Mikil úrkoma og vatnavextir milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2015 12:51 Miklir vatnavextir eru á svæðinu í öllum stærri lækjum og ám og flæða lækir yfir vegi á nokkrum stöðum. Vísir/Stefán Miklir vatnavextir hafa verið á svæðinu milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar vegna mjög mikillar rigninga í gær og í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að á Seyðisfirði hafi til að mynda mælst um 100 mm á tæpum sólarhring frá því í gærmorgun og hafi úrkoman þar mest verið um 10 mm/klst á tímabili í nótt. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavár Veðurstofunnar, segir að á stöku stað hafi lækir flætt yfir vegi. „Víða eru lækir og ár orðnar mórauðar og brúnar – komnar með drullu og rífa svolítið með sér sér. Við höfum sett á óvissustig vegna skriðuhættu fyrir Austfirðina og Austurlandið. Við reiknum með að það dragi verulega úr hættunni núna strax eftir hádegi, þegar dregur úr úrkomunni.“ Þannig hafa gestir á gistiheimili í sunnanverðum Seyðisfirði verið beðnir um að yfirgefa heimilið. „Aðeins minna hefur rignt í Neskaupstað. Á Fáskrúðsfirði hafa komið hressilegar gusur í nótt og mældist mest 13,9 mm/klst milli kl 2 og 3. Vegurinn út með Seyðisfirði að sunnanverðu fór í sundur og hefur honum verið lokað utan við byggðina. Mikill snjór er ennþá til fjalla, miðað við árstíma, og leysing kemur því til viðbótar þessari rigningu. Miklir vatnavextir eru af þessum sökum á svæðinu í öllum stærri lækjum og ám og flæða lækir yfir vegi á nokkrum stöðum. Rennsli Selár í Vopnafirði fór úr um 17 m3/s í rúma 130 m3/s á tímabilinu frá hádegi 4. ágúst til klukkan 7 í morgun, miðvikudaginn 5. ágúst. Gert er ráð fyrir að það dragi úr úrkomu þegar kemur fram yfir hádegi í dag og ætti því að draga nokkuð hratt úr rennsli lækja þar sem lítillar leysingar gætir en hægar í þeim ám og lækjum þar sem snjór er enn mikill á vatnasviði,“ segir í tilkynningunni frá Veðurstofunni. Veður Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira
Miklir vatnavextir hafa verið á svæðinu milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar vegna mjög mikillar rigninga í gær og í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að á Seyðisfirði hafi til að mynda mælst um 100 mm á tæpum sólarhring frá því í gærmorgun og hafi úrkoman þar mest verið um 10 mm/klst á tímabili í nótt. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavár Veðurstofunnar, segir að á stöku stað hafi lækir flætt yfir vegi. „Víða eru lækir og ár orðnar mórauðar og brúnar – komnar með drullu og rífa svolítið með sér sér. Við höfum sett á óvissustig vegna skriðuhættu fyrir Austfirðina og Austurlandið. Við reiknum með að það dragi verulega úr hættunni núna strax eftir hádegi, þegar dregur úr úrkomunni.“ Þannig hafa gestir á gistiheimili í sunnanverðum Seyðisfirði verið beðnir um að yfirgefa heimilið. „Aðeins minna hefur rignt í Neskaupstað. Á Fáskrúðsfirði hafa komið hressilegar gusur í nótt og mældist mest 13,9 mm/klst milli kl 2 og 3. Vegurinn út með Seyðisfirði að sunnanverðu fór í sundur og hefur honum verið lokað utan við byggðina. Mikill snjór er ennþá til fjalla, miðað við árstíma, og leysing kemur því til viðbótar þessari rigningu. Miklir vatnavextir eru af þessum sökum á svæðinu í öllum stærri lækjum og ám og flæða lækir yfir vegi á nokkrum stöðum. Rennsli Selár í Vopnafirði fór úr um 17 m3/s í rúma 130 m3/s á tímabilinu frá hádegi 4. ágúst til klukkan 7 í morgun, miðvikudaginn 5. ágúst. Gert er ráð fyrir að það dragi úr úrkomu þegar kemur fram yfir hádegi í dag og ætti því að draga nokkuð hratt úr rennsli lækja þar sem lítillar leysingar gætir en hægar í þeim ám og lækjum þar sem snjór er enn mikill á vatnasviði,“ segir í tilkynningunni frá Veðurstofunni.
Veður Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira