Lífið

Tíu leiðir til að bæta sambandið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það eru til margar leiðir til að bæta sambandið.
Það eru til margar leiðir til að bæta sambandið. vísir/getty
„Þetta er auðvitað ekkert endilega tæmandi listi,“ segir Ólöf Edda Guðjónsdóttir, sálfræðingur, sem ræddi við þá Harmageddon-bræður í morgun. Hún fór þá yfir tíu leiðir til að bæta sambandið.

Fyrsti hluturinn sem Ólöf tilgreindi var að það væri mjög mikilvægt að hrósa hvort öðru.

„Það finnst öllum gott að fá hrós, og við erum þá ekkert endilega þá bara að tala um í parasamböndum, einnig í vinasamböndum.“

Hún talar einnig um að það sé mikilvægt að skapa sér hefðir.

„Þetta getur verið hvað sem er, bara litlir hlutir eins og að kyssast góða nótt eða pítsakvöld á föstudagskvölum.“

Ólöf talaði einnig töluvert um að samfélagsmiðlar hefðu breytt samböndum mikið og oft kæmu upp vandamál í tengslum við þá hjá pörum.

Hér að neðan má lesa þessi tíu atriði sem þær Hrefna Hrund Pétursdóttir og Ólöf Edda, sálfræðingar, greindu frá á vef Stundarinnar en þær veita meðferðarþjónustu fyrir pör sem vilja auka sambandsánægju.



  1. Vera dugleg að hrósa
  2. Skapa sér hefðir.
  3. Hlusta á hvort annað
  4. Finna tíma til að eyða saman
  5. Fíflast
  6. Stunda kynlíf
  7. Tala saman
  8. Passa upp á litlu hlutina
  9. Snertast
  10. Halda upp á sambandið





Fleiri fréttir

Sjá meira


×