Handbolti

Haukar með FH-sópinn á lofti í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka.
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Vísir/Daníel
Haukar og Valur geta í kvöld orðið fyrstu liðin sem tryggja sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta en þá fer fram leikur tvö í einvígjum liðanna í átta liða úrslitunum.

Haukar unnu 32-29 sigur á FH í Kaplakrika í leik eitt á þriðjudagskvöldið og geta því sópað nágrönnum sínum út úr úrslitakeppninni með sigri í Schenker-höllinni á Ásvöllum í kvöld en aðeins þarf að vinna tvo leiki í átta liða úrslitunum.

Liðin mættust einnig í undanúrslitunum í fyrra og þá unnu Haukarnir þrjá síðustu leikina eftir að FH komst í 2-0.

Valur vann 22-16 sigur á Fram í leik eitt og deildarmeistararnir geta sent Framara í sumarfrí með sigri á heimavelli Framara í Safamýrinni.

Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.30 í kvöld en vinni FH eða Fram þá tryggja þau sér oddaleik sem fer fram á sunnudaginn kemur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×