Sníðum hnökrana af Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Hinsegin dagar, menningar- og mannréttindahátíð Hinsegin fólks á Íslandi, hófust í gær. Hátíðin, sem nær hápunkti sínum með Gleðigöngunni á laugardag, hefur þróast úr því að vera tiltölulega fámenn kröfuganga í eina stærstu útihátíð landsins. Þessi árlegi laugardagur, þar sem þúsundir safnast saman, fylgjast með eða ganga til stuðnings réttindum hinsegin fólks, er einn þeirra daga þar sem innilega er hægt að vera stoltur af því að tilheyra íslensku samfélagi. Samfélagi umburðarlyndis, jafnréttis og ástar. Íslenskt samfélag hefur þó ekki ávallt getað státað af þessum titlum. Leiðin þangað er vörðuð þöggun, einelti, ofbeldi og skömm. Á stuttum tíma hefur mikill árangur náðst þar sem viðhorfi almennings gagnvart samkynhneigð og því að vera öðruvísi en normið hefur að mestu verið snúið við og fordómar eru undantekning frekar en regla. Auk þess hefur löggjafinn tekið við sér og hér á landi er lagalegt jafnrétti með því mesta sem fyrirfinnst. Eva María Þórarinsdóttir, formaður Hinsegin daga, segir að áhersla hátíðarinnar í ár sé fræðsla. „Við verðum með fræðslufundi um málefni sem vilja oft gleymast eða hafa ekki enn komist upp á yfirborðið,“ sagði Eva í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún segir skipuleggjendur hafa velt því fyrir sér hvers vegna enn þá sé verið að halda þessar hátíðir. „Það hefur orðið svo mikil þróun hér á landi og við erum komin með þannig séð öll réttindi sem við höfum verið að berjast fyrir.“Í sama blaði var sagt frá því að samkynhneigð hjón frá Rússlandi og Lettlandi fá ekki skilnað hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu því lagaheimild fyrir því skorti. Hjónin giftu sig hér á landi árið 2011 og fá ekki heldur skilnað í heimalöndum sínum þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru ekki viðurkennd þar. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna, segist hafa vakið athygli stjórnvalda á málinu en talað fyrir daufum eyrum. „Einhvern veginn yppa allir öxlum,“ segir Lára, sem hefur skrifað bæði Alþingi og innanríkisráðuneytinu bréf, auk þess sem hún hefur hitt ráðherra sérstaklega vegna málsins. Samkvæmt lögum þarf annar aðili í hjónabandi að hafa verið búsettur hér á landi í minnst tvö ár séu báðir aðilar erlendir ríkisborgarar til þess að fá skilnað samþykktan. Hugsað hafi verið fyrir þessu í lögum um staðfesta samvist en ekkert sambærilegt ákvæði hafi komið við lagabreytinguna um að samkynhneigðir gætu gift sig. Lára bendir á að fólk eigi rétt á að fá að gifta sig samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og ætti því að fá að skilja. Það er fagnaðarefni hversu framarlega Íslendingar standa þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Í alþjóðlegu samhengi eru það forréttindi að búa í landi þar sem skipuleggjendur Hinsegin daga þurfa raunverulega að velta því fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að halda áfram með hátíðina í ljósi bættrar stöðu. En eins og dæmið hér að framan sýnir eru enn verkefni sem blasa við. Stjórnvöld eiga ekki að yppa öxlum þegar kemur að framfaraskrefum í réttindamálum minnihlutahópa. Samfélag sem hefur náð svo langt sem raun ber vitni ætti að leggja sig allt fram við að bera af og laga alla þá hnökra sem upp koma. Fræðslan sem samtökin bjóða upp á þessa vikuna í tengslum við hátíðina er mikilvæg og brýnt að sem flestir hlusti og fræðist. Slagirnir, sem lítið ber á, gleymast eða komast ekki upp á yfirborðið en eru ekki síður mikilvægir en þeir sem nú þegar hafa unnist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fanney Birna Jónsdóttir Hinsegin Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Hinsegin dagar, menningar- og mannréttindahátíð Hinsegin fólks á Íslandi, hófust í gær. Hátíðin, sem nær hápunkti sínum með Gleðigöngunni á laugardag, hefur þróast úr því að vera tiltölulega fámenn kröfuganga í eina stærstu útihátíð landsins. Þessi árlegi laugardagur, þar sem þúsundir safnast saman, fylgjast með eða ganga til stuðnings réttindum hinsegin fólks, er einn þeirra daga þar sem innilega er hægt að vera stoltur af því að tilheyra íslensku samfélagi. Samfélagi umburðarlyndis, jafnréttis og ástar. Íslenskt samfélag hefur þó ekki ávallt getað státað af þessum titlum. Leiðin þangað er vörðuð þöggun, einelti, ofbeldi og skömm. Á stuttum tíma hefur mikill árangur náðst þar sem viðhorfi almennings gagnvart samkynhneigð og því að vera öðruvísi en normið hefur að mestu verið snúið við og fordómar eru undantekning frekar en regla. Auk þess hefur löggjafinn tekið við sér og hér á landi er lagalegt jafnrétti með því mesta sem fyrirfinnst. Eva María Þórarinsdóttir, formaður Hinsegin daga, segir að áhersla hátíðarinnar í ár sé fræðsla. „Við verðum með fræðslufundi um málefni sem vilja oft gleymast eða hafa ekki enn komist upp á yfirborðið,“ sagði Eva í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún segir skipuleggjendur hafa velt því fyrir sér hvers vegna enn þá sé verið að halda þessar hátíðir. „Það hefur orðið svo mikil þróun hér á landi og við erum komin með þannig séð öll réttindi sem við höfum verið að berjast fyrir.“Í sama blaði var sagt frá því að samkynhneigð hjón frá Rússlandi og Lettlandi fá ekki skilnað hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu því lagaheimild fyrir því skorti. Hjónin giftu sig hér á landi árið 2011 og fá ekki heldur skilnað í heimalöndum sínum þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru ekki viðurkennd þar. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna, segist hafa vakið athygli stjórnvalda á málinu en talað fyrir daufum eyrum. „Einhvern veginn yppa allir öxlum,“ segir Lára, sem hefur skrifað bæði Alþingi og innanríkisráðuneytinu bréf, auk þess sem hún hefur hitt ráðherra sérstaklega vegna málsins. Samkvæmt lögum þarf annar aðili í hjónabandi að hafa verið búsettur hér á landi í minnst tvö ár séu báðir aðilar erlendir ríkisborgarar til þess að fá skilnað samþykktan. Hugsað hafi verið fyrir þessu í lögum um staðfesta samvist en ekkert sambærilegt ákvæði hafi komið við lagabreytinguna um að samkynhneigðir gætu gift sig. Lára bendir á að fólk eigi rétt á að fá að gifta sig samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og ætti því að fá að skilja. Það er fagnaðarefni hversu framarlega Íslendingar standa þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Í alþjóðlegu samhengi eru það forréttindi að búa í landi þar sem skipuleggjendur Hinsegin daga þurfa raunverulega að velta því fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að halda áfram með hátíðina í ljósi bættrar stöðu. En eins og dæmið hér að framan sýnir eru enn verkefni sem blasa við. Stjórnvöld eiga ekki að yppa öxlum þegar kemur að framfaraskrefum í réttindamálum minnihlutahópa. Samfélag sem hefur náð svo langt sem raun ber vitni ætti að leggja sig allt fram við að bera af og laga alla þá hnökra sem upp koma. Fræðslan sem samtökin bjóða upp á þessa vikuna í tengslum við hátíðina er mikilvæg og brýnt að sem flestir hlusti og fræðist. Slagirnir, sem lítið ber á, gleymast eða komast ekki upp á yfirborðið en eru ekki síður mikilvægir en þeir sem nú þegar hafa unnist.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun