Heimavallarsigur í fimmgangi á HM í Herning Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 5. ágúst 2015 20:13 Hér má sjá Reyni Örn á hestinum Greifa. Vísir/Jón Björnsson Dramatíkin heldur áfram á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku. Spennandi keppni fimmgangi lauk í dag. Það er hin danska Julie Christiansen á Hug frá Flugumýri II, sem stendur efst fyrir úrslitin á sunnudag. Julie er núverandi heimsmeistari í slaktaumatölti. Hún þurfti að grípa til varahests þar sem keppnishestur hennar forfallaðist á síðastu stundu, en það kom greinilega ekki að sök. Fulltrúi íslands, Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla 1, átti jafna og góða sýningu. Hann lenti í 2. til 3. sæti með einkunnina 7,03 rétt eins og Jessica Rydin frá Svíþjóð.Hugur frá Flugumýri II er sannarlega flottur hestur.Vísir/Jón BjörnssonEyjólfur Þorsteinsson á hesti sínum Oliver frá Kvistum slapp naumlega inn í B-úrslit með einkunnina 6,40 í 10. til 12. Eyjólfu lenti í vandræðum með niðurtöku á skeiði og var það honum dýrt, en Óíiver og Eyjólfur standa efstir á heimslistanum í dag. Það verða því sjö knapar sem berjast um sæti í A-úrslitum í fimmgangi á þessu móti í stað fimm eins og venjan er. Eyjólfur á því enn möguleika að komast í A-úrslitin. Ungmennið Gústaf Ásgeir Hinriksson á Geisla frá Svanavatni átti ágæta sýningu en smá feill í fyrri skeiðspretti hefur sennilega kostað hann einhverjar kommur. Hann á því vonandi inni fyrir úrslitin í ungmennaflokknum. Fyrir sýningu sína í dag hlaut Gústaf 6,43 og er fjórði.Einbeittur Eyjólfur Þorsteinsson og Óliver.Vísir/Jón BjörnssonMikill viðsnúningur var í veðurfarinu hér í Herning frá í gær. Rigningu á þessu móti er lokið að sögn mótshaldara, sól og blíða það sem eftir er af mótinu. Mikið hefur fjölgað á mótsvæðinu í dag. Greinilegt er að mikið af íslendingum hafa bæst við og von á fleirum á morgun og fram að helgi. Fyrir áhugasama er bara að skella sér í flug og mæta á svæðið. Dómar kynbótahrossa, sem frestað var í gær stendur yfir og klárast í kvöld. Yfirlitssýning kynbótahrossa fer svo fram á morgun. A-úrslit á sunnudag 1. Julie Christiansen [DK] - Hugur frá Flugumýri II - 7,10 2. Reynir Örn Pálmason [IS] - Greifi frá Holtsmúla 1 - 7,03 2. Jessica Rydin [SE] - Jórik från Lönneberga [] 7,03 4. Magnús Skúlason [WC] [SE] - Hraunar frá Efri-Rauðalæk - 7,00 5. Rasmus Møller Jensen [DK] - Farsæll vom Hrafnsholt - 6,80 B- úrslit á laugardag 6. Mara Daniella Staubli [CH] - Hlébarði frá Ketilsstöðum - 6,60 7. Hans-Christian Løwe [DK] - Eldjárn fra Vivildgård - 6,57 8. Johannes Hoyos [AT] - Hrafn vom Schloßberg - 6,53 9. Steffi Svendsen [DK] - Ljóni frá Ketilsstöðum - 6,47 10 - 12. Eyjólfur Þorsteinsson [IS] - Oliver frá Kvistum – 6,40 10 - 12. Piet Hoyos [AT] - Glymur frá Flekkudal - 6,40 10 - 12. Chrissy Seipolt [US] - Dreki vom Wotanshof – 6,40 Ungmennaflokkur úrslit 1. Marvin Heinze [DE] - Myrkvi vom Quillerhof - 6,87 2. Kristian Tofte Ambo [DK] - Tónn frá Ólafsbergi - 6,77 3. Lara Balz [CH] - Trú från Sundäng - 6,50 4. Gústaf Ásgeir Hinriksson [IS] - Geisli frá Svanavatni - 6,43 5. Ingrid Marie Larsen [NO] - Dimmey fra Jakobsgården - 6,33 6. Sasha Sommer [DK] - Snar frá Kjartansstöðum - 6,33Hér má sjá öll úrslit mótsins.Fljúgandi skeið hjá Gústaf og Geisla.Vísir/Jón Björnsson. Hestar Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Sjá meira
Dramatíkin heldur áfram á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku. Spennandi keppni fimmgangi lauk í dag. Það er hin danska Julie Christiansen á Hug frá Flugumýri II, sem stendur efst fyrir úrslitin á sunnudag. Julie er núverandi heimsmeistari í slaktaumatölti. Hún þurfti að grípa til varahests þar sem keppnishestur hennar forfallaðist á síðastu stundu, en það kom greinilega ekki að sök. Fulltrúi íslands, Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla 1, átti jafna og góða sýningu. Hann lenti í 2. til 3. sæti með einkunnina 7,03 rétt eins og Jessica Rydin frá Svíþjóð.Hugur frá Flugumýri II er sannarlega flottur hestur.Vísir/Jón BjörnssonEyjólfur Þorsteinsson á hesti sínum Oliver frá Kvistum slapp naumlega inn í B-úrslit með einkunnina 6,40 í 10. til 12. Eyjólfu lenti í vandræðum með niðurtöku á skeiði og var það honum dýrt, en Óíiver og Eyjólfur standa efstir á heimslistanum í dag. Það verða því sjö knapar sem berjast um sæti í A-úrslitum í fimmgangi á þessu móti í stað fimm eins og venjan er. Eyjólfur á því enn möguleika að komast í A-úrslitin. Ungmennið Gústaf Ásgeir Hinriksson á Geisla frá Svanavatni átti ágæta sýningu en smá feill í fyrri skeiðspretti hefur sennilega kostað hann einhverjar kommur. Hann á því vonandi inni fyrir úrslitin í ungmennaflokknum. Fyrir sýningu sína í dag hlaut Gústaf 6,43 og er fjórði.Einbeittur Eyjólfur Þorsteinsson og Óliver.Vísir/Jón BjörnssonMikill viðsnúningur var í veðurfarinu hér í Herning frá í gær. Rigningu á þessu móti er lokið að sögn mótshaldara, sól og blíða það sem eftir er af mótinu. Mikið hefur fjölgað á mótsvæðinu í dag. Greinilegt er að mikið af íslendingum hafa bæst við og von á fleirum á morgun og fram að helgi. Fyrir áhugasama er bara að skella sér í flug og mæta á svæðið. Dómar kynbótahrossa, sem frestað var í gær stendur yfir og klárast í kvöld. Yfirlitssýning kynbótahrossa fer svo fram á morgun. A-úrslit á sunnudag 1. Julie Christiansen [DK] - Hugur frá Flugumýri II - 7,10 2. Reynir Örn Pálmason [IS] - Greifi frá Holtsmúla 1 - 7,03 2. Jessica Rydin [SE] - Jórik från Lönneberga [] 7,03 4. Magnús Skúlason [WC] [SE] - Hraunar frá Efri-Rauðalæk - 7,00 5. Rasmus Møller Jensen [DK] - Farsæll vom Hrafnsholt - 6,80 B- úrslit á laugardag 6. Mara Daniella Staubli [CH] - Hlébarði frá Ketilsstöðum - 6,60 7. Hans-Christian Løwe [DK] - Eldjárn fra Vivildgård - 6,57 8. Johannes Hoyos [AT] - Hrafn vom Schloßberg - 6,53 9. Steffi Svendsen [DK] - Ljóni frá Ketilsstöðum - 6,47 10 - 12. Eyjólfur Þorsteinsson [IS] - Oliver frá Kvistum – 6,40 10 - 12. Piet Hoyos [AT] - Glymur frá Flekkudal - 6,40 10 - 12. Chrissy Seipolt [US] - Dreki vom Wotanshof – 6,40 Ungmennaflokkur úrslit 1. Marvin Heinze [DE] - Myrkvi vom Quillerhof - 6,87 2. Kristian Tofte Ambo [DK] - Tónn frá Ólafsbergi - 6,77 3. Lara Balz [CH] - Trú från Sundäng - 6,50 4. Gústaf Ásgeir Hinriksson [IS] - Geisli frá Svanavatni - 6,43 5. Ingrid Marie Larsen [NO] - Dimmey fra Jakobsgården - 6,33 6. Sasha Sommer [DK] - Snar frá Kjartansstöðum - 6,33Hér má sjá öll úrslit mótsins.Fljúgandi skeið hjá Gústaf og Geisla.Vísir/Jón Björnsson.
Hestar Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Sjá meira