Óánægð með líkamann eftir leik með Barbie og aksjónkalla Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 09:00 Umræðan um útlit Barbie og áhrif þess á stelpur hefur staðið árum saman. NORDICPHOTOS/GETTY Stelpur sem hafa leikið sér með Barbie-dúkkur og strákar sem hafa leikið sér með aksjónkalla eru óánægðari með eigin líkama, heldur en börn sem hafa leikið sér með önnur leikföng. Frá þessu er greint í Sænska dagblaðinu sem fjallar um bókina Projekt perfekt, om utseendekultur och kroppsuppfattning. Í bókinni er greint frá niðurstöðum fjölda rannsókna um líkamsímynd. Fjögurra til fimm ára börn eru meðvituð um að megrun getur verið leið til að öðlast eftirsóknarverðan vöxt. Fjörutíu til fimmtíu prósent sex til 12 ára barna eru óánægð með þyngd sína eða vaxtarlag og 21 prósent sjö ára stelpna í sænskri rannsókn hefur reynt að létta sig. Í rannsókn sem einn þriggja bókarhöfunda, Carolina Lunde, doktor í sálfræði við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð, stóð að kváðust 25 prósent 13 ára stelpna vera of feitar þótt þær væru í eðlilegri þyngd eða of léttar. Einn af hverjum tíu strákum sagðist vera of þungur þótt þyngdin væri eðlileg. Í viðtali við Sænska dagblaðið segir Carolina Lunde að mikilvægt sé að uppgötva snemma óánægju barnanna með eigin líkama þar sem hún geti leitt til vandamála í tengslum við mataræði og líkamsæfingar. Hún getur þess að rannsóknir hafi leitt í ljós að því meiri tíma sem táningsstelpur verja í að skoða umfjöllun um útlit, þeim mun neikvæðari verði líkamsímynd þeirra. Niðurstöður þeirra fáu rannsókna sem gerðar hafi verið á körlum séu svipaðar þótt þær séu ekki jafngreinilegar. Kristina Holmqvist Gattario, annar af þremur höfundum fyrrgreindrar bókar, segir að með því að einbeita sér að virkni líkamans í stað útlits hans verði líkamsímyndin jákvæðari. Gattario, sem er lektor í sálfræði við Gautaborgarháskóla og rannsakar jákvæða líkamsímynd, segir í viðtali við Sænska dagblaðið að óvenjulegt sé að einhver segist vera ánægður með eigin líkama. Unglingar sem tekið hafi þátt í rannsóknum hafi nefnt að túlka mætti það sem gort. Að sögn Gattario sýndu niðurstöður ástralskrar rannsóknar á viðhorfum kvenna á aldrinum 18 til 75 ára að allir aldurshópar voru óánægðir með til dæmis andlit, læri, maga eða þyngd. En því eldri sem konurnar voru þeim mun jákvæðari var líkamsímynd þeirra. Þær gátu einbeitt sér að virkni líkamans. Styrkleiki, hraði, fimi og góð heilsa verður mikilvægara en útlitið þegar aldurinn færist yfir. Rannsakendur urðu einnig varir við að þær sem fylgdust mikið með fegrunarráðum á netinu voru opnari fyrir fegrunaraðgerðum, bæði til þess að þeim líði sjálfum betur og einnig til þess að fá vinnu eða finna maka. Bókarhöfundar benda á að árið 2010 hafi fegurðariðnaðurinn velt 250 milljörðum dollara á heimsvísu. Til að komast að því hvað einkenni viðhorf þeirra unglinga sem eru með jákvæða líkamsímynd var tekið viðtal við þrjátíu 14 ára unglinga sem höfðu verið með jákvæðari líkamsímynd þegar þeir voru 10 og 13 ára en jafnaldrar þeirra. Unglingarnir nefndu ýmislegt sem þeim fannst að mætti vera betra en einbeindu sér frekar að virkni líkamans. Fjórtán ára stelpa kvaðst vera ánægð með fæturna á sér þar sem hún hlypi hratt. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Stelpur sem hafa leikið sér með Barbie-dúkkur og strákar sem hafa leikið sér með aksjónkalla eru óánægðari með eigin líkama, heldur en börn sem hafa leikið sér með önnur leikföng. Frá þessu er greint í Sænska dagblaðinu sem fjallar um bókina Projekt perfekt, om utseendekultur och kroppsuppfattning. Í bókinni er greint frá niðurstöðum fjölda rannsókna um líkamsímynd. Fjögurra til fimm ára börn eru meðvituð um að megrun getur verið leið til að öðlast eftirsóknarverðan vöxt. Fjörutíu til fimmtíu prósent sex til 12 ára barna eru óánægð með þyngd sína eða vaxtarlag og 21 prósent sjö ára stelpna í sænskri rannsókn hefur reynt að létta sig. Í rannsókn sem einn þriggja bókarhöfunda, Carolina Lunde, doktor í sálfræði við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð, stóð að kváðust 25 prósent 13 ára stelpna vera of feitar þótt þær væru í eðlilegri þyngd eða of léttar. Einn af hverjum tíu strákum sagðist vera of þungur þótt þyngdin væri eðlileg. Í viðtali við Sænska dagblaðið segir Carolina Lunde að mikilvægt sé að uppgötva snemma óánægju barnanna með eigin líkama þar sem hún geti leitt til vandamála í tengslum við mataræði og líkamsæfingar. Hún getur þess að rannsóknir hafi leitt í ljós að því meiri tíma sem táningsstelpur verja í að skoða umfjöllun um útlit, þeim mun neikvæðari verði líkamsímynd þeirra. Niðurstöður þeirra fáu rannsókna sem gerðar hafi verið á körlum séu svipaðar þótt þær séu ekki jafngreinilegar. Kristina Holmqvist Gattario, annar af þremur höfundum fyrrgreindrar bókar, segir að með því að einbeita sér að virkni líkamans í stað útlits hans verði líkamsímyndin jákvæðari. Gattario, sem er lektor í sálfræði við Gautaborgarháskóla og rannsakar jákvæða líkamsímynd, segir í viðtali við Sænska dagblaðið að óvenjulegt sé að einhver segist vera ánægður með eigin líkama. Unglingar sem tekið hafi þátt í rannsóknum hafi nefnt að túlka mætti það sem gort. Að sögn Gattario sýndu niðurstöður ástralskrar rannsóknar á viðhorfum kvenna á aldrinum 18 til 75 ára að allir aldurshópar voru óánægðir með til dæmis andlit, læri, maga eða þyngd. En því eldri sem konurnar voru þeim mun jákvæðari var líkamsímynd þeirra. Þær gátu einbeitt sér að virkni líkamans. Styrkleiki, hraði, fimi og góð heilsa verður mikilvægara en útlitið þegar aldurinn færist yfir. Rannsakendur urðu einnig varir við að þær sem fylgdust mikið með fegrunarráðum á netinu voru opnari fyrir fegrunaraðgerðum, bæði til þess að þeim líði sjálfum betur og einnig til þess að fá vinnu eða finna maka. Bókarhöfundar benda á að árið 2010 hafi fegurðariðnaðurinn velt 250 milljörðum dollara á heimsvísu. Til að komast að því hvað einkenni viðhorf þeirra unglinga sem eru með jákvæða líkamsímynd var tekið viðtal við þrjátíu 14 ára unglinga sem höfðu verið með jákvæðari líkamsímynd þegar þeir voru 10 og 13 ára en jafnaldrar þeirra. Unglingarnir nefndu ýmislegt sem þeim fannst að mætti vera betra en einbeindu sér frekar að virkni líkamans. Fjórtán ára stelpa kvaðst vera ánægð með fæturna á sér þar sem hún hlypi hratt.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira