Við getum öll lent í því að fara út af sporinu Magnús Guðmundsson skrifar 19. desember 2015 09:00 Nína Dögg Filippusdóttir leikkona. Visir/Ernir Þrátt fyrir dimma og skamma daga í aðdraganda jólanna eru dagarnir langir hjá Nínu Dögg Filippusdóttur leikkonu. Fram undan er frumsýning í Þjóðleikhúsinu á annan dag jóla á hinu víðfræga verki Sporvagninn Girnd, eftir Tennessee Williams, í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Þar tekst Nína Dögg á við eina þekktustu kvenpersónu leikbókmenntanna, hina viðkvæmu og brothættu Blanche DuBois, sem má muna sinn fífil fegurri. Nína Dögg gefur sér engu að síður stundarkorn til þess að tylla sér niður og það kemur skemmtilega á óvart þegar hún segir að það sé ekkert erfitt að leika þessa Blanche, þessa sundurtættu sál. „Nei, nefnilega ekki. Mér þykir svo vænt um hana og hún á sér svo margar birtingarmyndir. Það er Blanche í okkur öllum, bæði konum og körlum. Hún segir sögu svo margra. Þetta er svo ótrúlega vel skrifuð persóna og gott verk, enda er búið að setja þetta upp úti um allan heim aftur og ítrekað og það er enn þannig. Svona verk rata stöðugt á fjalirnar vegna þess að þau hreyfa við fólki.“ Í Sporvagninum Girnd segir frá Blanche sem þarf að leita ásjár hjá Stellu systur sinni og Stanley eiginmanni hennar eftir að hafa beðið skipbrot í lífinu. Verkið er hlaðið sammannlegum innri sem ytri átökum og hefur heillað áhorfendur um allan heim allt frá því það kom fyrst á fjalirnar árið 1947.Það sem heillar mig við þetta verk er að allar hindranirnar sem verða á vegi okkar í lífinu eru í þessu verki, segir Nína Dögg. Visir/ErnirÞað ætlar sér enginn þangað „Það sem heillar mig er að allar þær hindranir sem verða á vegi okkar í lífinu eru þarna. Þessar persónur hlusta ekki hver á aðra, Blanche reynir statt og stöðugt að segja þeim sannleikann, en það hlustar enginn. Stanley hlustar ekki á Stellu, Stella reynir að breiða yfir Blanche og þannig sökkva þau í sífellu dýpra. Í þessari konu get ég pikkað upp alla vini mína, alla sem mér þykir vænt um og sjálfa mig líka, með einum eða öðrum hætti, því hún er svo sammannleg. Þetta er kona á fertugsaldri sem hefur upplifað ýmislegt eins og við gerum öll, annað væri það nú. Það er eitthvað í henni sem hefur ýtt henni á þennan stað þar sem hún er af því að það fer enginn áfallalaust í gegnum lífið.“ Drykkja, pillur og ofbeldi er því miður á meðal þess sem margir þekkja af eigin raun í veruleika persónanna í Sporvagninum Girnd. Nína segir að þetta sé dapurlegur veruleiki en veruleiki engu að síður. „Þú lendir á einhverjum stað í lífinu. Þú lendir í sorg. Þú lendir í áfalli. Og leiðin þín til þess að takast á við það er að þú byrjar að deyfa þig og svo nærðu einhvern veginn ekki tökum á því og svo þarftu að breiða yfir. Breiða yfir sannleikann og sársaukann. Breiða yfir það sem meiðir þig mest. Hvaða meðal er best til þess? Það ætlar sér enginn að fara þangað. Það ætlar sér enginn þessa leið í lífinu. Það ætlar sér enginn að verða fyllibytta eða róni eða fíkill og öll getum við misst tökin á lífi okkar.“Visir/ErnirÚt af sporinu Nína Dögg staldrar við og hugurinn reikar annað en til sviðsins og út fyrir kaffispjallið. Þessi orð taka á. „Fyrir mína parta á þetta ótrúlega mikið erindi í dag. Það er svo mikill hraði. Það gefur sér enginn tími til þess að hlusta á neinn. Við þurfum bara aðeins að stoppa og horfast í augu. Tala saman. Það er svo auðvelt að missa tökin ef maður er ekki vakandi fyrir því að passa miðjuna og sjálfið. Það eru auðvitað fleiri og fleiri tæki í dag sem við höfum en á þeim tíma sem þetta verk var skrifað, en í dag geturðu fengið áfallahjálp og farið til sálfræðings. Það er ekkert tabú lengur. Maður segir bara: Ertu ekki með þerapista? Æ, leiðinlegt fyrir þig. Þú ert að missa af svo miklu. Því í dag er alveg jafn sjálfsagt að rækta sálina og að rækta kroppinn. En auðvitað getum við öll lent í því að grípa í vitlaust haldreipi og fara út af sporinu, þá getur verið erfitt að finna leiðina til baka.“ Nína Dögg segir að auðvitað sé líka fullt af hennar lífi þarna í þessu verki. Í þessari brotnu manneskju. „Hver hefur ekki sagt hvíta lygi? Hver hefur ekki reynt að fegra veruleikann með smá hvítri lygi? Hver hefur ekki reynt að deyfa sig af því að honum líður illa? Hver hefur ekki tekið feilspor undir áhrifum áfengis? Og það eru stærstu mistök sem þú getur gert. Þetta er ég og þetta er hún og þetta ert þú.Visir/ErnirSársaukinn í mínu lífi Blanche missir ástina sína og fer út af sporinu. Drekkur í laumi og reynir ýmislegt. Síðan hættir hún að drekka í laumi og fer að drekka fyrir allra augum. Skref fyrir skref. Ef maður vinnur ekki í sér þá leiðir alkóhólisminn til geðveiki eða dauða. Valið er þitt. En oft skemmist fólk á leiðinni og þá verður erfitt að velja. Maður hefur séð svona og það er alveg í minni fjölskyldu. Ég hef þurft að horfa á náinn einstakling fara ótrúlega illa með líf sitt og það er hrikalegur sársauki sem fylgir því – ekki aðeins fyrir viðkomandi manneskju heldur alla í kringum hana. Alla ástvini. Allir búnir að reyna að gera allt en fíknin ræður. Það eru svo margir í þessari baráttu. Það eru svo margir að takast á við þetta og ég held að við komumst aldrei að hinu eina sanna um fíknina. Núna þegar ég er að takast á við þessa konu, þetta hlutverk, þá er ég óneitanlega að upplifa þennan sársauka sem hefur orðið á vegi mínum í lífinu. Af því að ég sé hana í þeim sem stendur mér nærri. Hún stoppar ekki. Hún er föst á sporinu en langar að stoppa. Hún er með alls konar tæki til að reyna og er að skjóta upp fullt af blysum á leiðinni en breiðir um leið yfir allt."Visir/ErnirHeimar sem skarastÞað er dálítið erfitt að átta sig á því hvort Nína Dögg er að tala um Blanche eða raunverulega manneskju sem stendur henni nærri en það breytir kannski ekki öllu. Nína Dögg leggur líf og sál í það sem hún gerir í leikhúsinu og því skarast þessir heimar. Lífið fylgir henni inn í leikhúsið og leikhúsið fylgir henni út í lífið. „Hún er alltaf með mér. Ég fór í ræktina áðan og hún mætti með mér þangað. Það var eitthvert lag sem ég var að hlusta á og þá hugsaði ég bara: Guð minn góður, þetta er hún. Svo fórum við til Amsterdam, vinkonurnar, svona fertugs ferð, og hún var sko með, maður. Partí!“ segir Nína Dögg sem hlær að Blanche og sjálfri sér. „Svo var aðeins verið að fá sér í þessari ferð og hún lét það sko ekki fram hjá sér fara. Ég tók Blanche-dansinn fyrir stelpurnar á hótelherberginu og allan pakkann. Þannig að ég get ekki neitað því að hún tekur alveg yfir á köflum. En ég er bara svo vel gift að það bjargar mér.“Visir/ErnirSjonni bróðir Nína Dögg er gift leikaranum, leikstjóranum, handritshöfundinum og framleiðandanum Gísla Erni Garðarssyni svo það er mikið listalíf á heimilinu. „Við eigum saman tvö börn. Rakel Maríu níu ára og Garðar Sigur fjögurra ára, en hann heitir Sigur í höfuðið á bróður mínum, Sjonna Brink heitnum.“ Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink varð bráðkvaddur á heimili sínu aðeins þrjátíu og sex ára gamall árið 2011. Sigurjón var einstaklega vinsæll og vinmargur maður en ásamt Nínu Dögg og Gísla Erni tók hann þátt í stofnun Vesturports. „Ég sé nú ótrúlega mikið af honum Sigurjóni í stráknum mínum. Húmorinn, blíðlyndið og hlýjuna. Hann elskar alla tónlist og maður sér hvernig tónlistin fer inn í kroppinn á honum svo hann iðar af ánægju. Það er líka svo gaman að horfa á börnin hans Sigurjóns. Aron var í The Voice og er búinn að syngja á tónleikum og dóttir hans fimmtán ára syngur alveg eins og engill líka. Svo eru það guttarnir tveir. Öll alveg dásamleg. En svo er Árni bróðir líka í listum, hann er tökumaður, þannig að við erum öll í þessu. Þetta er greinilega svona sterkur strengur og mikil þörf í okkur. Sigurjón var líka með alveg einstaka lund. Ég man að þegar hann var að sækja um vinnu og svona, þá sagði hann: „Ég fer bara inn og svo segi ég bara þið verðið að fá mig í vinnu. Þið viljið ekki missa af því.“ Og fólk horfði bara á hann og sagði já. Efaðist ekki eitt andartak og enginn sá eftir því. Hann var engum líkur. En það er dáldið erfiður tími núna eins og er alltaf um jólin en hann er alltaf með okkur. Gleðin, hlýjan og tónlistin. Þetta er erfitt og ég á engin fleiri orð um það. Stundum er ekkert meira að segja.“ Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þrátt fyrir dimma og skamma daga í aðdraganda jólanna eru dagarnir langir hjá Nínu Dögg Filippusdóttur leikkonu. Fram undan er frumsýning í Þjóðleikhúsinu á annan dag jóla á hinu víðfræga verki Sporvagninn Girnd, eftir Tennessee Williams, í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Þar tekst Nína Dögg á við eina þekktustu kvenpersónu leikbókmenntanna, hina viðkvæmu og brothættu Blanche DuBois, sem má muna sinn fífil fegurri. Nína Dögg gefur sér engu að síður stundarkorn til þess að tylla sér niður og það kemur skemmtilega á óvart þegar hún segir að það sé ekkert erfitt að leika þessa Blanche, þessa sundurtættu sál. „Nei, nefnilega ekki. Mér þykir svo vænt um hana og hún á sér svo margar birtingarmyndir. Það er Blanche í okkur öllum, bæði konum og körlum. Hún segir sögu svo margra. Þetta er svo ótrúlega vel skrifuð persóna og gott verk, enda er búið að setja þetta upp úti um allan heim aftur og ítrekað og það er enn þannig. Svona verk rata stöðugt á fjalirnar vegna þess að þau hreyfa við fólki.“ Í Sporvagninum Girnd segir frá Blanche sem þarf að leita ásjár hjá Stellu systur sinni og Stanley eiginmanni hennar eftir að hafa beðið skipbrot í lífinu. Verkið er hlaðið sammannlegum innri sem ytri átökum og hefur heillað áhorfendur um allan heim allt frá því það kom fyrst á fjalirnar árið 1947.Það sem heillar mig við þetta verk er að allar hindranirnar sem verða á vegi okkar í lífinu eru í þessu verki, segir Nína Dögg. Visir/ErnirÞað ætlar sér enginn þangað „Það sem heillar mig er að allar þær hindranir sem verða á vegi okkar í lífinu eru þarna. Þessar persónur hlusta ekki hver á aðra, Blanche reynir statt og stöðugt að segja þeim sannleikann, en það hlustar enginn. Stanley hlustar ekki á Stellu, Stella reynir að breiða yfir Blanche og þannig sökkva þau í sífellu dýpra. Í þessari konu get ég pikkað upp alla vini mína, alla sem mér þykir vænt um og sjálfa mig líka, með einum eða öðrum hætti, því hún er svo sammannleg. Þetta er kona á fertugsaldri sem hefur upplifað ýmislegt eins og við gerum öll, annað væri það nú. Það er eitthvað í henni sem hefur ýtt henni á þennan stað þar sem hún er af því að það fer enginn áfallalaust í gegnum lífið.“ Drykkja, pillur og ofbeldi er því miður á meðal þess sem margir þekkja af eigin raun í veruleika persónanna í Sporvagninum Girnd. Nína segir að þetta sé dapurlegur veruleiki en veruleiki engu að síður. „Þú lendir á einhverjum stað í lífinu. Þú lendir í sorg. Þú lendir í áfalli. Og leiðin þín til þess að takast á við það er að þú byrjar að deyfa þig og svo nærðu einhvern veginn ekki tökum á því og svo þarftu að breiða yfir. Breiða yfir sannleikann og sársaukann. Breiða yfir það sem meiðir þig mest. Hvaða meðal er best til þess? Það ætlar sér enginn að fara þangað. Það ætlar sér enginn þessa leið í lífinu. Það ætlar sér enginn að verða fyllibytta eða róni eða fíkill og öll getum við misst tökin á lífi okkar.“Visir/ErnirÚt af sporinu Nína Dögg staldrar við og hugurinn reikar annað en til sviðsins og út fyrir kaffispjallið. Þessi orð taka á. „Fyrir mína parta á þetta ótrúlega mikið erindi í dag. Það er svo mikill hraði. Það gefur sér enginn tími til þess að hlusta á neinn. Við þurfum bara aðeins að stoppa og horfast í augu. Tala saman. Það er svo auðvelt að missa tökin ef maður er ekki vakandi fyrir því að passa miðjuna og sjálfið. Það eru auðvitað fleiri og fleiri tæki í dag sem við höfum en á þeim tíma sem þetta verk var skrifað, en í dag geturðu fengið áfallahjálp og farið til sálfræðings. Það er ekkert tabú lengur. Maður segir bara: Ertu ekki með þerapista? Æ, leiðinlegt fyrir þig. Þú ert að missa af svo miklu. Því í dag er alveg jafn sjálfsagt að rækta sálina og að rækta kroppinn. En auðvitað getum við öll lent í því að grípa í vitlaust haldreipi og fara út af sporinu, þá getur verið erfitt að finna leiðina til baka.“ Nína Dögg segir að auðvitað sé líka fullt af hennar lífi þarna í þessu verki. Í þessari brotnu manneskju. „Hver hefur ekki sagt hvíta lygi? Hver hefur ekki reynt að fegra veruleikann með smá hvítri lygi? Hver hefur ekki reynt að deyfa sig af því að honum líður illa? Hver hefur ekki tekið feilspor undir áhrifum áfengis? Og það eru stærstu mistök sem þú getur gert. Þetta er ég og þetta er hún og þetta ert þú.Visir/ErnirSársaukinn í mínu lífi Blanche missir ástina sína og fer út af sporinu. Drekkur í laumi og reynir ýmislegt. Síðan hættir hún að drekka í laumi og fer að drekka fyrir allra augum. Skref fyrir skref. Ef maður vinnur ekki í sér þá leiðir alkóhólisminn til geðveiki eða dauða. Valið er þitt. En oft skemmist fólk á leiðinni og þá verður erfitt að velja. Maður hefur séð svona og það er alveg í minni fjölskyldu. Ég hef þurft að horfa á náinn einstakling fara ótrúlega illa með líf sitt og það er hrikalegur sársauki sem fylgir því – ekki aðeins fyrir viðkomandi manneskju heldur alla í kringum hana. Alla ástvini. Allir búnir að reyna að gera allt en fíknin ræður. Það eru svo margir í þessari baráttu. Það eru svo margir að takast á við þetta og ég held að við komumst aldrei að hinu eina sanna um fíknina. Núna þegar ég er að takast á við þessa konu, þetta hlutverk, þá er ég óneitanlega að upplifa þennan sársauka sem hefur orðið á vegi mínum í lífinu. Af því að ég sé hana í þeim sem stendur mér nærri. Hún stoppar ekki. Hún er föst á sporinu en langar að stoppa. Hún er með alls konar tæki til að reyna og er að skjóta upp fullt af blysum á leiðinni en breiðir um leið yfir allt."Visir/ErnirHeimar sem skarastÞað er dálítið erfitt að átta sig á því hvort Nína Dögg er að tala um Blanche eða raunverulega manneskju sem stendur henni nærri en það breytir kannski ekki öllu. Nína Dögg leggur líf og sál í það sem hún gerir í leikhúsinu og því skarast þessir heimar. Lífið fylgir henni inn í leikhúsið og leikhúsið fylgir henni út í lífið. „Hún er alltaf með mér. Ég fór í ræktina áðan og hún mætti með mér þangað. Það var eitthvert lag sem ég var að hlusta á og þá hugsaði ég bara: Guð minn góður, þetta er hún. Svo fórum við til Amsterdam, vinkonurnar, svona fertugs ferð, og hún var sko með, maður. Partí!“ segir Nína Dögg sem hlær að Blanche og sjálfri sér. „Svo var aðeins verið að fá sér í þessari ferð og hún lét það sko ekki fram hjá sér fara. Ég tók Blanche-dansinn fyrir stelpurnar á hótelherberginu og allan pakkann. Þannig að ég get ekki neitað því að hún tekur alveg yfir á köflum. En ég er bara svo vel gift að það bjargar mér.“Visir/ErnirSjonni bróðir Nína Dögg er gift leikaranum, leikstjóranum, handritshöfundinum og framleiðandanum Gísla Erni Garðarssyni svo það er mikið listalíf á heimilinu. „Við eigum saman tvö börn. Rakel Maríu níu ára og Garðar Sigur fjögurra ára, en hann heitir Sigur í höfuðið á bróður mínum, Sjonna Brink heitnum.“ Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink varð bráðkvaddur á heimili sínu aðeins þrjátíu og sex ára gamall árið 2011. Sigurjón var einstaklega vinsæll og vinmargur maður en ásamt Nínu Dögg og Gísla Erni tók hann þátt í stofnun Vesturports. „Ég sé nú ótrúlega mikið af honum Sigurjóni í stráknum mínum. Húmorinn, blíðlyndið og hlýjuna. Hann elskar alla tónlist og maður sér hvernig tónlistin fer inn í kroppinn á honum svo hann iðar af ánægju. Það er líka svo gaman að horfa á börnin hans Sigurjóns. Aron var í The Voice og er búinn að syngja á tónleikum og dóttir hans fimmtán ára syngur alveg eins og engill líka. Svo eru það guttarnir tveir. Öll alveg dásamleg. En svo er Árni bróðir líka í listum, hann er tökumaður, þannig að við erum öll í þessu. Þetta er greinilega svona sterkur strengur og mikil þörf í okkur. Sigurjón var líka með alveg einstaka lund. Ég man að þegar hann var að sækja um vinnu og svona, þá sagði hann: „Ég fer bara inn og svo segi ég bara þið verðið að fá mig í vinnu. Þið viljið ekki missa af því.“ Og fólk horfði bara á hann og sagði já. Efaðist ekki eitt andartak og enginn sá eftir því. Hann var engum líkur. En það er dáldið erfiður tími núna eins og er alltaf um jólin en hann er alltaf með okkur. Gleðin, hlýjan og tónlistin. Þetta er erfitt og ég á engin fleiri orð um það. Stundum er ekkert meira að segja.“
Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira