Innlent

„Yfirgangur ESB er ógeðslegur“

Jakob Bjarnar skrifar
Vigdísi er ekki skemmt en svo virðist sem ESB gefi lítið fyrir uppsagnarbréf Gunnars Braga Sveinssonar.
Vigdísi er ekki skemmt en svo virðist sem ESB gefi lítið fyrir uppsagnarbréf Gunnars Braga Sveinssonar.
Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi formaður Heimsýnar, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, var ekki kát þegar hún las fréttir í morgun. „Yfirgangur ESB er ógeðslegur - á hátíðarstund er sagt að einfalt sé fyrir ríki að ganga úr Evrópusambandinu,“ skrifar Vigdís á Facebook nú rétt í þessu.

Talsmaður stækkunardeildar Evrópusambandsins hefur ítrekað að Íslendingar hafi ekki dregið aðildarumsókn að sambandinu til baka með bréfi utanríkisráðherra í síðustu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofunnar segir að svo virðist sem ráðherrann vilji bæði eiga kökuna og borða hana.

Vigdís er langt í frá ánægð með þetta en hún lýsti því yfir í Kastljósi fyrir skömmu að hún vilji skrúfa fyrir viðræður við ESB með öllum ráðum. Henni virðist ekki ætla að verða að ósk sinni – ESB gefur lítið fyrir  frægt uppsagnarbréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og það fellur ekki í kramið hjá Vigdísi:

„Yfirgangur ESB er ógeðslegur - á hátíðarstund er sagt að einfalt sé fyrir ríki að ganga úr Evrópusambandinu. Þessu hef ég alltaf hafnað - ESB viðurkennir ekki einu sinni að ríki hætti sem umsóknarríki - þrátt fyrir að stjórnvöld hafa marg tilkynnt þeim að viðræðunum sé slitið og umsóknin löngu sigld í strand ESB ber enga virðingu fyrir fullveldi og ákvörðunarrétti þjóðríkja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×