir þá sem á þurfa að halda á að teljast til réttinda, ekki forréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegu viðtali á visir.is lýsir ung kona því að hún hafi verið í sálfræðimeðferð við kvíða og þunglyndi sem hafi borið góðan árangur. Henni hafi hins vegar brugðið þegar hún áttaði sig á kostnaðinum sem var mikill. Sálfræðimeðferð er nefnilega ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum líkt og flest önnur heilbrigðisþjónusta. Sálfræðingafélag Íslands hefur ítrekað fundað með yfirvöldum og bent á þetta ósamræmi í niðurgreiðslu á heilbrigðisþjónustu og lýst áhyggjum af takmörkuðu aðgengi almennings að þjónustu sálfræðinga hjá ríki og sveitarfélögum sem er m.a. tilkomið vegna langra biðlista og/eða skertrar þjónustu. Klínískar leiðbeiningar byggja á bestu þekkingu hverju sinni, meðal annars út frá rannsóknum á árangri meðferðar og er markmiðið með þeim að vísa veginn í átt að bestu mögulegu meðferð með sem minnstri áhættu og án óhóflegs kostnaðar. Hérlendis hafa klínískar leiðbeiningar sem segja til um greiningu og meðferð þunglyndis og kvíða verið samþykktar af Landlæknisembættinu. Samkvæmt þeim ætti sálfræðimeðferð, nánar tiltekið hugræn atferlismeðferð, að vera fyrsta meðferðarval við kvíða og vægu til miðlungs þunglyndi. Það er einmitt meðferðin sem bar góðan árangur hjá ungu konunni en hún þurfti að greiða fyrir úr eigin vasa. Meðferð sem hún myndi kjósa að halda áfram í ef hún hefði efni á því. Meðferð sem rannsóknir hafa sýnt að nýtist og gagnast best, ekki einungis fyrir einstaklinginn heldur einnig fyrir þjóðfélagið. Sálfræðiþjónusta borgar sig. Rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er haldið á spilunum, ef farið er eftir klínískum leiðbeiningum og sú meðferð nýtt sem gagnast best, fækkar þeim sem flosna upp úr námi eða vinnu, veikindadögum fækkar og einstaklingum á örorkubótum fækkar. Þar sem sálfræðiþjónusta er ekki niðurgreidd eiga hins vegar margir þeirra sem kljást við kvíða og þunglyndi ekki kost á að nýta sér slíka meðferð. Meðferð þar sem fólki eru kenndar leiðir til að kljást við sinn vanda í daglegu lífi, fyrirbyggja frekari vanda og hámarka lífsgæði sín. Fólk á að hafa raunverulegan aðgang að þeirri meðferð sem virkar best. Sálfræðimeðferð fyrir þá sem á þurfa að halda á að teljast til réttinda, ekki forréttinda.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun