Það er betra að fæðast á kosningaári Örn Úlfar Sævarsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Fæðingarorlof feðra er ónýtt. Þetta vita allir nýbakaðir feður. Bæði pabbarnir sem hafa ekki nýtt sér þessi réttindi á liðnum árum og pabbarnir sem hafa tekið sénsinn á fjárhagslegu öryggi fjölskyldunnar til að njóta samverustunda við nýfætt krútt. Það fjölgar í fyrrnefnda hópnum því um leið og tekjurnar hrapa í orlofi bætist nefnilega við alls konar aukakostnaður vegna komu nýrrar mannveru í heiminn – ég tala nú ekki um ef það fjölskyldan þarf að stækka við sig. Hámarksorlof er nú 370 þúsund kall á mánuði, mínus skattur, mínus lífeyrissjóður og mínus stéttarfélagsgjöld (hæ, verkalýðshreyfing!). Dugar tvöhundruðþúsundkallinn sem eftir stendur fyrir leigunni? Vinstri flokkarnir vita líka að kerfið er ónýtt enda voru það þeir sem hentu barninu út með baðvatninu á síðasta kjörtímabili – og pabbanum líka. Fjármálaráðherra er klár á því að að fæðingarorlof feðra er ónýtt enda sagði hann í ræðu sinni á landsfundi sínum um daginn: „Ég tel að við verðum að hækka greiðslur í fæðingarorlofi myndarlega. Við viljum nefnilega búa vel að fjölskyldum með ung börn og svo ber líka að líta til þess yfirlýsta tilgangs laganna, að jafna stöðu kynjanna, en við sjáum að verulega hefur dregið, því miður, úr töku fæðingarorlofs meðal feðra.“ Því miður fyrir börn sem fæðast á næsta ári bætti hann við að þetta ætti ekki að gerast fyrr en „við fjárlagagerð ársins 2017 [Landsfundur klappar].“ Jafnrétti er því forgangsmál á fundum, ekki í fjárlögum. Á meðan drabbast kerfið áfram niður næstu misserin og staða kynjanna heldur áfram að skekkjast. Fæðingarorlof mæðra er reyndar svo efni í aðra grein. Í lokin er rétt að ráðleggja pörum sem vilja fjölga sér að halda aðeins í sér. Þau börn sem gengið er með núna og næstu mánuði fá nefnilega ekki sömu möguleika á samveru með föður sínum og þau sem fæðast 2017. Kosningaárið 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Fæðingarorlof feðra er ónýtt. Þetta vita allir nýbakaðir feður. Bæði pabbarnir sem hafa ekki nýtt sér þessi réttindi á liðnum árum og pabbarnir sem hafa tekið sénsinn á fjárhagslegu öryggi fjölskyldunnar til að njóta samverustunda við nýfætt krútt. Það fjölgar í fyrrnefnda hópnum því um leið og tekjurnar hrapa í orlofi bætist nefnilega við alls konar aukakostnaður vegna komu nýrrar mannveru í heiminn – ég tala nú ekki um ef það fjölskyldan þarf að stækka við sig. Hámarksorlof er nú 370 þúsund kall á mánuði, mínus skattur, mínus lífeyrissjóður og mínus stéttarfélagsgjöld (hæ, verkalýðshreyfing!). Dugar tvöhundruðþúsundkallinn sem eftir stendur fyrir leigunni? Vinstri flokkarnir vita líka að kerfið er ónýtt enda voru það þeir sem hentu barninu út með baðvatninu á síðasta kjörtímabili – og pabbanum líka. Fjármálaráðherra er klár á því að að fæðingarorlof feðra er ónýtt enda sagði hann í ræðu sinni á landsfundi sínum um daginn: „Ég tel að við verðum að hækka greiðslur í fæðingarorlofi myndarlega. Við viljum nefnilega búa vel að fjölskyldum með ung börn og svo ber líka að líta til þess yfirlýsta tilgangs laganna, að jafna stöðu kynjanna, en við sjáum að verulega hefur dregið, því miður, úr töku fæðingarorlofs meðal feðra.“ Því miður fyrir börn sem fæðast á næsta ári bætti hann við að þetta ætti ekki að gerast fyrr en „við fjárlagagerð ársins 2017 [Landsfundur klappar].“ Jafnrétti er því forgangsmál á fundum, ekki í fjárlögum. Á meðan drabbast kerfið áfram niður næstu misserin og staða kynjanna heldur áfram að skekkjast. Fæðingarorlof mæðra er reyndar svo efni í aðra grein. Í lokin er rétt að ráðleggja pörum sem vilja fjölga sér að halda aðeins í sér. Þau börn sem gengið er með núna og næstu mánuði fá nefnilega ekki sömu möguleika á samveru með föður sínum og þau sem fæðast 2017. Kosningaárið 2017.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar