Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 88-82 | Framlengt í Ljónagryfjunni og 1-0 fyrir Njarðvík Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni skrifar 19. mars 2015 18:45 Stefan Bonneau, leikmaður Njarðvíkur. vísir/stefán Njarðvík náði forskoti í einvíginu á móti Stjörnunni, í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta, í hörkuleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Stjarnan réð ferðinni í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar áttu þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti varð síðan mikil barátta og réðust úrslitin ekki fyrr en í framlengingu en Stjarnan jafnaði leikinn um leið og klukkan rann út í venjulegum leiktíma. Heimamenn voru sterkari í framlengingunni og sigldu sigrinum í höfn. Lokatölur 88-82 fyrir Njarðvík og 1-0 fyrir Njarðvík Mikið jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins og var jafnt nánast á öllum tölum fyrstu sjö mínúturnar og var staðan 12-11 á þeim tímapunkti. Þá tóku Stjörnumenn heldur betur við sér og skoruðu níu stig sem heimamenn náðu ekki að svara á rúmelga einni og hálfri mínútu og voru komnir í átta stiga forskot þegar tvær mínútur lifðu af fyrsta leikhluta. Þeir náðu að halda heimamönnum frá sér og kláraðist fjórðungurinn 18-24 fyrir gestina. Njarðvíkingar tóku sig aðeins saman í andlitinu í upphafi annars leikhluta og skoruðu þeir fjórar þriggja stiga körfur í röð og náðu að minnka muninn í eitt stig þegar 6:20 voru eftir. Stjörnumenn náðu ávallt að skora á milli þriggja stig karfa heimamanna og náðu heimamenn því ekki forskotinu. Þá tóku gestirnir aftur við sér og skoruðu næstu átta stig leiksins og auka forskotið aftur. Aftur héldu þeir Njarðvíkingum frá sér og gengu þeir til búningsherbergja með sjö stig í forskot, 38-45. Ákafur varnarleikur var spilaður spilaður af báðum liðum á köflum en góðir kaflar voru fleiri og betri hjá gestunum og skilaði það forskotinu í hálfleik. Auk þess festust heimamenn örlítið fyrir utan þriggja stiga línuna en þeir reyndu 26 þriggja stiga skot og fóru einungis sex stykki ofan í. Stigahæstir voru Stefan Bonneau fyrir Njarðvík með 13 stig og Dagur Kár Jónsson með 13 stig einnig fyrir gestina. Heimamenn komu mikið grimmari til leiks í þriðja leikhluta og það var rúmlega ein og hálf mínúta liðin þegar leikurinn var orðinn jafn 45-45. Á bakvið þessa sveiflu var góður varnarleikur heimamanna en skipst var síðan á körfum næstu andartökin á eftir áður en Njarðvíkingar náðu að slíta sig sex stigum frá þegar um tvær mínútur voru eftir af þriðja fjórðung, 57-51. Hvorugt liðið náði að skora á seinustu mínútunum og staðan því eins þegar flautað var til leikhlés milli leikhluta. Það mátti alltaf búast við áhlaupi frá Garðbæingum í seinasta leikhlutanum og kom það um leið og leikurinn hófst aftur. Gestirnir skoruðu fyrstu sex stig fjórðungsins og náðu þannig að jafna leikinn og í gang fór langur kafli þar sem liðin skipust á að skora en heimamenn höfðu yfirhöndina allt að fjórum stigum. Staðan var 73-69 þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum og var margur Njarðvíkingurinn farinn að sjá sigur og forskot í einvíginu fyrir sér, annað kom þó á daginn því brotið var á Degi Kár Jónssyni í þriggja stiga skoti og fór kappinn línuna til að taka þrjú víta skot. Fyrstu tvö vítin fóru ofan í og seinasta skotinu klúðraði Dagur viljandi. Jón Orri Kristjánsson, Stjörnumaður, náði sóknarfrákastinu og lagði boltann ofan í um leið og flautan gall, karfan taldi og því varð að grípa til framlengingar. Í framlengingunni hélt barningurinn áfram og var jafnt á öllum tölum þar til um 1:40 var eftir og staðan 79-79. Heimamenn náðu þá að bæta við körfu og var síðan dæmd sóknarvilla á gestina. Heimamenn nýttu sér það ekki í það skiptið en í næstu sókn Stjörnumanna varði Snorri Hrafnkelsson skot gestanna og Logi Gunnarsson setti niður þriggja stiga skot sem var sem rýtingur í hjarta gestanna úr Garðabæ. Justin Shouse setti niður þriggja stiga skot og enn hörkuspenna á seinustu sekúndunum en heimamenn náðu að klára leikinn á vítalínunni og sigla sigrinum í heimahöfn. Þar með eru Njarðvíkingar komnir með 1-0 forystu í einvíginu en sé hægt að taka mið af þessum leik er það sem framundan er safarík viðureign tveggja liða sem ætla sér að selja sig dýrt. Stefan Bonneau var eins og svo oft áður stigahæsti maður vallarins en hann skoraði 30 stig í kvöld en hann fékk meiri hjálp frá félögum sínum en oft áður, það ber að nefna Mirko Stefán Virijevic sem skoraði 11 stig og reif niður 16 fráköst. Hjá Stjörnunni var Jeremy Atkins atkvæðamestur með 27 stig og 10 fráköst en Dagur Kár Jónsson og Justin Shouse skoruðu báðir 19 stig og áttu flottan leik. Næsti leikur liðanna verður á sunnudaginn næstkomandi í Ásgarði og hefjast leikar kl. 19:15. Friðrik Ingi Rúnarsson: Gott að hefja einvígið á sigri Þjálfari Njarðvíkinga var að vonum ánægður með að ná forskotinu í einvíginu og að hafa varið heimavöllinn í einvíginu á móti Stjörnunni í 8 liða úrslitum Dominos-deildarinnar. „Það var mjög mikilvægt og gott að byrja einvígið á sigri og erum við mjög ánægðir með það. Það varð talsverður viðsnúningur á leik liðsins í seinni hálfleik en við vorum ekki ánægðir með leik okkar í fyrri hálfleik og breyttum aðeins áherslum sem skiluðu því að við komumst fljótlega inn í leikinn og náðum yfirhöndinni. Það sem breyttist helst var að við mættum einbeittari til leiks og betur skipulagðari í seinni hálfleikinn.“ Friðrik sér fyrir sér að baráttan muni halda áfram í næsta leik og út einvígið: „Þetta er tvö mjög góð lið og það verður áfram þessi mikla barátta geri ég ráð fyrir og á mikið eftir að ganga á áður en yfir lýkur.“ Hrafn Kristjánsson: Brugðumst ekki nógu vel við grimmd heimamanna Hann var að vonum daufur í dálkinn þjálfari Stjörnunnar eftir tap í hörkuleik á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni. Hann var spurður hvað hans menn hefðu getað gert betur í leiknum. „Mér fannst við spila nánast fullkominn leik í fyrri hálfleik. Við vorum að gera það sem við ætluðum okkur að gera og svo var það fyrirséð að Njarðvíkingarnir myndu vera grimmari og taka fastar á okkur í þriðja leikhluta og við brugðumst ekki nógu vel við því. Við hættum að leyfa boltanum að fljóta og vildum gera hlutina dálítið sjálfir og vorum við dálítið lengi að vinna okkur út úr því en ég er mjög stoltur af liðinu að ná að rétta sig af.“ Hann var því næst spurður út í vítaskotið á lokasekúndum venjulegs leiktíma og hvort hann hafi átt hugmyndina eða hvort þetta hafi komið úr kolli Dags Kára. „Ég var búinn með mín leikkerfi og var að reyna að koma einhverjum skilaboðum til leikmanna minna að það ætti að brenna af vítinu en ég veit ekki hvort þeir hafi tekið eftir því eða hvort þeir hafi ákveðið það sjálfir. Ég sé það fyrir mér að mínir menn komi til baka og að við jöfnum þetta einvígi í Ásgarði.“[Bein lýsing]Framlenging | 88-82: Gestirnir klikka á sókn sinni og síðan er dæmd óíþróttmannsleg villa á Stjörnuna og Bonneau setur niður vítin. Þetta ætti að vera komið 5 sek. eftir.Framlenging | 86-82: Justin Shouse setti niður þrist og Marvin Valdimarsson lýkur leik með því að brjóta á Bonneau. 19 sek. eftir og Bonneau setur niður bæði vítin.Framlenging | 84-79: Heimamenn verja skot og Logi Gunnarsson rekur rýting í Stjörnumenn með þriggja stiga körfu og það er tekið leikhlé þegar 32 sek. eru eftir. fÞetta er samt ekki búið enn.Framlenging | 81-79: Heimamenn skora og síðan er dæmd sóknarvilla á Stjörnumenn og það verður allt vitlaust í stúkunni. Heimemegin af kæti og Stjörnumegin af bræði. 1:08 eftir.Framlenging | 79-79: Sjtörnumenn unnu boltann og jafna leikinn þegar 1:40 er eftir.Framlenging | 79-75: Stjörnumenn orðnir kaldir. Stefan Bonneau setti niður körfu, Stjarnan geigaði á skoti en unnu síðan boltann aftur. Dagur Kár er enn á vellinum. 2:27 eftir.Framlenging | 77-75: Logi Gunnars. klikkaði á einu vítanna sinna en heimamenn náðu boltanum aftur og geystust í sókn sem geigaði. 3:32 eftir.Framlenging | 76-75: Stjarnan náði að minnka muninn með tveimur vítum en Njarðvíkingar komust einnig á línuna í næstu sókn. Einhver reikistefna er við ritaraborðið þannig að það er tekið leikhlé þegar 4:12 eru eftir. Einhver óvissa með fjölda villa á Degi Kár Stjörnumanni.Framlenging | 76-73: Framlengingin er byrjuð og heimamenn eru fyrri á blað. Bonneau skorar og fær villu að auki. Vítið fer rétta leið. 4:37 eftir.4. leikhluti | 73-73: Leiknum er lokið og þetta er ótrúlegt. Dagur Kár átti þrjú víti setti tvö niður en klúðraði seinasta vítinu viljanid Jón Orri náði frákasti og setti niður lay up þegar tíminn rann út. Karfan stendur og það er framlenging. Þvílík læti.4. leikhluti | 73-69: Jú jú, brotið á Bonneau og hann fer á línuna bæði vítin fara niður og brotið er síðan á Sjtörnumanni í þriggja stiga skoti. 3 sek.4. leikhluti | 71-69: Leikhlé tekið þegar 9 sek eru eftir. Stjarnan átti skot en boltinn festist í hringnum og heimamenn eiga boltann. Það verður líklega brotið á heimamönnum.4. leikhluti | 71-69: Risastórt sóknarfrákast hjá Hirti Einarss. Logi Gunnarsson klikkaði á skoti en Hjörtur reif niður frákastið og fékk villu, fór á línuna en klikkaði á öðru vítinu. 22 sek. eftir.4. leikhluti | 70-69: Stjörnumenn komust á línuna og klikkuðu á einu víti og minnkuðu muninn. 46 sek. eftir.4. leikhluti | 70-68: Stjörnumenn unnu boltann eftir leikhléið, klikkuðu á skoti en héldu boltanum og tekið var leikhlé þegar 54 sek. eru eftir.4. leikhluti | 70-68: Heimamenn svara með góðum kafla ná sókknarfrákasti eftir misnotað víti og þristur ratar heim og leikhlé er síðan tekið þegar 1:23 eru eftir.4. leikhluti | 66-68: Stjarnan jafnar með þrist og stelur síðan boltanum og eru komnir yfir. Góður kafli hjá þeim. 2 mín eftir.4. leikhluti | 66-63: Bæði liðin komist á vítalínuna undanfarið og bæði lið nýta vítin sín. Njarðvíkingar eru með þrjú stig í forskot þegar 2:39 eru eftir.4. leikhluti | 62-61: Skipst á körfum og forskotið er ekki nema eitt stig heimaönnum í vil. 3:24 eftir.4. leikhluti | 60-59: Loksins komast heimamenn á blað og það var þristur sem rataði heim. Skot varin síðan hjá báðum liðum. Harka í þessu. Gestirnir fá dæmda á sig sóknarvillu. 5 mín. eftir.4. leikhluti | 57-59: Átta stig í röð frá Stjörnunni og þeir eru komnir yfir. Dómararnir hafa leyft ýmislegt undanfarin andartök en það er samt á báða bóga. 6:11 eftir.4. leikhluti | 57-57: Stjarnan er búin að jafna. Sex stig í röð og 7:19 eftir.4. leikhluti | 57-55: Gestirnir eiga fyrstu fjögur stigin. Eins og ég sagði þá bjóst ég við áhlaupi og það gæti verið hafið. 8:13 eftir.4. leikhluti | 57-53: Seinasti leikhlutinn er hafinn. Gestirnir eru fyrri á blaðið fræga. 9:31 eftir.3. leikhluti | 57-51: Þriðja leikhluta er lokið. Njarðvíkingar áttu leikhlutann og unnu hann með 13 stigum. Hvorugt lið náði að setja stig á seinustu tveimur mínútum fjórðungsins. Þetta er samt sem áður hörkuleikur. Ég býst við áhlaupi úr Garðabænum.3. leikhluti | 57-51: Í úrslitakeppninni er rándýrt að klúðra vítum en það er nákvæmlega það sem heimamenn voru að gera. 1 mín. eftir.3. leikhluti | 57-51: Njarðvíkingar bæta tveim stigum í forskotið. Bæði lið hafa misst boltann eftir sóknarvillur í þriðja leikhluta. 2:08 eftir3. leikhluti | 55-51: Heimamenn ná fjórum stigum í forskot og er það mesta forskot þeirra síðan á fyrstu mínútu leiksins. Þeir eru að ná að þvinga gestina í erfið skot. Justin Shouse fiska ruðning á Mirko sem var á fullri ferð, hann mun finna fyrir því á morgun. 3:08 eftir.3. leikhluti | 51-49: Aftur skipst á körfum. Menn hafa verið að tapa boltanum klaufalega í kvöld en það á við bæði lið. Segir kannski til um spennuna. 5:34 eftir.3. leikhluti | 49-47: Liðin skiptast á körfum. Njarðvíkingar eru að spila ákafari vörn núna og það er að skila sér. Heimamenn komast yfir og leikhlé er tekið þegar 6:56 eru eftir.3. leikhluti | 45-45: Njarðvíkingar hafa jafnað! Sjö stig í röð og áhorfendur taka heldur betur við sér. 8:21 eftir.3. leikhluti | 40-45: Seinni hálfleikur er byrjaður og heimamenn eiga fyrstu körfuna eftir ansi vel spilaða sókn. 9:25 eftir.2. leikhluti | 38-45: Lokaskotið fór ekki rétta leið og því kaflaskiptum hálfleik lokið. Bæði lið hafa átt góða spretti en gestirnir úr Garðabænum hafa átt þá fleiri og betri og halda því sjö stiga forskoti þegar gengið er til búningsklefa.2. leikhluti | 38-45: Heimamenn misstu boltann og því er tekið leikhlé þegar fjórar sekúndur eru eftir og nú á Stjarnan lokaskot hálfleiksins.2. leikhluti | 38-45: Leikhlé þegar fjórar sekúndur eru til hálfleiks. Heimamenn ráða ráðum sínum fyrir lokaskotið.2. leikhluti | 36-45: Sex stig í röð núna frá gestunum og munurinn aftur orðinn níu stig. 39 sek. eftir.2. leikhluti | 36-41: Njarðvíkingar náðu að minnka muninn í þrjú stig en Shouse komst á vítalínuna og náði að auka muninn í fimm stig aftur. 1:27 eftir.2. leikhluti | 34-39: Nú eru það bæði lið sem hafa kólnað. Heimamenn ná samt að skora tvær körfur og minnka muninn. 2 mín eftir.2. leikhluti | 30-39: Leikhlé heimamanna þegar 4:04 eru eftir. Tvær sóknir í röð klúðruðu heimamenn botlanum.2. leikhluti | 30-39: Átta stig í röð frá gestunum og munurinn níu stig. Heimamenn mega ekki kólna svona mikið milli góðu kaflanna sinna. Stjarnan er búin að vera stöðugri það sem af er leik. 4:18 eftir.2. leikhluti | 30-36: Stjarnan nær að svara góðum kafla frá heimamönnum með því að skora næstu fimm stig og munurinn er orðinn sex stig á ný. 5:10 eftir.2. leikhluti | 30-31: Fjórir þristar í röð frá heimamönnum og munurinn er orðinn eitt stig. Ágúst Orrason hefur átt þrjá af þristunum. 6:20 eftir.2. leikhluti | 24-29: Flott innkoma hjá Ágústi Orrasyni hann hefur sett niður tvær þriggja í röð. Stjarnan nær að svara að bragði og heldur heimamönnum fimm stigum frá sér. 7:09 eftir. Maður finnur að það er spenna í mannskapnum.2. leikhluti | 21-24: Heimamenn fyrri á blað og það var þriggja stiga karfa sem rataði heim og er munurinn þrjú stig eins og er. 8:32 eftir.2. leikhluti | 18-24: Annar fjórðungur er hafinn og Stjarnan átti fyrstu sókn sem geigaði. Njarðvíkingar fóru yfir og Marvin Vald. fékk sína þriðju villu. Það var ekki skotvilla en sóknin geigaði. 9:22 eftir.1. leikhluti | 18-24: Fyrsta leikhluta er lokið. Liðin skiptust á körfum á seinustu mínútunni en Njarðvíkingar áttu lokaskotið semgeigaði og Stjarnan heldur sex stigum í forskoti. Bonneau skoraði fyrstu fimm stig leiksins en var mjög rólegur það sem eftir lifði fjórðungs.1. leikhluti | 14-22: Liðin skiptast á körfum og gestirnir halda forskotinu þægilegu þegar 1:27 eru eftir.1. leikhluti | 12-20: Níu stiga sprettur hjá Stjörnunni núna og er þeim að takast betur á báðum enda vallarins. Átta stiga forskot fá þeir í staðinn. 2:00 eftir.1. leikhluti | 12-11: Bæði lið eru að spila ansi fast í vörninni en það er bara í takt við mikilvægi leiksins. Heimamenn leiða með einu stigi. 3:32 eftir.1. leikhluti | 10-9: Þá er komið að heimamönnum að skora fimm stig í röð en gestirnir voru fljóti að stoppa sprettinn en Njarðvík er með forskot upp á eitt stig. 5:09 eftir.1. leikhluti | 5-7: Stjörnumenn eru komnir yfir. Þeir hafa náð að skora fimm stig í röð. Marvin Vald og Bonneau eru báðir komnir með 2 villur og eru það vondar fréttir fyrir bæði lið. 7:28 eftir.1. leikhluti | 5-2: Bæði lið eru komin á blað og vel það. Stefan Bonneau er kominn með fimm stig og Shouse hefur sett niður eina körfu fyrir Stjörnuna. 8:26 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem fá fyrstu sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Liðin hafa verið kynnt til leiks og þá er ekkert að vanbúnaði heldur en að kasta tuðrunni í loftið. Körfubolti!Fyrir leik: Á meðan leikmenn leikmenn taka seinustu hringina í upphitunarröðunum þá fer plássið minnkandi í Ljónagryfjunni, eins og það á að vera. Ég vona að það verði alveg pakkað hér í kvöld og mikið fjör.Fyrir leik: Heimamenn hafa á að skipa besta leikmanni seinni hluta Dominos deildarinnar í honum Stefan Bonneau og einum reynslumesta leikmanni deildarinnar í Loga Gunnarssyni. Stjarnan er líka með mikla reynslubolta í sínum röðum sem hafa séð þetta allt saman áður og má þar nefna Justin Shouse og Marvin Valdimarsson. Þetta eru þeir leikmenn sem mun mæða mikið á í kvöld og þessu einvígi öllu.Fyrir leik: Liðin skiptu leikjunum á móti hvort öðru bróðurlega á milli sín í vetur. Njarðvík vann leikinn í Ljónagryfjunni 101-88 og í Ásgarði vann Stjarnan vann í Ásgarði 87-80 í hörkuleik.Fyrir leik: Liðin sem eigast við í kvöld lentu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þar sem Njarðvík var sæti ofar. Samkvæmt því ætti mesta spennan að vera í þessu einvígi en það er ekki hægt að fullyrða neitt þegar í úrslitakeppnina er komið í efstu deild í körfubolta. Við hinsvegar búumst við hörkuleik í Ljónagryfjunni í kvöld og því að hér verði allt lagt í sölurnar.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Ljónagryfjuna í Njarðvík þar sem Njarðvík tekur á móti Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Njarðvík101:88Stjarnan Dominos-deild karla Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Njarðvík náði forskoti í einvíginu á móti Stjörnunni, í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta, í hörkuleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Stjarnan réð ferðinni í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar áttu þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti varð síðan mikil barátta og réðust úrslitin ekki fyrr en í framlengingu en Stjarnan jafnaði leikinn um leið og klukkan rann út í venjulegum leiktíma. Heimamenn voru sterkari í framlengingunni og sigldu sigrinum í höfn. Lokatölur 88-82 fyrir Njarðvík og 1-0 fyrir Njarðvík Mikið jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins og var jafnt nánast á öllum tölum fyrstu sjö mínúturnar og var staðan 12-11 á þeim tímapunkti. Þá tóku Stjörnumenn heldur betur við sér og skoruðu níu stig sem heimamenn náðu ekki að svara á rúmelga einni og hálfri mínútu og voru komnir í átta stiga forskot þegar tvær mínútur lifðu af fyrsta leikhluta. Þeir náðu að halda heimamönnum frá sér og kláraðist fjórðungurinn 18-24 fyrir gestina. Njarðvíkingar tóku sig aðeins saman í andlitinu í upphafi annars leikhluta og skoruðu þeir fjórar þriggja stiga körfur í röð og náðu að minnka muninn í eitt stig þegar 6:20 voru eftir. Stjörnumenn náðu ávallt að skora á milli þriggja stig karfa heimamanna og náðu heimamenn því ekki forskotinu. Þá tóku gestirnir aftur við sér og skoruðu næstu átta stig leiksins og auka forskotið aftur. Aftur héldu þeir Njarðvíkingum frá sér og gengu þeir til búningsherbergja með sjö stig í forskot, 38-45. Ákafur varnarleikur var spilaður spilaður af báðum liðum á köflum en góðir kaflar voru fleiri og betri hjá gestunum og skilaði það forskotinu í hálfleik. Auk þess festust heimamenn örlítið fyrir utan þriggja stiga línuna en þeir reyndu 26 þriggja stiga skot og fóru einungis sex stykki ofan í. Stigahæstir voru Stefan Bonneau fyrir Njarðvík með 13 stig og Dagur Kár Jónsson með 13 stig einnig fyrir gestina. Heimamenn komu mikið grimmari til leiks í þriðja leikhluta og það var rúmlega ein og hálf mínúta liðin þegar leikurinn var orðinn jafn 45-45. Á bakvið þessa sveiflu var góður varnarleikur heimamanna en skipst var síðan á körfum næstu andartökin á eftir áður en Njarðvíkingar náðu að slíta sig sex stigum frá þegar um tvær mínútur voru eftir af þriðja fjórðung, 57-51. Hvorugt liðið náði að skora á seinustu mínútunum og staðan því eins þegar flautað var til leikhlés milli leikhluta. Það mátti alltaf búast við áhlaupi frá Garðbæingum í seinasta leikhlutanum og kom það um leið og leikurinn hófst aftur. Gestirnir skoruðu fyrstu sex stig fjórðungsins og náðu þannig að jafna leikinn og í gang fór langur kafli þar sem liðin skipust á að skora en heimamenn höfðu yfirhöndina allt að fjórum stigum. Staðan var 73-69 þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum og var margur Njarðvíkingurinn farinn að sjá sigur og forskot í einvíginu fyrir sér, annað kom þó á daginn því brotið var á Degi Kár Jónssyni í þriggja stiga skoti og fór kappinn línuna til að taka þrjú víta skot. Fyrstu tvö vítin fóru ofan í og seinasta skotinu klúðraði Dagur viljandi. Jón Orri Kristjánsson, Stjörnumaður, náði sóknarfrákastinu og lagði boltann ofan í um leið og flautan gall, karfan taldi og því varð að grípa til framlengingar. Í framlengingunni hélt barningurinn áfram og var jafnt á öllum tölum þar til um 1:40 var eftir og staðan 79-79. Heimamenn náðu þá að bæta við körfu og var síðan dæmd sóknarvilla á gestina. Heimamenn nýttu sér það ekki í það skiptið en í næstu sókn Stjörnumanna varði Snorri Hrafnkelsson skot gestanna og Logi Gunnarsson setti niður þriggja stiga skot sem var sem rýtingur í hjarta gestanna úr Garðabæ. Justin Shouse setti niður þriggja stiga skot og enn hörkuspenna á seinustu sekúndunum en heimamenn náðu að klára leikinn á vítalínunni og sigla sigrinum í heimahöfn. Þar með eru Njarðvíkingar komnir með 1-0 forystu í einvíginu en sé hægt að taka mið af þessum leik er það sem framundan er safarík viðureign tveggja liða sem ætla sér að selja sig dýrt. Stefan Bonneau var eins og svo oft áður stigahæsti maður vallarins en hann skoraði 30 stig í kvöld en hann fékk meiri hjálp frá félögum sínum en oft áður, það ber að nefna Mirko Stefán Virijevic sem skoraði 11 stig og reif niður 16 fráköst. Hjá Stjörnunni var Jeremy Atkins atkvæðamestur með 27 stig og 10 fráköst en Dagur Kár Jónsson og Justin Shouse skoruðu báðir 19 stig og áttu flottan leik. Næsti leikur liðanna verður á sunnudaginn næstkomandi í Ásgarði og hefjast leikar kl. 19:15. Friðrik Ingi Rúnarsson: Gott að hefja einvígið á sigri Þjálfari Njarðvíkinga var að vonum ánægður með að ná forskotinu í einvíginu og að hafa varið heimavöllinn í einvíginu á móti Stjörnunni í 8 liða úrslitum Dominos-deildarinnar. „Það var mjög mikilvægt og gott að byrja einvígið á sigri og erum við mjög ánægðir með það. Það varð talsverður viðsnúningur á leik liðsins í seinni hálfleik en við vorum ekki ánægðir með leik okkar í fyrri hálfleik og breyttum aðeins áherslum sem skiluðu því að við komumst fljótlega inn í leikinn og náðum yfirhöndinni. Það sem breyttist helst var að við mættum einbeittari til leiks og betur skipulagðari í seinni hálfleikinn.“ Friðrik sér fyrir sér að baráttan muni halda áfram í næsta leik og út einvígið: „Þetta er tvö mjög góð lið og það verður áfram þessi mikla barátta geri ég ráð fyrir og á mikið eftir að ganga á áður en yfir lýkur.“ Hrafn Kristjánsson: Brugðumst ekki nógu vel við grimmd heimamanna Hann var að vonum daufur í dálkinn þjálfari Stjörnunnar eftir tap í hörkuleik á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni. Hann var spurður hvað hans menn hefðu getað gert betur í leiknum. „Mér fannst við spila nánast fullkominn leik í fyrri hálfleik. Við vorum að gera það sem við ætluðum okkur að gera og svo var það fyrirséð að Njarðvíkingarnir myndu vera grimmari og taka fastar á okkur í þriðja leikhluta og við brugðumst ekki nógu vel við því. Við hættum að leyfa boltanum að fljóta og vildum gera hlutina dálítið sjálfir og vorum við dálítið lengi að vinna okkur út úr því en ég er mjög stoltur af liðinu að ná að rétta sig af.“ Hann var því næst spurður út í vítaskotið á lokasekúndum venjulegs leiktíma og hvort hann hafi átt hugmyndina eða hvort þetta hafi komið úr kolli Dags Kára. „Ég var búinn með mín leikkerfi og var að reyna að koma einhverjum skilaboðum til leikmanna minna að það ætti að brenna af vítinu en ég veit ekki hvort þeir hafi tekið eftir því eða hvort þeir hafi ákveðið það sjálfir. Ég sé það fyrir mér að mínir menn komi til baka og að við jöfnum þetta einvígi í Ásgarði.“[Bein lýsing]Framlenging | 88-82: Gestirnir klikka á sókn sinni og síðan er dæmd óíþróttmannsleg villa á Stjörnuna og Bonneau setur niður vítin. Þetta ætti að vera komið 5 sek. eftir.Framlenging | 86-82: Justin Shouse setti niður þrist og Marvin Valdimarsson lýkur leik með því að brjóta á Bonneau. 19 sek. eftir og Bonneau setur niður bæði vítin.Framlenging | 84-79: Heimamenn verja skot og Logi Gunnarsson rekur rýting í Stjörnumenn með þriggja stiga körfu og það er tekið leikhlé þegar 32 sek. eru eftir. fÞetta er samt ekki búið enn.Framlenging | 81-79: Heimamenn skora og síðan er dæmd sóknarvilla á Stjörnumenn og það verður allt vitlaust í stúkunni. Heimemegin af kæti og Stjörnumegin af bræði. 1:08 eftir.Framlenging | 79-79: Sjtörnumenn unnu boltann og jafna leikinn þegar 1:40 er eftir.Framlenging | 79-75: Stjörnumenn orðnir kaldir. Stefan Bonneau setti niður körfu, Stjarnan geigaði á skoti en unnu síðan boltann aftur. Dagur Kár er enn á vellinum. 2:27 eftir.Framlenging | 77-75: Logi Gunnars. klikkaði á einu vítanna sinna en heimamenn náðu boltanum aftur og geystust í sókn sem geigaði. 3:32 eftir.Framlenging | 76-75: Stjarnan náði að minnka muninn með tveimur vítum en Njarðvíkingar komust einnig á línuna í næstu sókn. Einhver reikistefna er við ritaraborðið þannig að það er tekið leikhlé þegar 4:12 eru eftir. Einhver óvissa með fjölda villa á Degi Kár Stjörnumanni.Framlenging | 76-73: Framlengingin er byrjuð og heimamenn eru fyrri á blað. Bonneau skorar og fær villu að auki. Vítið fer rétta leið. 4:37 eftir.4. leikhluti | 73-73: Leiknum er lokið og þetta er ótrúlegt. Dagur Kár átti þrjú víti setti tvö niður en klúðraði seinasta vítinu viljanid Jón Orri náði frákasti og setti niður lay up þegar tíminn rann út. Karfan stendur og það er framlenging. Þvílík læti.4. leikhluti | 73-69: Jú jú, brotið á Bonneau og hann fer á línuna bæði vítin fara niður og brotið er síðan á Sjtörnumanni í þriggja stiga skoti. 3 sek.4. leikhluti | 71-69: Leikhlé tekið þegar 9 sek eru eftir. Stjarnan átti skot en boltinn festist í hringnum og heimamenn eiga boltann. Það verður líklega brotið á heimamönnum.4. leikhluti | 71-69: Risastórt sóknarfrákast hjá Hirti Einarss. Logi Gunnarsson klikkaði á skoti en Hjörtur reif niður frákastið og fékk villu, fór á línuna en klikkaði á öðru vítinu. 22 sek. eftir.4. leikhluti | 70-69: Stjörnumenn komust á línuna og klikkuðu á einu víti og minnkuðu muninn. 46 sek. eftir.4. leikhluti | 70-68: Stjörnumenn unnu boltann eftir leikhléið, klikkuðu á skoti en héldu boltanum og tekið var leikhlé þegar 54 sek. eru eftir.4. leikhluti | 70-68: Heimamenn svara með góðum kafla ná sókknarfrákasti eftir misnotað víti og þristur ratar heim og leikhlé er síðan tekið þegar 1:23 eru eftir.4. leikhluti | 66-68: Stjarnan jafnar með þrist og stelur síðan boltanum og eru komnir yfir. Góður kafli hjá þeim. 2 mín eftir.4. leikhluti | 66-63: Bæði liðin komist á vítalínuna undanfarið og bæði lið nýta vítin sín. Njarðvíkingar eru með þrjú stig í forskot þegar 2:39 eru eftir.4. leikhluti | 62-61: Skipst á körfum og forskotið er ekki nema eitt stig heimaönnum í vil. 3:24 eftir.4. leikhluti | 60-59: Loksins komast heimamenn á blað og það var þristur sem rataði heim. Skot varin síðan hjá báðum liðum. Harka í þessu. Gestirnir fá dæmda á sig sóknarvillu. 5 mín. eftir.4. leikhluti | 57-59: Átta stig í röð frá Stjörnunni og þeir eru komnir yfir. Dómararnir hafa leyft ýmislegt undanfarin andartök en það er samt á báða bóga. 6:11 eftir.4. leikhluti | 57-57: Stjarnan er búin að jafna. Sex stig í röð og 7:19 eftir.4. leikhluti | 57-55: Gestirnir eiga fyrstu fjögur stigin. Eins og ég sagði þá bjóst ég við áhlaupi og það gæti verið hafið. 8:13 eftir.4. leikhluti | 57-53: Seinasti leikhlutinn er hafinn. Gestirnir eru fyrri á blaðið fræga. 9:31 eftir.3. leikhluti | 57-51: Þriðja leikhluta er lokið. Njarðvíkingar áttu leikhlutann og unnu hann með 13 stigum. Hvorugt lið náði að setja stig á seinustu tveimur mínútum fjórðungsins. Þetta er samt sem áður hörkuleikur. Ég býst við áhlaupi úr Garðabænum.3. leikhluti | 57-51: Í úrslitakeppninni er rándýrt að klúðra vítum en það er nákvæmlega það sem heimamenn voru að gera. 1 mín. eftir.3. leikhluti | 57-51: Njarðvíkingar bæta tveim stigum í forskotið. Bæði lið hafa misst boltann eftir sóknarvillur í þriðja leikhluta. 2:08 eftir3. leikhluti | 55-51: Heimamenn ná fjórum stigum í forskot og er það mesta forskot þeirra síðan á fyrstu mínútu leiksins. Þeir eru að ná að þvinga gestina í erfið skot. Justin Shouse fiska ruðning á Mirko sem var á fullri ferð, hann mun finna fyrir því á morgun. 3:08 eftir.3. leikhluti | 51-49: Aftur skipst á körfum. Menn hafa verið að tapa boltanum klaufalega í kvöld en það á við bæði lið. Segir kannski til um spennuna. 5:34 eftir.3. leikhluti | 49-47: Liðin skiptast á körfum. Njarðvíkingar eru að spila ákafari vörn núna og það er að skila sér. Heimamenn komast yfir og leikhlé er tekið þegar 6:56 eru eftir.3. leikhluti | 45-45: Njarðvíkingar hafa jafnað! Sjö stig í röð og áhorfendur taka heldur betur við sér. 8:21 eftir.3. leikhluti | 40-45: Seinni hálfleikur er byrjaður og heimamenn eiga fyrstu körfuna eftir ansi vel spilaða sókn. 9:25 eftir.2. leikhluti | 38-45: Lokaskotið fór ekki rétta leið og því kaflaskiptum hálfleik lokið. Bæði lið hafa átt góða spretti en gestirnir úr Garðabænum hafa átt þá fleiri og betri og halda því sjö stiga forskoti þegar gengið er til búningsklefa.2. leikhluti | 38-45: Heimamenn misstu boltann og því er tekið leikhlé þegar fjórar sekúndur eru eftir og nú á Stjarnan lokaskot hálfleiksins.2. leikhluti | 38-45: Leikhlé þegar fjórar sekúndur eru til hálfleiks. Heimamenn ráða ráðum sínum fyrir lokaskotið.2. leikhluti | 36-45: Sex stig í röð núna frá gestunum og munurinn aftur orðinn níu stig. 39 sek. eftir.2. leikhluti | 36-41: Njarðvíkingar náðu að minnka muninn í þrjú stig en Shouse komst á vítalínuna og náði að auka muninn í fimm stig aftur. 1:27 eftir.2. leikhluti | 34-39: Nú eru það bæði lið sem hafa kólnað. Heimamenn ná samt að skora tvær körfur og minnka muninn. 2 mín eftir.2. leikhluti | 30-39: Leikhlé heimamanna þegar 4:04 eru eftir. Tvær sóknir í röð klúðruðu heimamenn botlanum.2. leikhluti | 30-39: Átta stig í röð frá gestunum og munurinn níu stig. Heimamenn mega ekki kólna svona mikið milli góðu kaflanna sinna. Stjarnan er búin að vera stöðugri það sem af er leik. 4:18 eftir.2. leikhluti | 30-36: Stjarnan nær að svara góðum kafla frá heimamönnum með því að skora næstu fimm stig og munurinn er orðinn sex stig á ný. 5:10 eftir.2. leikhluti | 30-31: Fjórir þristar í röð frá heimamönnum og munurinn er orðinn eitt stig. Ágúst Orrason hefur átt þrjá af þristunum. 6:20 eftir.2. leikhluti | 24-29: Flott innkoma hjá Ágústi Orrasyni hann hefur sett niður tvær þriggja í röð. Stjarnan nær að svara að bragði og heldur heimamönnum fimm stigum frá sér. 7:09 eftir. Maður finnur að það er spenna í mannskapnum.2. leikhluti | 21-24: Heimamenn fyrri á blað og það var þriggja stiga karfa sem rataði heim og er munurinn þrjú stig eins og er. 8:32 eftir.2. leikhluti | 18-24: Annar fjórðungur er hafinn og Stjarnan átti fyrstu sókn sem geigaði. Njarðvíkingar fóru yfir og Marvin Vald. fékk sína þriðju villu. Það var ekki skotvilla en sóknin geigaði. 9:22 eftir.1. leikhluti | 18-24: Fyrsta leikhluta er lokið. Liðin skiptust á körfum á seinustu mínútunni en Njarðvíkingar áttu lokaskotið semgeigaði og Stjarnan heldur sex stigum í forskoti. Bonneau skoraði fyrstu fimm stig leiksins en var mjög rólegur það sem eftir lifði fjórðungs.1. leikhluti | 14-22: Liðin skiptast á körfum og gestirnir halda forskotinu þægilegu þegar 1:27 eru eftir.1. leikhluti | 12-20: Níu stiga sprettur hjá Stjörnunni núna og er þeim að takast betur á báðum enda vallarins. Átta stiga forskot fá þeir í staðinn. 2:00 eftir.1. leikhluti | 12-11: Bæði lið eru að spila ansi fast í vörninni en það er bara í takt við mikilvægi leiksins. Heimamenn leiða með einu stigi. 3:32 eftir.1. leikhluti | 10-9: Þá er komið að heimamönnum að skora fimm stig í röð en gestirnir voru fljóti að stoppa sprettinn en Njarðvík er með forskot upp á eitt stig. 5:09 eftir.1. leikhluti | 5-7: Stjörnumenn eru komnir yfir. Þeir hafa náð að skora fimm stig í röð. Marvin Vald og Bonneau eru báðir komnir með 2 villur og eru það vondar fréttir fyrir bæði lið. 7:28 eftir.1. leikhluti | 5-2: Bæði lið eru komin á blað og vel það. Stefan Bonneau er kominn með fimm stig og Shouse hefur sett niður eina körfu fyrir Stjörnuna. 8:26 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem fá fyrstu sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Liðin hafa verið kynnt til leiks og þá er ekkert að vanbúnaði heldur en að kasta tuðrunni í loftið. Körfubolti!Fyrir leik: Á meðan leikmenn leikmenn taka seinustu hringina í upphitunarröðunum þá fer plássið minnkandi í Ljónagryfjunni, eins og það á að vera. Ég vona að það verði alveg pakkað hér í kvöld og mikið fjör.Fyrir leik: Heimamenn hafa á að skipa besta leikmanni seinni hluta Dominos deildarinnar í honum Stefan Bonneau og einum reynslumesta leikmanni deildarinnar í Loga Gunnarssyni. Stjarnan er líka með mikla reynslubolta í sínum röðum sem hafa séð þetta allt saman áður og má þar nefna Justin Shouse og Marvin Valdimarsson. Þetta eru þeir leikmenn sem mun mæða mikið á í kvöld og þessu einvígi öllu.Fyrir leik: Liðin skiptu leikjunum á móti hvort öðru bróðurlega á milli sín í vetur. Njarðvík vann leikinn í Ljónagryfjunni 101-88 og í Ásgarði vann Stjarnan vann í Ásgarði 87-80 í hörkuleik.Fyrir leik: Liðin sem eigast við í kvöld lentu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þar sem Njarðvík var sæti ofar. Samkvæmt því ætti mesta spennan að vera í þessu einvígi en það er ekki hægt að fullyrða neitt þegar í úrslitakeppnina er komið í efstu deild í körfubolta. Við hinsvegar búumst við hörkuleik í Ljónagryfjunni í kvöld og því að hér verði allt lagt í sölurnar.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Ljónagryfjuna í Njarðvík þar sem Njarðvík tekur á móti Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Njarðvík101:88Stjarnan
Dominos-deild karla Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira