Heimafólk vildi horfa á flugvélar og fylgjast með Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 10:15 "Þetta efni hefur löngum verið áhugamál hjá mér og það er gaman að róta í því þegar tækifæri er til,“ segir Friðþór. Vísir/Anton Brink „Ég er að fjalla um hvað hinir erlendu herir voru að sýsla hér á landinu, hvert hlutverk þeirra var, hvar þeir voru staðsettir og hvernig vera þeirra tengdist því sem var að gerast í heiminum,“ segir Friðþór Eydal sem hefur skrifað sex bækur á íslensku um hernámið og hersetuna í landinu. Sú nýjasta fjallar um hersetu á Ströndum og Norðurlandi vestra. Friðþór notar ekki aðeins ritaðar heimildir heldur hefur tekið viðtöl við setuliðsmenn og Norðlendinga sem muna eftir hersetunni í sinni heimabyggð. Skyldu þeir aldrei hafa óttast loftárásir óvinaherja? „Varúðin gegn því var mest áberandi hér í Reykjavík þar sem stjórnvöldum rann mest blóðið til skyldunnar. En þegar þýskar flugvélar sáust á lofti áttu verðir stundum í mestu vandræðum með að koma Íslendingum niður í loftvarnarbyrgi því þeir voru uppteknir af því að horfa á flugvélarnar og fylgjast með aksjóninni.“ Á Reykjum í Hrútafirði féll skólahald niður í þrjú ár vegna hersetunnar. „Skólastjórninni var tilkynnt að breski herinn mundi reisa búðir í grennd við skólann. Hún stakk upp á að hann leigði skólahúsnæðið því skólahald mundi ekki fara saman við hersetuna. Skólanum var svo skilað nýmáluðum og dúklögðum þegar herinn fór sumarið 1943.“Breskir hermenn við liðskönnun hjá Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í fullum herklæðum eins og félagar þeirra sem lentu í Hrútafjarðarslysinu. Mynd/Af bls. 62 í bókinniHryggilegt slys varð í Hrútafirðinum þegar breskir dátar ætluðu að sigla frá Borðeyri yfir að Reykjum á flatbotna bátum. Átján menn fórust og fundust aldrei. Friðþór náði viðtali við einn af þeim sem lifðu slysið af. „Siglingin var liður í æfingaáætlunum herliðsins,“ segir hann. „Lífið gekk út á að þjálfa sig fyrir ferðina sem vonandi yrði aldrei farin. En hún var farin 1944 þegar innrásin var gerð í Normandí og þar voru notaðir sams konar bátar til að komast yfir ár og síki.“ Fjölmargar myndir eru í nýju bókinni. „Fyrir nokkrum árum gerði ég rannsókn á myndasöfnum bresku og bandarísku herjanna og skráði þau. Það var mikill fengur að finna þar áhugaverðar myndir sem ég hef notað í mínar bækur og útvegað mörgum öðrum myndir í rit og ýmsa umfjöllun.“ Í fyrri bókum Eyþórs um sama efni koma Hvalfjörður, Austurland, Keflavík og Kópavogur við sögu. Ætlar hann að skrifa fleiri? „Ég gæti hugsað mér að gera bók um Reykjavík og Mosfellssveit. Þetta efni hefur löngum verið áhugamál hjá mér og það er gaman að róta í því þegar tækifæri er til.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég er að fjalla um hvað hinir erlendu herir voru að sýsla hér á landinu, hvert hlutverk þeirra var, hvar þeir voru staðsettir og hvernig vera þeirra tengdist því sem var að gerast í heiminum,“ segir Friðþór Eydal sem hefur skrifað sex bækur á íslensku um hernámið og hersetuna í landinu. Sú nýjasta fjallar um hersetu á Ströndum og Norðurlandi vestra. Friðþór notar ekki aðeins ritaðar heimildir heldur hefur tekið viðtöl við setuliðsmenn og Norðlendinga sem muna eftir hersetunni í sinni heimabyggð. Skyldu þeir aldrei hafa óttast loftárásir óvinaherja? „Varúðin gegn því var mest áberandi hér í Reykjavík þar sem stjórnvöldum rann mest blóðið til skyldunnar. En þegar þýskar flugvélar sáust á lofti áttu verðir stundum í mestu vandræðum með að koma Íslendingum niður í loftvarnarbyrgi því þeir voru uppteknir af því að horfa á flugvélarnar og fylgjast með aksjóninni.“ Á Reykjum í Hrútafirði féll skólahald niður í þrjú ár vegna hersetunnar. „Skólastjórninni var tilkynnt að breski herinn mundi reisa búðir í grennd við skólann. Hún stakk upp á að hann leigði skólahúsnæðið því skólahald mundi ekki fara saman við hersetuna. Skólanum var svo skilað nýmáluðum og dúklögðum þegar herinn fór sumarið 1943.“Breskir hermenn við liðskönnun hjá Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í fullum herklæðum eins og félagar þeirra sem lentu í Hrútafjarðarslysinu. Mynd/Af bls. 62 í bókinniHryggilegt slys varð í Hrútafirðinum þegar breskir dátar ætluðu að sigla frá Borðeyri yfir að Reykjum á flatbotna bátum. Átján menn fórust og fundust aldrei. Friðþór náði viðtali við einn af þeim sem lifðu slysið af. „Siglingin var liður í æfingaáætlunum herliðsins,“ segir hann. „Lífið gekk út á að þjálfa sig fyrir ferðina sem vonandi yrði aldrei farin. En hún var farin 1944 þegar innrásin var gerð í Normandí og þar voru notaðir sams konar bátar til að komast yfir ár og síki.“ Fjölmargar myndir eru í nýju bókinni. „Fyrir nokkrum árum gerði ég rannsókn á myndasöfnum bresku og bandarísku herjanna og skráði þau. Það var mikill fengur að finna þar áhugaverðar myndir sem ég hef notað í mínar bækur og útvegað mörgum öðrum myndir í rit og ýmsa umfjöllun.“ Í fyrri bókum Eyþórs um sama efni koma Hvalfjörður, Austurland, Keflavík og Kópavogur við sögu. Ætlar hann að skrifa fleiri? „Ég gæti hugsað mér að gera bók um Reykjavík og Mosfellssveit. Þetta efni hefur löngum verið áhugamál hjá mér og það er gaman að róta í því þegar tækifæri er til.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira