Stéttarfélagið Framsýn leggur til að kjararáð verði falið að meta launahækkanir til aldraðra, öryrkja og atvinnuleitenda með sambærilegum hætti og því er ætlað varðandi helstu embættismenn þjóðarinnar.
Í ályktun frá stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins er skorað á Alþingi að „falla frá löngu úreltu kerfi sem byggir á því að þingið skammti minnihlutahópum í þjóðfélaginu launahækkanir sem eru langt frá því að vera í takt við almennar launahækkanir á íslenskum vinnumarkaði.“
Kjararáð ákveð nýlega að hækka laun þeirra embættismanna ríkisins sem heyra undir ráðið um 9,3 prósent.
„Þessar ríflegu launahækkanir eru langt umfram hækkanir á almenna vinnumarkaðinum og hjá opinberum starfsmönnum innan Alþýðusambands Íslands sem hækka um 25.000 krónur á mánuði.“
Framsýn: Kjararáð ákvarði laun aldraðra, öryrkja og atvinnuleitenda

Tengdar fréttir

Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna
Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015.

Ráðherrar fá 100 þúsund króna hækkun
"Það er mikið óréttlæti fólgið í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um 9,3 prósent launahækkun þeirra sem heyra undir kjararáð.

Hækkunin sú mesta síðan kjararáði var komið á fót
Kjararáð tók við af Kjaradómi árið 2006 en samkvæmt úrskurði þess hækka laun ýmissa embættismanna um 9,3 prósent. Hækkunin er afturvirk frá 1. mars þessa árs.