Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. desember 2015 22:11 Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. vísir/ernir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði til á Alþingi í kvöld að bjalla forseta Alþingis yrði fjarlægð úr þingsal. Hann sagði harkalegan og sífelldan bjölluhljóminn hafa áhrif á hljóðgæði og almenna hlustun, og vill að fundin verði önnur lausn. Aðrir þingmenn sögðust sjálfir orðnir þreyttir á klukknahljómnum. „Stundum sit ég heima hjá mér og er að hlusta á umræður sem ég hef hlustað á hér í sal og ég hreinlega nenni því ekki vegna þess að þetta verður óþolandi með tímanum,“ sagði Helgi. „Við hljótum að geta fundið leið sem kemur ekki eins mikið niður á hljóðgæðum í útsendingu og sér í lagi vil ég stinga upp á því að ef ekki er hægt að breyta verklagi hér eða reglum að þá verði fundin einhver tæknileg lausn sem síar út þetta hljóð þannig að það lendi ekki í vefupptökunni. Það er ekki hægt að hlusta á ræður hér þegar sífellt er verið að berja harkalega í bjölluna.“Leggur til að Valgerður fylgist betur með hvernig aðrir klingja bjöllunni Helgi tók svo til orða eftir að Valgerður Gunnarsdóttir, 3. varaforseti Alþingis, sló ítrekað í bjölluna þegar Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var komin fram yfir sinn ræðutíma. Katrín baðst afsökunar en sagðist hafa þurft að klára sína setningu. „Það hjálpaði alls ekki að ljúka því sem hraðast að fá þennan harða bjölluhljóm í eyrað. En það eru fjölmargir forsetar hér sem hafa náð ágætis tökum á því að láta hana hljóma dálítið fagurlega með því að klingja létt í hana, þannig að þú finnir fyrir henni en án þess að henni sé beinlínis lamið í eyrað á þér. Það er kannski eitthvað sem menn ættu að hlusta á og fylgjast með hvernig hinir gera þetta og ná einhverri samstöðu í það,“ sagði Katrín.Vill að mönnum sé frekar vísað úr sal Samflokksmaður Katrínar, Össur Skarphéðinsson, tók upp hanskann fyrir Valgerði en var þó ekki ósammála því að bjallan fengi að víkja. Öllu heldur vill hann að forseta Alþingis verði veitt það vald að fá að vísa þingmönnum úr þingsal, fari þeir fram yfir leyfðan ræðutíma. Þá sagði Helgi Hjörvar bjölluna oftar en ekki auka óróa í þingsal. „Bjallan held ég að sé fremur til óþurftar hér í salnum heldur en til gagns og við ættum að losa okkur við hana,“ sagði hann. Valgerður Gunnarsdóttir sagðist ætla að taka þessar ábendingar til greina. „Forseti vill taka það fram af gefnu tilefni að hann er algjörlega tilbúinn til að semja við þingmenn um það að slá mildilegar í bjölluna, gegn því að háttvirtir þingmenn virði ræðutímann.“ Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði til á Alþingi í kvöld að bjalla forseta Alþingis yrði fjarlægð úr þingsal. Hann sagði harkalegan og sífelldan bjölluhljóminn hafa áhrif á hljóðgæði og almenna hlustun, og vill að fundin verði önnur lausn. Aðrir þingmenn sögðust sjálfir orðnir þreyttir á klukknahljómnum. „Stundum sit ég heima hjá mér og er að hlusta á umræður sem ég hef hlustað á hér í sal og ég hreinlega nenni því ekki vegna þess að þetta verður óþolandi með tímanum,“ sagði Helgi. „Við hljótum að geta fundið leið sem kemur ekki eins mikið niður á hljóðgæðum í útsendingu og sér í lagi vil ég stinga upp á því að ef ekki er hægt að breyta verklagi hér eða reglum að þá verði fundin einhver tæknileg lausn sem síar út þetta hljóð þannig að það lendi ekki í vefupptökunni. Það er ekki hægt að hlusta á ræður hér þegar sífellt er verið að berja harkalega í bjölluna.“Leggur til að Valgerður fylgist betur með hvernig aðrir klingja bjöllunni Helgi tók svo til orða eftir að Valgerður Gunnarsdóttir, 3. varaforseti Alþingis, sló ítrekað í bjölluna þegar Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var komin fram yfir sinn ræðutíma. Katrín baðst afsökunar en sagðist hafa þurft að klára sína setningu. „Það hjálpaði alls ekki að ljúka því sem hraðast að fá þennan harða bjölluhljóm í eyrað. En það eru fjölmargir forsetar hér sem hafa náð ágætis tökum á því að láta hana hljóma dálítið fagurlega með því að klingja létt í hana, þannig að þú finnir fyrir henni en án þess að henni sé beinlínis lamið í eyrað á þér. Það er kannski eitthvað sem menn ættu að hlusta á og fylgjast með hvernig hinir gera þetta og ná einhverri samstöðu í það,“ sagði Katrín.Vill að mönnum sé frekar vísað úr sal Samflokksmaður Katrínar, Össur Skarphéðinsson, tók upp hanskann fyrir Valgerði en var þó ekki ósammála því að bjallan fengi að víkja. Öllu heldur vill hann að forseta Alþingis verði veitt það vald að fá að vísa þingmönnum úr þingsal, fari þeir fram yfir leyfðan ræðutíma. Þá sagði Helgi Hjörvar bjölluna oftar en ekki auka óróa í þingsal. „Bjallan held ég að sé fremur til óþurftar hér í salnum heldur en til gagns og við ættum að losa okkur við hana,“ sagði hann. Valgerður Gunnarsdóttir sagðist ætla að taka þessar ábendingar til greina. „Forseti vill taka það fram af gefnu tilefni að hann er algjörlega tilbúinn til að semja við þingmenn um það að slá mildilegar í bjölluna, gegn því að háttvirtir þingmenn virði ræðutímann.“
Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira