Vilja umbylta landbúnaðarstefnu Samfylkingarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 08:14 Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. Vísir Ungir jafnaðarmenn ætla að berjast gegn „íhaldssömum jafnaðarmönnum“ á landsfundi Samfylkingar sem hefst á morgun, 20. mars á Hótel Sögu. Í yfirlýsingu sem Ungir jafnaðarmenn hafa sent frá sér segja þeir að ekki verði veittur neinn afsláttur af baráttumálum þeirra á landsfundinum. Þeir vilja umbylta landbúnaðarstefnu flokksins og hafna olíuvinnslu og biðjast afsökunar á ferlinu tengdri henni. Þá vilja þeir einnig aðskilnað ríkis og kirkju og færa kosningaaldur niður í 16 ár. Yfirlýsingu Ungra jafnaðarmanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ungir jafnaðarmenn munu ekki veita neinn afslátt af baráttumálum sínum á komandi landsfundi Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir að flokkurinn verði að aðlaga sig nútímanum og boðar harða baráttu Ungra jafnaðarmanna gegn þeim sem hún kallar “íhaldssama jafnaðarmenn”.Fyrir landsfundi liggja tvær umdeildar tillögur frá Ungum jafnaðarmönnum, önnur í olíumálum og hin í landbúnaðarmálum. Í landbúnaðarmálum leggja þeir til að allt kerfið verði endurskoðað með það að markmiði að auka nýliðun í greininni og stuðla að nýsköpun, samkeppni og sjálfbærni.„Ungir jafnaðarmenn vilja nútímalega og skynsama stefnu í landbúnaði. Við reyndum að leggja fram ansi róttæka tillögu í þeim efnum kosningaárið 2013 en forysta flokksins stöðvaði framgang hennar. Nýja tillagan er sambærileg og mun væntanlega hrista rækilega upp í fundinum,“ segir Eva Indriðadóttir formaður Ungra jafnaðarmanna.Olíutillagan felur í sér að Samfylkingin hafni olíuvinnslu við Íslandsstrendur. Tillagan er róttæk og líkleg til að vekja heitar umræður. Sérstakur olíuhópur Samfylkingarinnar hefur unnið að stefnumótun flokksins í olíumálum síðastliðið ár. Hann hefur staðið fyrir málefnastarfi og meðal annars haldið fjölsóttan og ítarlegan fund um málið. Þrátt fyrir það er ekki neinnar efnislegrar tillögu að vænta frá hópnum.„Olíuhópurinn hefur haft heilt ár og tillaga hans til þessa landsfundar verður að fresta stefnumótun í þessu máli um tvö ár í viðbót. Það er með öllu óásættanlegt og skoðun okkar er sú að það er löngu kominn tími til þess að flokkurinn taki afstöðu í þessu mikilvæga máli og biðjist afsökunar á hlut sínum í því,“ segir Eva.Þriðja áherslumál Ungra jafnaðarmanna á landsfundi varðar jafnrétti trúfélaga. Tillaga um aðskilnað ríkis og kirkju liggur fyrir lýðræðis-, jafnréttis- og stjórnfestunefnd flokksins.„Jafnaðarmannaflokkur er það bara að nafninu til ef hann styður forréttindastöðu eins trúfélags á kostnað allra hina. Ungir jafnaðarmenn krefjast fulls jafnréttis trúfélaga á Íslandi og munu berjast af hörku gegn íhaldssömum jafnaðarmönnum um það mál,“ segir Eva.„Fyrir sömu nefnd liggur tillaga um lækkun almenns kosningaaldurs í 16 ár. Markmiðið með lækkun kosningaaldurs er að auka stjórnmálaþátttöku ungs fólks. Við í Ungum jafnaðarmönnum höfum fulla trú á því að þessi tillaga nái fram að ganga, enda eru 16 ára einstaklingar fullfærir um að hugsa og mynda sér sínar eigin stjórnmálaskoðanir,“ segir Eva. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn ætla að berjast gegn „íhaldssömum jafnaðarmönnum“ á landsfundi Samfylkingar sem hefst á morgun, 20. mars á Hótel Sögu. Í yfirlýsingu sem Ungir jafnaðarmenn hafa sent frá sér segja þeir að ekki verði veittur neinn afsláttur af baráttumálum þeirra á landsfundinum. Þeir vilja umbylta landbúnaðarstefnu flokksins og hafna olíuvinnslu og biðjast afsökunar á ferlinu tengdri henni. Þá vilja þeir einnig aðskilnað ríkis og kirkju og færa kosningaaldur niður í 16 ár. Yfirlýsingu Ungra jafnaðarmanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ungir jafnaðarmenn munu ekki veita neinn afslátt af baráttumálum sínum á komandi landsfundi Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir að flokkurinn verði að aðlaga sig nútímanum og boðar harða baráttu Ungra jafnaðarmanna gegn þeim sem hún kallar “íhaldssama jafnaðarmenn”.Fyrir landsfundi liggja tvær umdeildar tillögur frá Ungum jafnaðarmönnum, önnur í olíumálum og hin í landbúnaðarmálum. Í landbúnaðarmálum leggja þeir til að allt kerfið verði endurskoðað með það að markmiði að auka nýliðun í greininni og stuðla að nýsköpun, samkeppni og sjálfbærni.„Ungir jafnaðarmenn vilja nútímalega og skynsama stefnu í landbúnaði. Við reyndum að leggja fram ansi róttæka tillögu í þeim efnum kosningaárið 2013 en forysta flokksins stöðvaði framgang hennar. Nýja tillagan er sambærileg og mun væntanlega hrista rækilega upp í fundinum,“ segir Eva Indriðadóttir formaður Ungra jafnaðarmanna.Olíutillagan felur í sér að Samfylkingin hafni olíuvinnslu við Íslandsstrendur. Tillagan er róttæk og líkleg til að vekja heitar umræður. Sérstakur olíuhópur Samfylkingarinnar hefur unnið að stefnumótun flokksins í olíumálum síðastliðið ár. Hann hefur staðið fyrir málefnastarfi og meðal annars haldið fjölsóttan og ítarlegan fund um málið. Þrátt fyrir það er ekki neinnar efnislegrar tillögu að vænta frá hópnum.„Olíuhópurinn hefur haft heilt ár og tillaga hans til þessa landsfundar verður að fresta stefnumótun í þessu máli um tvö ár í viðbót. Það er með öllu óásættanlegt og skoðun okkar er sú að það er löngu kominn tími til þess að flokkurinn taki afstöðu í þessu mikilvæga máli og biðjist afsökunar á hlut sínum í því,“ segir Eva.Þriðja áherslumál Ungra jafnaðarmanna á landsfundi varðar jafnrétti trúfélaga. Tillaga um aðskilnað ríkis og kirkju liggur fyrir lýðræðis-, jafnréttis- og stjórnfestunefnd flokksins.„Jafnaðarmannaflokkur er það bara að nafninu til ef hann styður forréttindastöðu eins trúfélags á kostnað allra hina. Ungir jafnaðarmenn krefjast fulls jafnréttis trúfélaga á Íslandi og munu berjast af hörku gegn íhaldssömum jafnaðarmönnum um það mál,“ segir Eva.„Fyrir sömu nefnd liggur tillaga um lækkun almenns kosningaaldurs í 16 ár. Markmiðið með lækkun kosningaaldurs er að auka stjórnmálaþátttöku ungs fólks. Við í Ungum jafnaðarmönnum höfum fulla trú á því að þessi tillaga nái fram að ganga, enda eru 16 ára einstaklingar fullfærir um að hugsa og mynda sér sínar eigin stjórnmálaskoðanir,“ segir Eva.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira