„Allavega ekki að koma ísöld“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2015 13:20 Sævar Helgi Bragason. Vísir/Anton „Það er allavega ekki að koma ísöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, í samtali við Vísi um fréttir þess efnis að lítil ísöld geti átt sér stað á jörðinni vegna minnkandi virkni sólar. Greint var frá niðurstöðum vísindamanna við Háskólann í Northumbria á Englandi í gær sem sögðu virkni sólar eiga eftir að dragast saman um allt að 60 af hundraði upp úr 2030 og því myndi fylgja kólnun á jörðinni og lítil ísöld nefnd í því samhengi sem myndi vara í nokkra áratugi.Fleiri áhrifaþættir Sævar segir hins vegar allt of snemmt að segja til um það. „Þetta var líkindagerð þar sem vísindamenn voru að reyna skilja hvers vegna sólblettasveiflan er mismunandi öflug. Það er í rauninni aðalinntakið með rannsókninni. Svo er klykkt út með því í lok fréttatilkynningarinnar frá konunglega breska stjarnvísindafélaginu, frá vísindamönnunum sjálfum, að eftir fimmtán ár verði þessi sólblettasveifla í sögulegu lágmarki og gæti orðið jafn lítil eins og hún var í kringum það sem kallast Maunder-lágmarkið kringum 1650 þegar áratugir liðu án þess að nokkrir sólblettir sæjust á sólinni.“Erum við á leið inn í nýja ísöld? Alveg örugglega ekki.Á 10-12 ára tímabili gengur sólin í gegnum það sem við köllum...Posted by Stjörnufræðivefurinn on Monday, July 13, 2015Merki um eldgos fundist Hann segir mikið kuldaskeið hafa verið í Evrópu á sama tíma. „Sem hófst reyndar miklu fyrr og lauk svo töluvert seinna eftir að virkni sólarinnar var komið aftur í lag. Litlu ísöldinni lauk ekkert fyrr en lok nítjándu aldar. Þar voru miklu fleiri áhrifaþættir sem höfðu áhrif á þessa litlu ísöld en bara sólin. Jarðfræðingar hafa stungið upp á og fundið merki um mikil eldgos sem hafa orðið á þrettándu - fjórtándu öld þó aldrei hafi tekist að staðsetja það almennilega. Svo hafa menn líka skoðað breytingar á vindröstum sem hafa verið að dæla köldu lofti yfir Bandaríkin og breytingar á hafstraumum.“ Hann segir Halldór Björnsson veðurfræðing hafa bent á að ef virkni sólar færi minnkandi þá myndi hiti lækka um hálfa gráðu sem myndi ekki vega upp á móti hlýnuninni sem hefur orðið frá árinu 1900 sem nemur um 0,8 gráðum.Ótímabært að tala um kólnun Hann segir rannsókn bresku vísindamannanna ekki hafa farið í gegnum ritrýningu sér af vitandi og því beri að taka henni með fyrirvara. „Það getur vel verið að við séum að sigla inn í rólegt tímabil í virkni sólarinnar, það sýnir sig kannski á því að núverandi sólblettasveifla er mun veikari en menn áttu von á og sú veikasta í næstum því hundrað ár. Við gætum alveg verið að sigla inn í rólegt tímabil en hvort því fylgir einhver kólnun það er allt of ótímabært að segja til um. Það er allavega ekki að koma ísöld. “ Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
„Það er allavega ekki að koma ísöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, í samtali við Vísi um fréttir þess efnis að lítil ísöld geti átt sér stað á jörðinni vegna minnkandi virkni sólar. Greint var frá niðurstöðum vísindamanna við Háskólann í Northumbria á Englandi í gær sem sögðu virkni sólar eiga eftir að dragast saman um allt að 60 af hundraði upp úr 2030 og því myndi fylgja kólnun á jörðinni og lítil ísöld nefnd í því samhengi sem myndi vara í nokkra áratugi.Fleiri áhrifaþættir Sævar segir hins vegar allt of snemmt að segja til um það. „Þetta var líkindagerð þar sem vísindamenn voru að reyna skilja hvers vegna sólblettasveiflan er mismunandi öflug. Það er í rauninni aðalinntakið með rannsókninni. Svo er klykkt út með því í lok fréttatilkynningarinnar frá konunglega breska stjarnvísindafélaginu, frá vísindamönnunum sjálfum, að eftir fimmtán ár verði þessi sólblettasveifla í sögulegu lágmarki og gæti orðið jafn lítil eins og hún var í kringum það sem kallast Maunder-lágmarkið kringum 1650 þegar áratugir liðu án þess að nokkrir sólblettir sæjust á sólinni.“Erum við á leið inn í nýja ísöld? Alveg örugglega ekki.Á 10-12 ára tímabili gengur sólin í gegnum það sem við köllum...Posted by Stjörnufræðivefurinn on Monday, July 13, 2015Merki um eldgos fundist Hann segir mikið kuldaskeið hafa verið í Evrópu á sama tíma. „Sem hófst reyndar miklu fyrr og lauk svo töluvert seinna eftir að virkni sólarinnar var komið aftur í lag. Litlu ísöldinni lauk ekkert fyrr en lok nítjándu aldar. Þar voru miklu fleiri áhrifaþættir sem höfðu áhrif á þessa litlu ísöld en bara sólin. Jarðfræðingar hafa stungið upp á og fundið merki um mikil eldgos sem hafa orðið á þrettándu - fjórtándu öld þó aldrei hafi tekist að staðsetja það almennilega. Svo hafa menn líka skoðað breytingar á vindröstum sem hafa verið að dæla köldu lofti yfir Bandaríkin og breytingar á hafstraumum.“ Hann segir Halldór Björnsson veðurfræðing hafa bent á að ef virkni sólar færi minnkandi þá myndi hiti lækka um hálfa gráðu sem myndi ekki vega upp á móti hlýnuninni sem hefur orðið frá árinu 1900 sem nemur um 0,8 gráðum.Ótímabært að tala um kólnun Hann segir rannsókn bresku vísindamannanna ekki hafa farið í gegnum ritrýningu sér af vitandi og því beri að taka henni með fyrirvara. „Það getur vel verið að við séum að sigla inn í rólegt tímabil í virkni sólarinnar, það sýnir sig kannski á því að núverandi sólblettasveifla er mun veikari en menn áttu von á og sú veikasta í næstum því hundrað ár. Við gætum alveg verið að sigla inn í rólegt tímabil en hvort því fylgir einhver kólnun það er allt of ótímabært að segja til um. Það er allavega ekki að koma ísöld. “
Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira