NBA: Golden State miklu betra í uppgjöri toppliðanna | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2015 07:30 Andre Iguodala eftir eina körfu sína fyrir Golden State Warriors í nótt. Vísir/Getty Golden State Warriors vann örugglega í nótt í leik liðanna með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta, Cleveland Cavaliers vann fjórtánda heimaleikinn í röð, Dwyane Wade fór á kostum í fjórða leikhlutanum í sigri Miami Heat og Russell Westbrook er áfram illviðráðanlegur fyrir mótherja Oklahoma City Thunder.Harrison Barnes skoraði 25 stig fyrir Golden State Warriors í 114-95 heimasigri á Atlanta Hawks en þarna fóru liðin með besta árangurinn í Vesturdeildinni annarsvegar og Austurdeildinni hinsvegar. Andre Iguodala var með 21 stig fyrir Golden State og Stephen Curry bætti við 16 stigum og 12 stoðsendingum. Golden State Warriors er því áfram með besta árangurinn í deildinni eða 54 sigra í 67 leikjum. Þetta var tíundi heimasigur liðsins í röð.J.R. Smith og Timofey Mozgov skoruðu báðir 17 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 117-92 sigur á Brooklyn Nets. LeBron James skoraði sextán stig í þessum fjórtánda heimasigri Cleveland-liðsins í röð. Kevin Love kom aftur inn í liðið eftir tveggja leikja fjarveru og var með 10 stig og 11 fráköst.Dwyane Wade skoraði 15 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann Portland Trail Blazers 108-104. Miami var ellefu stigum undir í byrjun seinni hálfleiks en Wade og félagar snéru þessu við í seinni hálfleiknum. Luol Deng var með 24 stig og hundrað prósent þriggja stiga skotnýtingu (4 af 4) og Goran Dragic var með 20 stig og 11 stoðsendingar. LaMarcus Aldridge skoraði 34 stig og tók 12 fráköst fyrir Portland.Russell Westbrook var með 36 stig, 10 stoðsendingar, 5 fráköst og 5 stolna bolta þegar Oklahoma City Thunder endaði fimm leikja sigurgöngu Boston Celtics með 122-118 sigri. Enes Kanter skoraði 22 stig og tók 10 fráköst fyrir Thunder og Anthony Morrow skoraði 20 stig. Marcus Smart skoraði mest fyrir Boston eða 25 stig en þeir Kelly Olynyk og Brandon Bass voru báðir með 20 stig.Danny Green var með 20 stig og Tim Duncan skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 114-103 útisigur á Milwaukee Bucks. Þetta var áttundi sigur Spurs í tíu leikjum en þessi kom kvöldið eftir vandræðalegt tap á móti New York Knicks.Nýliðinn Nikola Mirotic var með 20 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Chicago Bulls vann 103-86 sigur á Indiana Pacers. Mike Dunleavy skoraði 21 stig fyrir Bulls og Pau Gasol var með 19 stig og 12 fráköst.Dirk Nowitzki var með 25 stig þegar Dallas Mavericks vann Orlando Magic 107-102 en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. Elfrid Payton var með þrennu fyrir Orlando, skoraði 15 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar en þetta var sjötta tap Orlando-liðsins í röð.Chris Paul var með 30 stig og 11 stoðsendingar í 116-105 sigri Los Angeles Clippers á Sacramento Kings. J.J. Redick skoraði sjö þrista og alls 27 stig fyrir Clippers-liðið sem skoraði sautján þriggja stiga körfur í leiknum. Blake Griffin var með 19 stig og 10 fráköst og Hedo Turkoglu skoraði 19 stig.Þrenna Reggie Jackson, 11 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar, dugði ekki liði Detroit Pistons sem tapaði 94-83 á móti Philadelphia 76ers. Jason Richardson var stigahæstur hjá 76ers í aðeins öðrum sigri liðsins í síðustu tíu leikjum.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 117-92 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons 94-83 Miami Heat - Portland Trail Blazers 108-104 Toronto Raptors - Minnesota Timberwolves 105-100 Chicago Bulls - Indiana Pacers 103-86 Milwaukee Bucks - San Antonio Spurs 103-114 Oklahoma City Thunder - Boston Celtics 122-118 Dallas Mavericks - Orlando Magic 107-102 Sacramento Kings - Los Angeles Clippers 105-116 Golden State Warriors - Atlanta Hawks 114-95 Utah Jazz - Washington Wizards 84-88Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Golden State Warriors vann örugglega í nótt í leik liðanna með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta, Cleveland Cavaliers vann fjórtánda heimaleikinn í röð, Dwyane Wade fór á kostum í fjórða leikhlutanum í sigri Miami Heat og Russell Westbrook er áfram illviðráðanlegur fyrir mótherja Oklahoma City Thunder.Harrison Barnes skoraði 25 stig fyrir Golden State Warriors í 114-95 heimasigri á Atlanta Hawks en þarna fóru liðin með besta árangurinn í Vesturdeildinni annarsvegar og Austurdeildinni hinsvegar. Andre Iguodala var með 21 stig fyrir Golden State og Stephen Curry bætti við 16 stigum og 12 stoðsendingum. Golden State Warriors er því áfram með besta árangurinn í deildinni eða 54 sigra í 67 leikjum. Þetta var tíundi heimasigur liðsins í röð.J.R. Smith og Timofey Mozgov skoruðu báðir 17 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 117-92 sigur á Brooklyn Nets. LeBron James skoraði sextán stig í þessum fjórtánda heimasigri Cleveland-liðsins í röð. Kevin Love kom aftur inn í liðið eftir tveggja leikja fjarveru og var með 10 stig og 11 fráköst.Dwyane Wade skoraði 15 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann Portland Trail Blazers 108-104. Miami var ellefu stigum undir í byrjun seinni hálfleiks en Wade og félagar snéru þessu við í seinni hálfleiknum. Luol Deng var með 24 stig og hundrað prósent þriggja stiga skotnýtingu (4 af 4) og Goran Dragic var með 20 stig og 11 stoðsendingar. LaMarcus Aldridge skoraði 34 stig og tók 12 fráköst fyrir Portland.Russell Westbrook var með 36 stig, 10 stoðsendingar, 5 fráköst og 5 stolna bolta þegar Oklahoma City Thunder endaði fimm leikja sigurgöngu Boston Celtics með 122-118 sigri. Enes Kanter skoraði 22 stig og tók 10 fráköst fyrir Thunder og Anthony Morrow skoraði 20 stig. Marcus Smart skoraði mest fyrir Boston eða 25 stig en þeir Kelly Olynyk og Brandon Bass voru báðir með 20 stig.Danny Green var með 20 stig og Tim Duncan skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 114-103 útisigur á Milwaukee Bucks. Þetta var áttundi sigur Spurs í tíu leikjum en þessi kom kvöldið eftir vandræðalegt tap á móti New York Knicks.Nýliðinn Nikola Mirotic var með 20 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Chicago Bulls vann 103-86 sigur á Indiana Pacers. Mike Dunleavy skoraði 21 stig fyrir Bulls og Pau Gasol var með 19 stig og 12 fráköst.Dirk Nowitzki var með 25 stig þegar Dallas Mavericks vann Orlando Magic 107-102 en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. Elfrid Payton var með þrennu fyrir Orlando, skoraði 15 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar en þetta var sjötta tap Orlando-liðsins í röð.Chris Paul var með 30 stig og 11 stoðsendingar í 116-105 sigri Los Angeles Clippers á Sacramento Kings. J.J. Redick skoraði sjö þrista og alls 27 stig fyrir Clippers-liðið sem skoraði sautján þriggja stiga körfur í leiknum. Blake Griffin var með 19 stig og 10 fráköst og Hedo Turkoglu skoraði 19 stig.Þrenna Reggie Jackson, 11 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar, dugði ekki liði Detroit Pistons sem tapaði 94-83 á móti Philadelphia 76ers. Jason Richardson var stigahæstur hjá 76ers í aðeins öðrum sigri liðsins í síðustu tíu leikjum.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 117-92 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons 94-83 Miami Heat - Portland Trail Blazers 108-104 Toronto Raptors - Minnesota Timberwolves 105-100 Chicago Bulls - Indiana Pacers 103-86 Milwaukee Bucks - San Antonio Spurs 103-114 Oklahoma City Thunder - Boston Celtics 122-118 Dallas Mavericks - Orlando Magic 107-102 Sacramento Kings - Los Angeles Clippers 105-116 Golden State Warriors - Atlanta Hawks 114-95 Utah Jazz - Washington Wizards 84-88Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira