Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2015 19:00 Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. Hann áætlar að þegar sé búið að setja milljarða króna í rannsóknir á svæðinu. Það var í tíð síðustu ríkisstjórnar sem fyrstu sérleyfunum var úthlutað. Tveir hópar hafa nú leyfi, annar undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og hinn undir forystu kínverska félagsins CNOOC. Eftir að loftlagsráðstefnunni lauk í París um helgina heyrast nú kröfur um að íslensk stjórnvöld falli frá olíuleitinni. Dæmi um þá miklu fjármuni sem þegar eru farnir í leitina sáum við í haust þegar rannsóknarskip kom til Reyðarfjarðar áður en það lagði í mánaðarlangan leiðangur á Drekasvæðið ásamt aðstoðarskipi. Kostnaður við þennan verkþátt var áætlaður um einn milljarður króna. Orkumálastjóri segir erfitt að meta hve háar skaðabótakröfur yrðu ef íslensk stjórnvöld hættu við. „Það hefur enginn ábyrgur aðili á Íslandi ákveðið að fara í slíka vegferð og ég á eftir að sjá það,“ segir Guðni A. Jóhannesson, spurður um þennan möguleika. Með því segir hann að verið væri að brjóta samninga, sem væri alvarlegt mál. Leyfin væru þannig að ef þessir aðildar fyndu olíu ættu þeir rétt á að vinna hana, svo fremi að þeir uppfylltu alla skilmála, eins og um öryggis- og umhverfisþætti. „Ég hugsa að þeir peningar sem eru komnir í þetta verkefni séu auðvitað einhverjir milljarðar. En hver stærðagráðan yrði á hugsanlegri skaðabótakröfu, það get ég ekkert sagt um,“ segir Guðni. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán. Orkumálastjóri telur það hins vegar ekki endilega víst að það sé best fyrir umhverfið að hætta við olíuleitina heldur gæti það haft öfug áhrif. Hann bendir á að mesti skaðinn sé vegna aukinnar kolabrennslu. „Ef við drögum úr olíuvinnslu á þessu stigi málsins þá erum við að segja að kolabrennsla verði að aukast, - með sömu orkunotkun og sömu þörf. Besta ráðið er auðvitað að draga úr orkunotkun með betri orkunýtingu og síðan að framleiða orku með vistvænni aðferðum, - en ekki að taka út þá orkugjafa sem þó eru skárri heldur en kolin,“ segir orkumálastjóri. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. Hann áætlar að þegar sé búið að setja milljarða króna í rannsóknir á svæðinu. Það var í tíð síðustu ríkisstjórnar sem fyrstu sérleyfunum var úthlutað. Tveir hópar hafa nú leyfi, annar undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og hinn undir forystu kínverska félagsins CNOOC. Eftir að loftlagsráðstefnunni lauk í París um helgina heyrast nú kröfur um að íslensk stjórnvöld falli frá olíuleitinni. Dæmi um þá miklu fjármuni sem þegar eru farnir í leitina sáum við í haust þegar rannsóknarskip kom til Reyðarfjarðar áður en það lagði í mánaðarlangan leiðangur á Drekasvæðið ásamt aðstoðarskipi. Kostnaður við þennan verkþátt var áætlaður um einn milljarður króna. Orkumálastjóri segir erfitt að meta hve háar skaðabótakröfur yrðu ef íslensk stjórnvöld hættu við. „Það hefur enginn ábyrgur aðili á Íslandi ákveðið að fara í slíka vegferð og ég á eftir að sjá það,“ segir Guðni A. Jóhannesson, spurður um þennan möguleika. Með því segir hann að verið væri að brjóta samninga, sem væri alvarlegt mál. Leyfin væru þannig að ef þessir aðildar fyndu olíu ættu þeir rétt á að vinna hana, svo fremi að þeir uppfylltu alla skilmála, eins og um öryggis- og umhverfisþætti. „Ég hugsa að þeir peningar sem eru komnir í þetta verkefni séu auðvitað einhverjir milljarðar. En hver stærðagráðan yrði á hugsanlegri skaðabótakröfu, það get ég ekkert sagt um,“ segir Guðni. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán. Orkumálastjóri telur það hins vegar ekki endilega víst að það sé best fyrir umhverfið að hætta við olíuleitina heldur gæti það haft öfug áhrif. Hann bendir á að mesti skaðinn sé vegna aukinnar kolabrennslu. „Ef við drögum úr olíuvinnslu á þessu stigi málsins þá erum við að segja að kolabrennsla verði að aukast, - með sömu orkunotkun og sömu þörf. Besta ráðið er auðvitað að draga úr orkunotkun með betri orkunýtingu og síðan að framleiða orku með vistvænni aðferðum, - en ekki að taka út þá orkugjafa sem þó eru skárri heldur en kolin,“ segir orkumálastjóri. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45