Þórdís Eva Steinsdóttir, hlaupadrottning úr FH, setti tvö aldursflokkamet í 300 metra hluapi á Gautaborgaleikunum í frjálsum íþróttum í dag, en Þórdís stóð sig afar vel á mótinu.
Hún sigraði í greininni í 15 ára flokki stúlkna, en hún hljóp á 39,39 sekúndum. Með þessum tíma slær Þórdís metið í 15 ára flokki og einnig í 16-17 ára flokki og bætti því hún 35 ára gamalt met í 16-17 ára flokknum.
Þórdís gerði vel á mótinu, en auk þess að vinna 300 metra hlaupið slenti hún í öðru sætinu í 80 metra hlaupi. Morgunblaðið greinir frá þessu á vef sínum.
Ragúel Pino Alexandersson, úr UFA, setti met í flokki 14 ára stráka, en hann hljóp 300 metrana á 39,29 sekúndum og bætti 34 ára gamalt met.
Þórdís og Ragúel slógu met í Svíþjóð
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti


