Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. apríl 2015 07:00 Hjá ríkissáttasemjara í gær. Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndar ríkisins, rýnir í tölurnar í rauðu möppunni, og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari (lengst til hægri) undirbýr fundinn. Fréttablaðið/Pjetur „Ég held að samninganefnd ríkisins þurfi að sækja meira umboð í sitt bakland,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Hann segir enn bera mikið í milli í deilunni og samningafundur sem fram fór hjá ríkissáttasemjara í gær hafi verið tíðindalítill. Fundurinn stóð frá hálf tvö til fjögur. „Í raun og veru hefur ekkert breyst í því að það vantar bara meira inn í þetta,“ segir Páll og kveður samninganefnd ríkisins halda sig við að bjóða ekki annað en 3,5 prósenta hækkun launa. „Og það bara dugar ekki.“ Samninganefndir BHM og ríkisins segir Páll hins vegar ætla að hittast aftur á morgun, föstudag, klukkan tíu árdegis. „Og mér finnst bara gott á meðan menn tala saman, því að öðru vísi gerist örugglega ekki neitt.“Páll Halldórsson, formaður BHM, í miðið á samningafundi í Karphúsinu við Borgartún í gærdag.Fréttablaðið/PjeturAð meðtöldum þeim fimm aðildarfélögum BHM sem hófu ótímabundið verkfall í byrjun vikunnar leggja í dag rúmlega þrjú þúsund félagsmenn samtakanna niður störf í allsherjarverkfalli. „Um mismunandi aðgerðir er að ræða allt frá því að vera verkfall part úr degi yfir í ótímabundin allsherjarverkföll,“ segir á vef BHM. Efnt hefur verið til samstöðufundar BHM-félaganna á Lækjartorgi klukkan eitt. Til stendur að afhenda ráðamönnum áskorun og halda svo til fundar í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún. Krafa samtakanna er að menntun sé metin til launa, en ekki hefur verið upplýst nákvæmlega hverjar kröfurnar eru. Flestir þeir sem hófu verkfall á þriðjudaginn starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum, en í hópnum eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og náttúrufræðingar. Þá eru líka í verkfalli lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Horfur eru á töluverðum átökum öðrum á vinnumarkaði, auk deilu BHM og ríkisins. Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins undirbúa verkfallsaðgerðir sem gætu brostið á undir lok mánaðarins. Þar eru félagsmenn 10 til 12 þúsund talsins. Þá hafa rafiðnaðarmenn hjá RÚV boðað verkfall og stefnir í aðgerðir hjá undirverktökum sem starfa hjá Fjarðaáli, alls um 400 manns, með þessum 50 sem hjá RÚV starfa. Séu allir þessir hópar teknir saman eru líkur á að allt að 15 þúsund manns standi í verkfallsaðgerðum á næstu vikum. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Ég held að samninganefnd ríkisins þurfi að sækja meira umboð í sitt bakland,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Hann segir enn bera mikið í milli í deilunni og samningafundur sem fram fór hjá ríkissáttasemjara í gær hafi verið tíðindalítill. Fundurinn stóð frá hálf tvö til fjögur. „Í raun og veru hefur ekkert breyst í því að það vantar bara meira inn í þetta,“ segir Páll og kveður samninganefnd ríkisins halda sig við að bjóða ekki annað en 3,5 prósenta hækkun launa. „Og það bara dugar ekki.“ Samninganefndir BHM og ríkisins segir Páll hins vegar ætla að hittast aftur á morgun, föstudag, klukkan tíu árdegis. „Og mér finnst bara gott á meðan menn tala saman, því að öðru vísi gerist örugglega ekki neitt.“Páll Halldórsson, formaður BHM, í miðið á samningafundi í Karphúsinu við Borgartún í gærdag.Fréttablaðið/PjeturAð meðtöldum þeim fimm aðildarfélögum BHM sem hófu ótímabundið verkfall í byrjun vikunnar leggja í dag rúmlega þrjú þúsund félagsmenn samtakanna niður störf í allsherjarverkfalli. „Um mismunandi aðgerðir er að ræða allt frá því að vera verkfall part úr degi yfir í ótímabundin allsherjarverkföll,“ segir á vef BHM. Efnt hefur verið til samstöðufundar BHM-félaganna á Lækjartorgi klukkan eitt. Til stendur að afhenda ráðamönnum áskorun og halda svo til fundar í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún. Krafa samtakanna er að menntun sé metin til launa, en ekki hefur verið upplýst nákvæmlega hverjar kröfurnar eru. Flestir þeir sem hófu verkfall á þriðjudaginn starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum, en í hópnum eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og náttúrufræðingar. Þá eru líka í verkfalli lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Horfur eru á töluverðum átökum öðrum á vinnumarkaði, auk deilu BHM og ríkisins. Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins undirbúa verkfallsaðgerðir sem gætu brostið á undir lok mánaðarins. Þar eru félagsmenn 10 til 12 þúsund talsins. Þá hafa rafiðnaðarmenn hjá RÚV boðað verkfall og stefnir í aðgerðir hjá undirverktökum sem starfa hjá Fjarðaáli, alls um 400 manns, með þessum 50 sem hjá RÚV starfa. Séu allir þessir hópar teknir saman eru líkur á að allt að 15 þúsund manns standi í verkfallsaðgerðum á næstu vikum.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira