Handbolti

Halldór Harri tekur við Stjörnunni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Halldór Harri Kristjánsson hefur þjálfað Hauka undanfarin ár.
Halldór Harri Kristjánsson hefur þjálfað Hauka undanfarin ár. vísir/vilhelm
Halldór Harri Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta, tekur við Stjörnunni í sumar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Stjörnunnar, en Halldór Harri er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Garðabæjarliðið.

Halldór Harri þekkir vel til í Garðabænum, en hann þjálfaði yngri flokka hjá félaginu og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla 2007-2009 áður en hann hélt til Noregs.

Hann tekur við starfinu af Ragnari Hermannssyni sem þakkað eru góð störf í þágu félagsins. Hann klárar tímabilið með liðið sem á oddaleik fyrir höndum gegn Val í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×