Ísland hefur staðfest þátttöku sína í Eurovision á næsta ári Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2015 14:15 Svíþjóð vann Eurovision í fyrra. Vísir/EPA Ísland verður með í Eurovision á næsta ári en RÚV hefur staðfest þátttöku okkar Íslendinga í keppninni. Ísland er þrettánda landið sem staðfestir þátttöku sína í keppninni árið 2016 en hún verður haldin í Stokkhólmi. Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Noregur, Lettland, Litháen, Eistland, Holland, Belgía, Frakkland, Þýskaland og Írland hafa einnig staðfest þátttöku sína. Undanúrslitakvöldin tvö verða 10. og 12. maí en úrslitakvöldið verður 14. maí í Globe Arena. Ljóst var að keppnin yrði haldin í Svíþjóð eftir að Måns Zelmerlöv bar sigur úr býtum með lag sitt Heroes en þrjár borgir þar í landi vildu halda keppnina. Svíþjóð hélt Eurovision keppnina síðast árið 2013 eftir að Loreen sigraði en þá héldu keppendur til Malmö þar sem keppnin var haldin.María steig á svið fyrir hönd Íslendinga nú í ár.Vísir/EPAÓttast um þátttöku Íslands í ár Ísland hefur tekið þátt í Eurovision sleitulaust frá árinu 1986 fyrir utan þau tvö ár þar sem við duttum úr keppni vegna þess hve fá stig við fengum. Það voru árin 1998 og 2002. Því hefur stöku sinnum verið velt upp hvort rétt væri að hætta þátttöku í keppninni um stund sökum þess hve dýrt það er að taka þátt en það hefur þó aldrei orðið raunin. Einnig fór um aðdáendur keppninnar nú í ár þegar skall á með verkfalli BHM en lögbókandi hjá sýslumanni var einn af þeim sem fór í verkfall. Hlutverk lögbókanda hafði um áraraðir verið að fylgjast með og staðfesta niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar í keppninni. En RÚV fann lausn á málinu og því gat María Ólafsdóttir stigið á svið í Vín með framlag okkar Íslendinga í ár „Unbroken“. 40 lönd tóku þátt í síðustu keppni en Ástralía tók þátt í fyrsta skipti í fyrra. Þrjú lönd tóku aftur þátt eftir örstutt hlé frá keppninni en það voru Kýpur, Tékkland og Serbía. Úkraína var eina landið sem keppt hafði árið áður en dró sig úr keppni nú í ár. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Ísland verður með í Eurovision á næsta ári en RÚV hefur staðfest þátttöku okkar Íslendinga í keppninni. Ísland er þrettánda landið sem staðfestir þátttöku sína í keppninni árið 2016 en hún verður haldin í Stokkhólmi. Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Noregur, Lettland, Litháen, Eistland, Holland, Belgía, Frakkland, Þýskaland og Írland hafa einnig staðfest þátttöku sína. Undanúrslitakvöldin tvö verða 10. og 12. maí en úrslitakvöldið verður 14. maí í Globe Arena. Ljóst var að keppnin yrði haldin í Svíþjóð eftir að Måns Zelmerlöv bar sigur úr býtum með lag sitt Heroes en þrjár borgir þar í landi vildu halda keppnina. Svíþjóð hélt Eurovision keppnina síðast árið 2013 eftir að Loreen sigraði en þá héldu keppendur til Malmö þar sem keppnin var haldin.María steig á svið fyrir hönd Íslendinga nú í ár.Vísir/EPAÓttast um þátttöku Íslands í ár Ísland hefur tekið þátt í Eurovision sleitulaust frá árinu 1986 fyrir utan þau tvö ár þar sem við duttum úr keppni vegna þess hve fá stig við fengum. Það voru árin 1998 og 2002. Því hefur stöku sinnum verið velt upp hvort rétt væri að hætta þátttöku í keppninni um stund sökum þess hve dýrt það er að taka þátt en það hefur þó aldrei orðið raunin. Einnig fór um aðdáendur keppninnar nú í ár þegar skall á með verkfalli BHM en lögbókandi hjá sýslumanni var einn af þeim sem fór í verkfall. Hlutverk lögbókanda hafði um áraraðir verið að fylgjast með og staðfesta niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar í keppninni. En RÚV fann lausn á málinu og því gat María Ólafsdóttir stigið á svið í Vín með framlag okkar Íslendinga í ár „Unbroken“. 40 lönd tóku þátt í síðustu keppni en Ástralía tók þátt í fyrsta skipti í fyrra. Þrjú lönd tóku aftur þátt eftir örstutt hlé frá keppninni en það voru Kýpur, Tékkland og Serbía. Úkraína var eina landið sem keppt hafði árið áður en dró sig úr keppni nú í ár.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira