Faglegar ráðningar skólastjóra Skúli Helgason og Líf Magneudóttir skrifar 9. apríl 2015 07:00 Skólastjórar eru faglegir leiðtogar skólastarfs samhliða því að stýra daglegum rekstri og fara með yfirstjórn skólastofnana. Það er því mikilvægt að fagleg sjónarmið með áherslu á skýrar hæfniskröfur stýri ráðningum skólastjóra leikskóla og grunnskóla. Þess vegna lagði meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar fram tillögu á dögunum um að ráðningar þeirra verði í framtíðinni á hendi stjórnanda fagskrifstofu en ekki pólitískt kjörinna fulltrúa eins og verið hefur. Með tillögunni, sem samþykkt var í ráðinu 1. apríl, er undirstrikað að skólastjórar í leik- og grunnskólum í Reykjavík skuli ætíð ráðnir á faglegum forsendum og að hlutverk kjörinna fulltrúa sé að móta leikreglur og hafa eftirlit með framkvæmdinni. Þá voru einnig samþykkt viðmið um verklag við ráðningaferli þeirra. Tillagan er í samræmi við ábendingar úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar frá 2013. Þar var gagnrýnt að ósamræmi væri í ráðningamálum hjá borginni sem auki hættu á að pólitísk sjónarmið fremur en fagleg ráði för við ráðningu starfsmanna. Ákvörðun skóla- og frístundaráðs frá 1. apríl dregur úr þessu misræmi því ráðningar skólastjóra hafa verið undantekning frá þeirri meginreglu að fagsvið borgarinnar sjái um ráðningu helstu stjórnenda undirstofnana. Ákvörðunin er einnig í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög sem gerir ráð fyrir því að sveitarstjórn ráði æðstu embættismenn sem síðan ráði aðra starfsmenn sveitarfélagsins, þar með talið skólastjóra. Nýlega var aukin aðkoma skóla-/ og foreldraráða að ráðningarferli skólastjórnenda þannig að foreldrar koma að mótun hæfnisskilyrða áður en gengið er frá auglýsingu um störf leik- og grunnskólastjóra. Meirihlutinn er opinn fyrir frekari aðkomu foreldra að ferlinu en leggur áherslu á að ráðning skólastjóra byggist ávallt á vel skilgreindum hæfniskröfum, menntun og starfsreynslu og vönduðu ráðningarferli þar sem áhersla er lögð á samanburðarmat fagmanna á hæfi umsækjenda. Það er mikilvægt að borgaryfirvöld bregðist við þeirri gagnrýni úttektarnefndarinnar að of mikill tími fagráða borgarinnar hafi farið í einstök framkvæmdamál á kostnað stefnumótunar og eftirlits sem er meginhlutverk ráðanna. Ákvörðun meirihluta skóla- og frístundaráðs gerir það og er í samræmi við þá stefnu hans að styðja við faglegt starf í leik- og grunnskólum borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Skólastjórar eru faglegir leiðtogar skólastarfs samhliða því að stýra daglegum rekstri og fara með yfirstjórn skólastofnana. Það er því mikilvægt að fagleg sjónarmið með áherslu á skýrar hæfniskröfur stýri ráðningum skólastjóra leikskóla og grunnskóla. Þess vegna lagði meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar fram tillögu á dögunum um að ráðningar þeirra verði í framtíðinni á hendi stjórnanda fagskrifstofu en ekki pólitískt kjörinna fulltrúa eins og verið hefur. Með tillögunni, sem samþykkt var í ráðinu 1. apríl, er undirstrikað að skólastjórar í leik- og grunnskólum í Reykjavík skuli ætíð ráðnir á faglegum forsendum og að hlutverk kjörinna fulltrúa sé að móta leikreglur og hafa eftirlit með framkvæmdinni. Þá voru einnig samþykkt viðmið um verklag við ráðningaferli þeirra. Tillagan er í samræmi við ábendingar úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar frá 2013. Þar var gagnrýnt að ósamræmi væri í ráðningamálum hjá borginni sem auki hættu á að pólitísk sjónarmið fremur en fagleg ráði för við ráðningu starfsmanna. Ákvörðun skóla- og frístundaráðs frá 1. apríl dregur úr þessu misræmi því ráðningar skólastjóra hafa verið undantekning frá þeirri meginreglu að fagsvið borgarinnar sjái um ráðningu helstu stjórnenda undirstofnana. Ákvörðunin er einnig í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög sem gerir ráð fyrir því að sveitarstjórn ráði æðstu embættismenn sem síðan ráði aðra starfsmenn sveitarfélagsins, þar með talið skólastjóra. Nýlega var aukin aðkoma skóla-/ og foreldraráða að ráðningarferli skólastjórnenda þannig að foreldrar koma að mótun hæfnisskilyrða áður en gengið er frá auglýsingu um störf leik- og grunnskólastjóra. Meirihlutinn er opinn fyrir frekari aðkomu foreldra að ferlinu en leggur áherslu á að ráðning skólastjóra byggist ávallt á vel skilgreindum hæfniskröfum, menntun og starfsreynslu og vönduðu ráðningarferli þar sem áhersla er lögð á samanburðarmat fagmanna á hæfi umsækjenda. Það er mikilvægt að borgaryfirvöld bregðist við þeirri gagnrýni úttektarnefndarinnar að of mikill tími fagráða borgarinnar hafi farið í einstök framkvæmdamál á kostnað stefnumótunar og eftirlits sem er meginhlutverk ráðanna. Ákvörðun meirihluta skóla- og frístundaráðs gerir það og er í samræmi við þá stefnu hans að styðja við faglegt starf í leik- og grunnskólum borgarinnar.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar