Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2015 14:58 „Ég áreitti ekki neinar stelpur, ég vildi bara hitta Leon Hill“ segir tónlistarmaðurinn Bam Margera sem lenti í útistöðum við íslenska tónlistarmenn á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í gærkvöldi.Click here for an English version Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka.Vísir greindi frá átökunum í gærkvöldi og hafði eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hafði verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásina bar að. Hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, sem staðsett var í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Þá hafi hann tekið að áreita starfsmennina svo út fór fyrir öll velsæmismörk og hafi mennirnir sem réðust á Bam verið að koma stúlkunum til bjargar. Í samtali við Vísi segir Bam Margera að upp úr hafi soðið eftir að honum hafi verið neitað að ná tali af einum starfsmanni hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, en þeir Margera hafa lengi eldað grátt silfur saman. Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn segir Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi hann fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður náði tali af honum í dag.Vísir/Stefán Ó.„Ég kom þeim skilaboðum til hans að það væri blaðamaður á vegum The Rolling Stone sem vildi taka viðtal við hann. Honum bregður svo í brún þegar hann sér mig standandi við barinn og félagar hans stökkva á mig og berja mig í klessu,“ segir Bam. Hann þverneitar fyrir að hafa áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en hann hafi ekki með nokkru móti áreitt þær – hvað þá kynferðislega eins og margir hafa látið í veðri vaka. „Ég sá að stelpurnar voru með talstöðvar á öxlinni og ég bað þær um að hringja á Leon fyrir mig. Þegar þær neituðu varð ég ákveðnari og það fór illa í fylgdarlið Hill,“ segir Bam. Hann býst við því að málið verið tilkynnt til lögreglu síðar í dag. Bam Margera undirstrikar að þessi átök hafi ekkert með Secret Solstice að gera og að hann hafi ekkert út á hátíðina að setja. Umgjörðin hafi öll verið til fyrirmyndar og hann ber íslenskum tónleikagestum vel söguna. Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú þung höfuðhögg, þar af eitt frá íslenska rapparanum Gísla Pálma sem hafði skömmu áður hrint einum hljómsveitarmeðlimi Margera í gólfið. Því næst ráfar Bam í átt að útidyrahurðinni áður en hann fellur til jarðar en höfuð hans hefur viðkomu í dyrakarmi í fallinu. Þar á eftir kemur viðtal við Bam þar sem hann lýsir sinni hlið á sögunni. Ósk Gunnarsdóttir og Egill Ólafur Thorarensen aðstandendur hátíðarinnar vildu ekki tjá sig um myndbandið - að öðru leyti en að það segði ekki alla söguna. Ekki náðist í Gísla Pálma við gerð þessarar fréttar. Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Famous Jackass beaten up by well known Icelandic artists Bam Margera, musician and member of the Jackass crew, got into a brawl at the Secret Solstice music festival in Iceland tonight around 11 pm local time. 21. júní 2015 00:36 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Ég áreitti ekki neinar stelpur, ég vildi bara hitta Leon Hill“ segir tónlistarmaðurinn Bam Margera sem lenti í útistöðum við íslenska tónlistarmenn á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í gærkvöldi.Click here for an English version Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka.Vísir greindi frá átökunum í gærkvöldi og hafði eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hafði verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásina bar að. Hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, sem staðsett var í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Þá hafi hann tekið að áreita starfsmennina svo út fór fyrir öll velsæmismörk og hafi mennirnir sem réðust á Bam verið að koma stúlkunum til bjargar. Í samtali við Vísi segir Bam Margera að upp úr hafi soðið eftir að honum hafi verið neitað að ná tali af einum starfsmanni hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, en þeir Margera hafa lengi eldað grátt silfur saman. Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn segir Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi hann fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður náði tali af honum í dag.Vísir/Stefán Ó.„Ég kom þeim skilaboðum til hans að það væri blaðamaður á vegum The Rolling Stone sem vildi taka viðtal við hann. Honum bregður svo í brún þegar hann sér mig standandi við barinn og félagar hans stökkva á mig og berja mig í klessu,“ segir Bam. Hann þverneitar fyrir að hafa áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en hann hafi ekki með nokkru móti áreitt þær – hvað þá kynferðislega eins og margir hafa látið í veðri vaka. „Ég sá að stelpurnar voru með talstöðvar á öxlinni og ég bað þær um að hringja á Leon fyrir mig. Þegar þær neituðu varð ég ákveðnari og það fór illa í fylgdarlið Hill,“ segir Bam. Hann býst við því að málið verið tilkynnt til lögreglu síðar í dag. Bam Margera undirstrikar að þessi átök hafi ekkert með Secret Solstice að gera og að hann hafi ekkert út á hátíðina að setja. Umgjörðin hafi öll verið til fyrirmyndar og hann ber íslenskum tónleikagestum vel söguna. Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú þung höfuðhögg, þar af eitt frá íslenska rapparanum Gísla Pálma sem hafði skömmu áður hrint einum hljómsveitarmeðlimi Margera í gólfið. Því næst ráfar Bam í átt að útidyrahurðinni áður en hann fellur til jarðar en höfuð hans hefur viðkomu í dyrakarmi í fallinu. Þar á eftir kemur viðtal við Bam þar sem hann lýsir sinni hlið á sögunni. Ósk Gunnarsdóttir og Egill Ólafur Thorarensen aðstandendur hátíðarinnar vildu ekki tjá sig um myndbandið - að öðru leyti en að það segði ekki alla söguna. Ekki náðist í Gísla Pálma við gerð þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Famous Jackass beaten up by well known Icelandic artists Bam Margera, musician and member of the Jackass crew, got into a brawl at the Secret Solstice music festival in Iceland tonight around 11 pm local time. 21. júní 2015 00:36 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54
Famous Jackass beaten up by well known Icelandic artists Bam Margera, musician and member of the Jackass crew, got into a brawl at the Secret Solstice music festival in Iceland tonight around 11 pm local time. 21. júní 2015 00:36