Uppsveitamenn fara utan að skoða vindmyllur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. mars 2015 08:00 Búrfell Landsvirkjun hefur þegar sett upp vindmyllur ofan Búrfellsvirkjunar og er með fleiri myllur á öðrum stöðum á teikniborðinu. Fréttablaðið/Valli Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, segir nauðsynlegt að vinna að sameiginlegri stefnu sveitarfélaga vegna vaxandi áhuga á orkuvinnslu úr vindafli. „Í nágrannalöndum Íslands hefur verið að byggjast upp töluverð reynsla í þessum málaflokki og hefur vindmyllum, bæði stökum og vindmyllugörðum, fjölgað mikið á undanförnum árum. Fyrsta skref í vinnu við stefnumörkun gæti því verið að kynna sér hvernig staðið er að þessum málum í löndum sem eru „sambærileg“ Íslandi,“ skrifar Pétur til sveitarfélaganna sex á Suðurlandi sem hafa hann sem sameiginlegan skipulagsfulltrúa. Að sögn Péturs er nú, í gegnum Skipulagsstofnun, verið að kanna möguleika á heimsóknum fulltrúa sveitarfélaganna til Noregs eða Skotlands, eða jafnvel til beggja landanna. „Í kjölfar ferðarinnar yrði sett í gang vinna við stefnumörkun um vindmyllur á svæðinu,“ segir í bréfi Péturs þar sem hann rekur að á undanförnum mánuðum hafi komið upp tvö mál sem tengjast mögulegri vinnslu vindorku. Fyrra málið varði vindmyllur sem Landsvirkjun hafi sett upp vestan við Bjarnalón ofan Búrfellsvirkjunar og hið síðara snerti beiðni um uppsetningu tveggja stórra vindmylla í landi Vorsabæjar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi hafnað beiðninni í Vorsabæ þar sem stefnumörkun um myllur af þeirri stærðargráðu lægi ekki fyrir. „Þegar þetta lá fyrir leituðu umsækjendur til nágrannasveitarfélags og hafa tvær vindmyllur nú verið reistar í Þykkvabæ,“ bendir Pétur á. Til viðbótar sé Landsvirkjun að marka stefnu um frekari uppbyggingu vindmylla í Búrfellslundi norðan Búrfells. Óskað hafi verið eftir að setja upp stóra vindmyllu í landi Bergsstaða í Bláskógabyggð. „Þá hafa borist nokkrar óformlegar fyrirspurnir um möguleikann á uppbyggingu á öðrum svæðum, til dæmis í Flóahreppi, án þess að formleg erindi hafi verið send inn,“ segir skipulagsfulltrúinn. Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira
Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, segir nauðsynlegt að vinna að sameiginlegri stefnu sveitarfélaga vegna vaxandi áhuga á orkuvinnslu úr vindafli. „Í nágrannalöndum Íslands hefur verið að byggjast upp töluverð reynsla í þessum málaflokki og hefur vindmyllum, bæði stökum og vindmyllugörðum, fjölgað mikið á undanförnum árum. Fyrsta skref í vinnu við stefnumörkun gæti því verið að kynna sér hvernig staðið er að þessum málum í löndum sem eru „sambærileg“ Íslandi,“ skrifar Pétur til sveitarfélaganna sex á Suðurlandi sem hafa hann sem sameiginlegan skipulagsfulltrúa. Að sögn Péturs er nú, í gegnum Skipulagsstofnun, verið að kanna möguleika á heimsóknum fulltrúa sveitarfélaganna til Noregs eða Skotlands, eða jafnvel til beggja landanna. „Í kjölfar ferðarinnar yrði sett í gang vinna við stefnumörkun um vindmyllur á svæðinu,“ segir í bréfi Péturs þar sem hann rekur að á undanförnum mánuðum hafi komið upp tvö mál sem tengjast mögulegri vinnslu vindorku. Fyrra málið varði vindmyllur sem Landsvirkjun hafi sett upp vestan við Bjarnalón ofan Búrfellsvirkjunar og hið síðara snerti beiðni um uppsetningu tveggja stórra vindmylla í landi Vorsabæjar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi hafnað beiðninni í Vorsabæ þar sem stefnumörkun um myllur af þeirri stærðargráðu lægi ekki fyrir. „Þegar þetta lá fyrir leituðu umsækjendur til nágrannasveitarfélags og hafa tvær vindmyllur nú verið reistar í Þykkvabæ,“ bendir Pétur á. Til viðbótar sé Landsvirkjun að marka stefnu um frekari uppbyggingu vindmylla í Búrfellslundi norðan Búrfells. Óskað hafi verið eftir að setja upp stóra vindmyllu í landi Bergsstaða í Bláskógabyggð. „Þá hafa borist nokkrar óformlegar fyrirspurnir um möguleikann á uppbyggingu á öðrum svæðum, til dæmis í Flóahreppi, án þess að formleg erindi hafi verið send inn,“ segir skipulagsfulltrúinn.
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira