Vigdís segir forgangsröðunina í ríkisfjármálum vera alveg skýra.
„En það virðist vera ósköp erfitt fyrir nokkuð stóran hóp í opinbera geiranum að viðurkenna raunverulega þá stefnu. Við getum alveg sagt að stjórnvöldum sé ekki hlýtt,“ segir Vigdís.
Agaleysi ríkisstofnanna sem fari fram úr fjárheimildum sínum drepi áætlanir ríkisstjórnarinnar um að skila ríkissjóði hallalausum. Hún segir að ef til vill sé nú komið að tímamótum þar sem þurfi að fara að beita þær stofnanir refsiaðgerðum sem fara fram úr fjárlögum.
„Nú erum við komin með stuðning frá ríkisendurskoðanda í þessa átt. Haldið þið að það sé ekki hundleiðinlegt fyrir okkur í fjárlaganefnd að vera með sömu stofnanirnar inni á gólfi hjá okkur að spyrja hvað þær séu að gera og hvernig eigi að leysa vandamálið því það er ekki til meira fé í ríkissjóði. Svo koma þær ári síðar eða á hálfs árs fresti en það eru engin svör,“ segir Vigdís.
Viðtalið við Vigdísi má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.