Fær 2,24 milljarða fyrir að hætta hjá Sauber Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2015 13:18 Giedo van der Garde er sár og svekktur en 2.240 milljónum króna ríkari. Formúlu 1 ökumaðurinn Giedo van der Garde og Sauber liðið hafa náð samkomulagi um starfslok ökumannsins, en það var ekki ókeypis fyrir liðið. Það greiðir honum 16 milljónir dollara fyrir að hætta, eða 2,24 milljarða króna. Sauber liðið hafði áður ákveðið að þeir tveir ökumenn sem ækju fyrir liðið á nýhöfnu keppnistímabili yrðu Marcus Ericsson og Felipe Nasr. Hinsvegar var Giedo van der Garde með samning undir höndum frá Sauber liðinu um að hann yrði ökumaður þeirra á þessu keppnistímabili, en Sauber vildi ekki virða hann. Því fór Giedo í mál við Sauber fyrir svissneskum dómstólum, en það er heimaland Sauber liðsins, og vann það. Í stað þess að Sauber setti Giedo í ökumannssæti annars bíls síns var ákveðið að semja um bætur fyrir sætismissinn. Eftir að hafa eytt síðustu 4 árum sem reynsluökumaður fyrir Spyker, Force India, Caterham og Sauber og einu ári sem keppnisökumaður fyrir Caterham hefur Giedo viðurkennt að ferli hans sem Formúlu 1 ökumaður sé líklega lokið. Hann getur þó huggað sig við peninginn, sem myndi duga flestum til æviloka. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Giedo van der Garde og Sauber liðið hafa náð samkomulagi um starfslok ökumannsins, en það var ekki ókeypis fyrir liðið. Það greiðir honum 16 milljónir dollara fyrir að hætta, eða 2,24 milljarða króna. Sauber liðið hafði áður ákveðið að þeir tveir ökumenn sem ækju fyrir liðið á nýhöfnu keppnistímabili yrðu Marcus Ericsson og Felipe Nasr. Hinsvegar var Giedo van der Garde með samning undir höndum frá Sauber liðinu um að hann yrði ökumaður þeirra á þessu keppnistímabili, en Sauber vildi ekki virða hann. Því fór Giedo í mál við Sauber fyrir svissneskum dómstólum, en það er heimaland Sauber liðsins, og vann það. Í stað þess að Sauber setti Giedo í ökumannssæti annars bíls síns var ákveðið að semja um bætur fyrir sætismissinn. Eftir að hafa eytt síðustu 4 árum sem reynsluökumaður fyrir Spyker, Force India, Caterham og Sauber og einu ári sem keppnisökumaður fyrir Caterham hefur Giedo viðurkennt að ferli hans sem Formúlu 1 ökumaður sé líklega lokið. Hann getur þó huggað sig við peninginn, sem myndi duga flestum til æviloka.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira