Ísland hefur staðfest þátttöku sína í Eurovision á næsta ári Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2015 14:15 Svíþjóð vann Eurovision í fyrra. Vísir/EPA Ísland verður með í Eurovision á næsta ári en RÚV hefur staðfest þátttöku okkar Íslendinga í keppninni. Ísland er þrettánda landið sem staðfestir þátttöku sína í keppninni árið 2016 en hún verður haldin í Stokkhólmi. Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Noregur, Lettland, Litháen, Eistland, Holland, Belgía, Frakkland, Þýskaland og Írland hafa einnig staðfest þátttöku sína. Undanúrslitakvöldin tvö verða 10. og 12. maí en úrslitakvöldið verður 14. maí í Globe Arena. Ljóst var að keppnin yrði haldin í Svíþjóð eftir að Måns Zelmerlöv bar sigur úr býtum með lag sitt Heroes en þrjár borgir þar í landi vildu halda keppnina. Svíþjóð hélt Eurovision keppnina síðast árið 2013 eftir að Loreen sigraði en þá héldu keppendur til Malmö þar sem keppnin var haldin.María steig á svið fyrir hönd Íslendinga nú í ár.Vísir/EPAÓttast um þátttöku Íslands í ár Ísland hefur tekið þátt í Eurovision sleitulaust frá árinu 1986 fyrir utan þau tvö ár þar sem við duttum úr keppni vegna þess hve fá stig við fengum. Það voru árin 1998 og 2002. Því hefur stöku sinnum verið velt upp hvort rétt væri að hætta þátttöku í keppninni um stund sökum þess hve dýrt það er að taka þátt en það hefur þó aldrei orðið raunin. Einnig fór um aðdáendur keppninnar nú í ár þegar skall á með verkfalli BHM en lögbókandi hjá sýslumanni var einn af þeim sem fór í verkfall. Hlutverk lögbókanda hafði um áraraðir verið að fylgjast með og staðfesta niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar í keppninni. En RÚV fann lausn á málinu og því gat María Ólafsdóttir stigið á svið í Vín með framlag okkar Íslendinga í ár „Unbroken“. 40 lönd tóku þátt í síðustu keppni en Ástralía tók þátt í fyrsta skipti í fyrra. Þrjú lönd tóku aftur þátt eftir örstutt hlé frá keppninni en það voru Kýpur, Tékkland og Serbía. Úkraína var eina landið sem keppt hafði árið áður en dró sig úr keppni nú í ár. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Ísland verður með í Eurovision á næsta ári en RÚV hefur staðfest þátttöku okkar Íslendinga í keppninni. Ísland er þrettánda landið sem staðfestir þátttöku sína í keppninni árið 2016 en hún verður haldin í Stokkhólmi. Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Noregur, Lettland, Litháen, Eistland, Holland, Belgía, Frakkland, Þýskaland og Írland hafa einnig staðfest þátttöku sína. Undanúrslitakvöldin tvö verða 10. og 12. maí en úrslitakvöldið verður 14. maí í Globe Arena. Ljóst var að keppnin yrði haldin í Svíþjóð eftir að Måns Zelmerlöv bar sigur úr býtum með lag sitt Heroes en þrjár borgir þar í landi vildu halda keppnina. Svíþjóð hélt Eurovision keppnina síðast árið 2013 eftir að Loreen sigraði en þá héldu keppendur til Malmö þar sem keppnin var haldin.María steig á svið fyrir hönd Íslendinga nú í ár.Vísir/EPAÓttast um þátttöku Íslands í ár Ísland hefur tekið þátt í Eurovision sleitulaust frá árinu 1986 fyrir utan þau tvö ár þar sem við duttum úr keppni vegna þess hve fá stig við fengum. Það voru árin 1998 og 2002. Því hefur stöku sinnum verið velt upp hvort rétt væri að hætta þátttöku í keppninni um stund sökum þess hve dýrt það er að taka þátt en það hefur þó aldrei orðið raunin. Einnig fór um aðdáendur keppninnar nú í ár þegar skall á með verkfalli BHM en lögbókandi hjá sýslumanni var einn af þeim sem fór í verkfall. Hlutverk lögbókanda hafði um áraraðir verið að fylgjast með og staðfesta niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar í keppninni. En RÚV fann lausn á málinu og því gat María Ólafsdóttir stigið á svið í Vín með framlag okkar Íslendinga í ár „Unbroken“. 40 lönd tóku þátt í síðustu keppni en Ástralía tók þátt í fyrsta skipti í fyrra. Þrjú lönd tóku aftur þátt eftir örstutt hlé frá keppninni en það voru Kýpur, Tékkland og Serbía. Úkraína var eina landið sem keppt hafði árið áður en dró sig úr keppni nú í ár.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira