Ísland hefur staðfest þátttöku sína í Eurovision á næsta ári Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2015 14:15 Svíþjóð vann Eurovision í fyrra. Vísir/EPA Ísland verður með í Eurovision á næsta ári en RÚV hefur staðfest þátttöku okkar Íslendinga í keppninni. Ísland er þrettánda landið sem staðfestir þátttöku sína í keppninni árið 2016 en hún verður haldin í Stokkhólmi. Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Noregur, Lettland, Litháen, Eistland, Holland, Belgía, Frakkland, Þýskaland og Írland hafa einnig staðfest þátttöku sína. Undanúrslitakvöldin tvö verða 10. og 12. maí en úrslitakvöldið verður 14. maí í Globe Arena. Ljóst var að keppnin yrði haldin í Svíþjóð eftir að Måns Zelmerlöv bar sigur úr býtum með lag sitt Heroes en þrjár borgir þar í landi vildu halda keppnina. Svíþjóð hélt Eurovision keppnina síðast árið 2013 eftir að Loreen sigraði en þá héldu keppendur til Malmö þar sem keppnin var haldin.María steig á svið fyrir hönd Íslendinga nú í ár.Vísir/EPAÓttast um þátttöku Íslands í ár Ísland hefur tekið þátt í Eurovision sleitulaust frá árinu 1986 fyrir utan þau tvö ár þar sem við duttum úr keppni vegna þess hve fá stig við fengum. Það voru árin 1998 og 2002. Því hefur stöku sinnum verið velt upp hvort rétt væri að hætta þátttöku í keppninni um stund sökum þess hve dýrt það er að taka þátt en það hefur þó aldrei orðið raunin. Einnig fór um aðdáendur keppninnar nú í ár þegar skall á með verkfalli BHM en lögbókandi hjá sýslumanni var einn af þeim sem fór í verkfall. Hlutverk lögbókanda hafði um áraraðir verið að fylgjast með og staðfesta niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar í keppninni. En RÚV fann lausn á málinu og því gat María Ólafsdóttir stigið á svið í Vín með framlag okkar Íslendinga í ár „Unbroken“. 40 lönd tóku þátt í síðustu keppni en Ástralía tók þátt í fyrsta skipti í fyrra. Þrjú lönd tóku aftur þátt eftir örstutt hlé frá keppninni en það voru Kýpur, Tékkland og Serbía. Úkraína var eina landið sem keppt hafði árið áður en dró sig úr keppni nú í ár. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira
Ísland verður með í Eurovision á næsta ári en RÚV hefur staðfest þátttöku okkar Íslendinga í keppninni. Ísland er þrettánda landið sem staðfestir þátttöku sína í keppninni árið 2016 en hún verður haldin í Stokkhólmi. Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Noregur, Lettland, Litháen, Eistland, Holland, Belgía, Frakkland, Þýskaland og Írland hafa einnig staðfest þátttöku sína. Undanúrslitakvöldin tvö verða 10. og 12. maí en úrslitakvöldið verður 14. maí í Globe Arena. Ljóst var að keppnin yrði haldin í Svíþjóð eftir að Måns Zelmerlöv bar sigur úr býtum með lag sitt Heroes en þrjár borgir þar í landi vildu halda keppnina. Svíþjóð hélt Eurovision keppnina síðast árið 2013 eftir að Loreen sigraði en þá héldu keppendur til Malmö þar sem keppnin var haldin.María steig á svið fyrir hönd Íslendinga nú í ár.Vísir/EPAÓttast um þátttöku Íslands í ár Ísland hefur tekið þátt í Eurovision sleitulaust frá árinu 1986 fyrir utan þau tvö ár þar sem við duttum úr keppni vegna þess hve fá stig við fengum. Það voru árin 1998 og 2002. Því hefur stöku sinnum verið velt upp hvort rétt væri að hætta þátttöku í keppninni um stund sökum þess hve dýrt það er að taka þátt en það hefur þó aldrei orðið raunin. Einnig fór um aðdáendur keppninnar nú í ár þegar skall á með verkfalli BHM en lögbókandi hjá sýslumanni var einn af þeim sem fór í verkfall. Hlutverk lögbókanda hafði um áraraðir verið að fylgjast með og staðfesta niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar í keppninni. En RÚV fann lausn á málinu og því gat María Ólafsdóttir stigið á svið í Vín með framlag okkar Íslendinga í ár „Unbroken“. 40 lönd tóku þátt í síðustu keppni en Ástralía tók þátt í fyrsta skipti í fyrra. Þrjú lönd tóku aftur þátt eftir örstutt hlé frá keppninni en það voru Kýpur, Tékkland og Serbía. Úkraína var eina landið sem keppt hafði árið áður en dró sig úr keppni nú í ár.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira