Bíó og sjónvarp

Þegar friðsæll bær fyllist af þungarokkurum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Margar af stærstu þungarokksveitum heims hafa komið fram á Eistnaflugi.
Margar af stærstu þungarokksveitum heims hafa komið fram á Eistnaflugi.
Bannað að vera fáviti (No Idiots Allowed) er önnur tveggja opnunarmynda hátíðarinnar Reykjavík Shorts & Docs í ár. Hún fjallar um það þegar hinn annars rólegi bær Neskaupstaður fyllist af þungarokkurum einu sinni á ári til að mæta á Eistnaflug, hina hreinræktuðu þungarokkshátíð.

„Myndin var aðallega tekin upp á síðasta sumri þegar Eistnaflug fagnaði tíu ára afmæli og þar er sýnishorn af þeirri tónlist sem þar var flutt ásamt viðtölum við flytjendur. En líka er farið yfir sögu hátíðarinnar frá byrjun með viðtölum við heimamenn, gesti og tónlistarfólk,“ segir Hallur Örn Árnason leikstjóri.

Hann segir margar af stærstu þungarokkssveitum heims hafa spilað á Eistnaflugi gegnum tíðina þrátt fyrir að hátíðin sé lítil á alþjóðavísu.

Bannað að vera fáviti verður sýnd klukkan 20 í Bíó Paradís í kvöld og tekur sýningin 55 mínútur. Á eftir ætlar Hallur Örn leikstjóri að svara spurningum gesta.

Hin opnunarmyndin er pólska heimildamyndin Jurek. Hún fjallar um fjallgöngumanninn Jerzy Kukuczka og gefur innsýn í pólska fjallgöngumannasamfélagið á 9.áratugnum. Leikstjóri myndarinnar, Pawel Wysoczanski, ræðir vð gesti að lokinni sýningu í kvöld sem hefst klukkan 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.