Vill að Gunnar Bragi sanni fullyrðingar um að hvalveiðar skaði ímynd þjóðarinnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 12:51 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill að utanríkisráðherra sanni fullyrðingar sínar þess efnis að hvalveiðar skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Þá segir hann fráleitt að tala um að þær hafi áhrif á viðskiptahagsmuni landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar Íslendinga. Ljóst sé að draga þyrfti úr þeim því þær hafi áhrif á ímynd íslensku þjóðarinnar. Jón Gunnarsson er þessu ósammála. „Því hefur verið haldið fram síðan við hófum hvalveiðar hér fyrir nokkuð mörgum árum síðan að þetta hafi átt að skaða mjög hagsmuni Íslands, bæði einhverja svokallaða ímynd og eins á útflutningsiðnað okkar og ferðaþjónustu. Það hefur ekkert af þessu að mínu mati gengið eftir og hvalveiðar hafa bara verið hér stundaðar og af því hafa skapast mikil og verðmæt störf,” segir Jón. „Ég tel ekki að það muni skipta neinu máli í þessu stóra samhengi hvort þú sért að veiða hundrað hvali eða fimmtíu hvali,” segir hann. Jón segist ekki ætla að boða utanríkisráðherra á fund atvinnuveganefndar, en ætlar að krefja hann svara um málið. „Ég vil fá að sjá einhverja kortlagningu á því hvar þetta á sér stað. Ef hann telur sig eiga erindi við okkur með einhverjar nýjar upplýsingar á þessum vettvangi sem eiga erindi við atvinnuveganefnd þingsins þá að sjálfsögðu munum við hitta hann en ég bara tel að hann verði að gera betur grein fyrir sínu máli og því sem hann er að leggja á borðið núna.” Þá segir hann afleitt að Gunnar Bragi telji hugsanlegt að Ísland hafi ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; Bandaríkjunum, Rússlands, Grænlands, Noregs og Kanada sökum hvalveiða. „Það stenst enga skoðun að mínu mati. Ég vil fá að sjá eitthvað ábyggilegra um þetta og hvaða samningsmarkmið ráðherrann er að vitna til og hvaða samningum hann telur sig geta náð innan alþjóðahvalveiðiráðsins. Ég tel það stórfrétt ef okkar utanríkisráðherra hefur einhverja formúlu til að ná sátt við þann helming af þjóðum innan alþjóðahvalveiðiráðsins sem andvígt hvalveiðum,” segir Jón.Gunnar Bragi sagði í gær að mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar. Tengdar fréttir Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill að utanríkisráðherra sanni fullyrðingar sínar þess efnis að hvalveiðar skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Þá segir hann fráleitt að tala um að þær hafi áhrif á viðskiptahagsmuni landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar Íslendinga. Ljóst sé að draga þyrfti úr þeim því þær hafi áhrif á ímynd íslensku þjóðarinnar. Jón Gunnarsson er þessu ósammála. „Því hefur verið haldið fram síðan við hófum hvalveiðar hér fyrir nokkuð mörgum árum síðan að þetta hafi átt að skaða mjög hagsmuni Íslands, bæði einhverja svokallaða ímynd og eins á útflutningsiðnað okkar og ferðaþjónustu. Það hefur ekkert af þessu að mínu mati gengið eftir og hvalveiðar hafa bara verið hér stundaðar og af því hafa skapast mikil og verðmæt störf,” segir Jón. „Ég tel ekki að það muni skipta neinu máli í þessu stóra samhengi hvort þú sért að veiða hundrað hvali eða fimmtíu hvali,” segir hann. Jón segist ekki ætla að boða utanríkisráðherra á fund atvinnuveganefndar, en ætlar að krefja hann svara um málið. „Ég vil fá að sjá einhverja kortlagningu á því hvar þetta á sér stað. Ef hann telur sig eiga erindi við okkur með einhverjar nýjar upplýsingar á þessum vettvangi sem eiga erindi við atvinnuveganefnd þingsins þá að sjálfsögðu munum við hitta hann en ég bara tel að hann verði að gera betur grein fyrir sínu máli og því sem hann er að leggja á borðið núna.” Þá segir hann afleitt að Gunnar Bragi telji hugsanlegt að Ísland hafi ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; Bandaríkjunum, Rússlands, Grænlands, Noregs og Kanada sökum hvalveiða. „Það stenst enga skoðun að mínu mati. Ég vil fá að sjá eitthvað ábyggilegra um þetta og hvaða samningsmarkmið ráðherrann er að vitna til og hvaða samningum hann telur sig geta náð innan alþjóðahvalveiðiráðsins. Ég tel það stórfrétt ef okkar utanríkisráðherra hefur einhverja formúlu til að ná sátt við þann helming af þjóðum innan alþjóðahvalveiðiráðsins sem andvígt hvalveiðum,” segir Jón.Gunnar Bragi sagði í gær að mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar.
Tengdar fréttir Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46