Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. mars 2015 08:30 Elmar og Birnir áttu ekki von á því að sigra á hátíðinni. vísir/vilhelm „Þetta kom okkur mjög á óvart,“ segja Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson en stuttmynd þeirra, Heimanám, bar sigur úr býtum á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí sem fram fór um helgina. Myndin sigraði í flokki fyrstu mynda á hátíðinni Courts des Îles en yfir tvö þúsund myndir tóku þátt í forvali fyrir hátíðina. Mynd Birnis og Elmars náði í gegnum niðurskurðarferlið og endaði á því að verða hlutskörpust. Ein kvikmyndin sem laut í lægra haldi fyrir þeim hafði áður verið sýnd á Cannes og verið tilnefnd til BAFTA New Talents-verðlauna. „Aðstandendur hátíðarinnar báðu okkur um að senda út stutta þakkarræðu sem við gerðum,“ segir Birnir. „Hún var öll á voða bjagaðri ensku og hálfgert grín af okkar hálfu því við áttum engan veginn von á þessu.“ „Við sóttum um að vera í skapandi sumarstörfum hjá Kópavogsbæ,“ segir Elmar en hann var nokkuð nálægt því að skila umsókninni of seint. Það slapp þó fyrir horn og myndina unnu þeir í sumar. Líkt og áður segir heitir myndin Heimanám og fjallar um dreng sem hefur í hyggju að vinna heima. Það plan fer þó út í veður og vind sökum þess hve ótrúlega frjótt ímyndunarafl hann hefur. Elmar leikur aðalhlutverkið og Kristín Ólafsdóttir leikur lítið hlutverk. Myndataka, handritsgerð og leikstjórn var í höndum Birnis en klippinguna unnu þeir saman.Birnir við gerð myndarinnar.mynd/birnir jón sigurðsson„Við gerðum þetta tveir saman með eina myndavél og Volkswagen Golf,“ segir Elmar og Birnir bætir við að í myndinni sé atriði þar sem Elmar sé í sjávarháska. „Þá stóð ég yfir honum með myndavélina í annarri og garðkönnu í hinni.“ Myndin var að stærstum hluta tekin upp á þremur dögum heima hjá aukaleikkonunni Kristínu. Í kjölfarið fór af stað vinna við að koma hljóði myndarinnar í toppstand. „Hljóðið hefur stundum verið ákveðinn Akkilesarhæll íslenskra kvikmynda svo við lögðum talsverða vinnu í að taka það upp eftir á,“ segir Elmar. „Það er rétt,“ svarar Birnir. „Meðan myndin var tekin upp var HM í fótbolta í gangi og faðir Kristínar var að fylgjast með í næsta herbergi. Hljóðið af setti var algerlega ónothæft.“ Aðspurðir um framhaldið segjast þeir ekki vera vissir um hvað taki við. Upplýsingarnar frá hátíðinni hafi allar verið á frönsku en í því hafi meðal annars verið minnst á Cannes. „Við höldum að við séum komnir inn í forvalið þar en það skýrist betur síðar,“ segja þeir að lokum. Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
„Þetta kom okkur mjög á óvart,“ segja Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson en stuttmynd þeirra, Heimanám, bar sigur úr býtum á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí sem fram fór um helgina. Myndin sigraði í flokki fyrstu mynda á hátíðinni Courts des Îles en yfir tvö þúsund myndir tóku þátt í forvali fyrir hátíðina. Mynd Birnis og Elmars náði í gegnum niðurskurðarferlið og endaði á því að verða hlutskörpust. Ein kvikmyndin sem laut í lægra haldi fyrir þeim hafði áður verið sýnd á Cannes og verið tilnefnd til BAFTA New Talents-verðlauna. „Aðstandendur hátíðarinnar báðu okkur um að senda út stutta þakkarræðu sem við gerðum,“ segir Birnir. „Hún var öll á voða bjagaðri ensku og hálfgert grín af okkar hálfu því við áttum engan veginn von á þessu.“ „Við sóttum um að vera í skapandi sumarstörfum hjá Kópavogsbæ,“ segir Elmar en hann var nokkuð nálægt því að skila umsókninni of seint. Það slapp þó fyrir horn og myndina unnu þeir í sumar. Líkt og áður segir heitir myndin Heimanám og fjallar um dreng sem hefur í hyggju að vinna heima. Það plan fer þó út í veður og vind sökum þess hve ótrúlega frjótt ímyndunarafl hann hefur. Elmar leikur aðalhlutverkið og Kristín Ólafsdóttir leikur lítið hlutverk. Myndataka, handritsgerð og leikstjórn var í höndum Birnis en klippinguna unnu þeir saman.Birnir við gerð myndarinnar.mynd/birnir jón sigurðsson„Við gerðum þetta tveir saman með eina myndavél og Volkswagen Golf,“ segir Elmar og Birnir bætir við að í myndinni sé atriði þar sem Elmar sé í sjávarháska. „Þá stóð ég yfir honum með myndavélina í annarri og garðkönnu í hinni.“ Myndin var að stærstum hluta tekin upp á þremur dögum heima hjá aukaleikkonunni Kristínu. Í kjölfarið fór af stað vinna við að koma hljóði myndarinnar í toppstand. „Hljóðið hefur stundum verið ákveðinn Akkilesarhæll íslenskra kvikmynda svo við lögðum talsverða vinnu í að taka það upp eftir á,“ segir Elmar. „Það er rétt,“ svarar Birnir. „Meðan myndin var tekin upp var HM í fótbolta í gangi og faðir Kristínar var að fylgjast með í næsta herbergi. Hljóðið af setti var algerlega ónothæft.“ Aðspurðir um framhaldið segjast þeir ekki vera vissir um hvað taki við. Upplýsingarnar frá hátíðinni hafi allar verið á frönsku en í því hafi meðal annars verið minnst á Cannes. „Við höldum að við séum komnir inn í forvalið þar en það skýrist betur síðar,“ segja þeir að lokum.
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp