Elísabet Indra hættir eftir 14 ár hjá RÚV: „Það var komið nóg“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2015 16:15 Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Dagskárgerðarkonan Elísabet Indra Ragnarsdóttir, sem haft hefur umsjón með menningarþættinum Víðsjá á Rás 1, sagði upp störfum hjá RÚV í dag. Elísabet segir ákvörðun dagskrárstjóra Rásar 1 í síðustu viku um að segja upp reynslumiklum útvarpskonum hafa haft áhrif á uppsögnina.Stundin greindi frá uppsögn Elísabetar sem staðfestir hana í samtali við Vísi.Sjá einnig: „Sennilega ættu þær sjálfar að sitja í stjórnunarstöðunni“ „Það var komið nóg,“ segir útvarpskonan. Aðspurð hvort uppsagnir Hönnu G. Sigurðardóttur og Sigríðar Stephensen hafi haft áhrif á ákvörðun hennar jánkar hún því. „Það hjálpaði mér að taka ákvörðunina um helgina,“ segir Elísabet. Uppsagnir Hönnu og Sigríðar hafi vakið töluverða reiði meðal samstarfsmanna á RÚV. Hennar ákvörðun sé þó engin mótmælaaðgerð enda hafi hún velt henni fyrir sér í lengri tíma.Erfiðir tímar á RÚV Elísabet segir óráðið hvað hún taki sér fyrir hendur. Hún hafi starfað í Efstaleitinu í fjórtán ár en síðustu ár hafi verið erfið. „Þetta hafa verið mjög erfiðir tímar,“ segir Elísabet og vísar til fjöldauppsagna, skipulagsbreytinga og ákvarðana á borð við þá að reka Hönnu og Sigríði fyrir helgi. Útvarpsþáttur Elísabetar Indru, Þruma, elding og lífsástin sjálf, var tilnefndur sem besti tónlistarþáttur í útvarpi í Evrópu árið 2013. Þátturinn fjallaði um tónlistarsmiðju Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophiliu. Hún var aftur tilnefnd til verðlaunanna ári síðar fyrir þáttinn Í dag er ég dansari. Tengdar fréttir Skýtur á dagskrárstjóra Rásar 1: „Sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í“ „Í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með,“ segir Guðmundur Andri Thorsson um nýjustu mannabreytingarnar á RÚV. 13. júlí 2015 12:13 Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. 13. júlí 2015 07:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Dagskárgerðarkonan Elísabet Indra Ragnarsdóttir, sem haft hefur umsjón með menningarþættinum Víðsjá á Rás 1, sagði upp störfum hjá RÚV í dag. Elísabet segir ákvörðun dagskrárstjóra Rásar 1 í síðustu viku um að segja upp reynslumiklum útvarpskonum hafa haft áhrif á uppsögnina.Stundin greindi frá uppsögn Elísabetar sem staðfestir hana í samtali við Vísi.Sjá einnig: „Sennilega ættu þær sjálfar að sitja í stjórnunarstöðunni“ „Það var komið nóg,“ segir útvarpskonan. Aðspurð hvort uppsagnir Hönnu G. Sigurðardóttur og Sigríðar Stephensen hafi haft áhrif á ákvörðun hennar jánkar hún því. „Það hjálpaði mér að taka ákvörðunina um helgina,“ segir Elísabet. Uppsagnir Hönnu og Sigríðar hafi vakið töluverða reiði meðal samstarfsmanna á RÚV. Hennar ákvörðun sé þó engin mótmælaaðgerð enda hafi hún velt henni fyrir sér í lengri tíma.Erfiðir tímar á RÚV Elísabet segir óráðið hvað hún taki sér fyrir hendur. Hún hafi starfað í Efstaleitinu í fjórtán ár en síðustu ár hafi verið erfið. „Þetta hafa verið mjög erfiðir tímar,“ segir Elísabet og vísar til fjöldauppsagna, skipulagsbreytinga og ákvarðana á borð við þá að reka Hönnu og Sigríði fyrir helgi. Útvarpsþáttur Elísabetar Indru, Þruma, elding og lífsástin sjálf, var tilnefndur sem besti tónlistarþáttur í útvarpi í Evrópu árið 2013. Þátturinn fjallaði um tónlistarsmiðju Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophiliu. Hún var aftur tilnefnd til verðlaunanna ári síðar fyrir þáttinn Í dag er ég dansari.
Tengdar fréttir Skýtur á dagskrárstjóra Rásar 1: „Sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í“ „Í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með,“ segir Guðmundur Andri Thorsson um nýjustu mannabreytingarnar á RÚV. 13. júlí 2015 12:13 Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. 13. júlí 2015 07:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Skýtur á dagskrárstjóra Rásar 1: „Sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í“ „Í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með,“ segir Guðmundur Andri Thorsson um nýjustu mannabreytingarnar á RÚV. 13. júlí 2015 12:13
Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. 13. júlí 2015 07:00