Segir erfitt að sakast við Rauða krossinn í máli Kevi og fjölskyldu Bjarki Ármannsson skrifar 14. desember 2015 13:45 Fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, var vísað á brott í vikunni. Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir fullkomið traust hafa ríkt milli albanskrar fjölskyldu sem vísað var úr landi í síðustu viku og lögmanns þeirra hjá Rauða krossinum. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði fjölskyldufaðirinn Kastrijot Pepoj lögmanninn, Arndísi A.K. Gunnarsdóttur, hafa ráðlagt fjölskyldunni að draga til baka kæru sína á úrskurði Útlendingastofnunar en Björn segir það misskilning, Arndís hafi ekki gert annað en að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðu sinni. „Staðan er náttúrulega sú að engum Albana hefur verið veitt pólitískt hæli á Íslandi,“ segir Björn. „En hún sagði honum samt að þau ættu meiri séns en aðrir, meðal annars vegna veikinda barnsins. Þau gætu þannig mögulega fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.“ Líkt og áður hefur komið fram er sonur Kastrijot, Kevi, með slímseigjusjúkdóm. Afgreiðsla máls þeirra, og annarrar albanskrar fjölskyldu með langveikt barn, hefur vakið mikla gagnrýni og reiði og sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra á þingi í dag hafa óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossinum um það hvernig staðið var að hælisumsókn fjölskyldnanna.Sjá einnig: Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Frá okkar bæjardyrum séð fer þetta mál ekkert óeðlilega fram,“ segir Björn. „Fjölskyldan ákvað að draga kæruna til baka út frá þeim möguleikum sem hún taldi sig hafa. Þannig að það er kannski erfitt að sakast við lögfræðing Rauða krossins þegar kerfið er nákvæmlega svona.“Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.Telur ummælin mistúlkuð Hann segir Arndísi hafa hvatt fjölskylduna eindregið til að kæra úrskurð Útlendingastofnunar og það hafi ekki verið ráðlegging hennar að draga kæruna til baka. Hún hafi sagt fjölskyldunni að þau ættu meiri von en aðrar albanskar fjölskyldur en aldrei gefið þeim falskar vonir. „Hefði hún gefið þeim falskar vonir hefði hún ekki verið að standa sig sem réttargæslumaður þeirra,“ segir Björn. „Hennar skylda var að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðunni eins og hún er innan okkar kerfis en ekki stöðunni eins og við vildum óska að hún væri.“Sjá einnig: Vilja koma Kevi heim Björn segir Rauða krossinn alls ekki vilja rengja Kastrijot en telur að ummæli hans hafi verið mistúlkuð. „Það hefur alveg fullkomið traust ríkt milli Arndísar og skjólstæðinga hennar í þessu máli“ segir Björn. „Ég held að það sem Kastrijot sagði í gær hafi ekki verið til að kenna henni um. Ef einhver myndi spyrja hann gagngert: Var lélegt samband milli þín og lögfræðingsins, þá myndi hann ekki segja að svo hefði verið.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir fullkomið traust hafa ríkt milli albanskrar fjölskyldu sem vísað var úr landi í síðustu viku og lögmanns þeirra hjá Rauða krossinum. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði fjölskyldufaðirinn Kastrijot Pepoj lögmanninn, Arndísi A.K. Gunnarsdóttur, hafa ráðlagt fjölskyldunni að draga til baka kæru sína á úrskurði Útlendingastofnunar en Björn segir það misskilning, Arndís hafi ekki gert annað en að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðu sinni. „Staðan er náttúrulega sú að engum Albana hefur verið veitt pólitískt hæli á Íslandi,“ segir Björn. „En hún sagði honum samt að þau ættu meiri séns en aðrir, meðal annars vegna veikinda barnsins. Þau gætu þannig mögulega fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.“ Líkt og áður hefur komið fram er sonur Kastrijot, Kevi, með slímseigjusjúkdóm. Afgreiðsla máls þeirra, og annarrar albanskrar fjölskyldu með langveikt barn, hefur vakið mikla gagnrýni og reiði og sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra á þingi í dag hafa óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossinum um það hvernig staðið var að hælisumsókn fjölskyldnanna.Sjá einnig: Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Frá okkar bæjardyrum séð fer þetta mál ekkert óeðlilega fram,“ segir Björn. „Fjölskyldan ákvað að draga kæruna til baka út frá þeim möguleikum sem hún taldi sig hafa. Þannig að það er kannski erfitt að sakast við lögfræðing Rauða krossins þegar kerfið er nákvæmlega svona.“Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.Telur ummælin mistúlkuð Hann segir Arndísi hafa hvatt fjölskylduna eindregið til að kæra úrskurð Útlendingastofnunar og það hafi ekki verið ráðlegging hennar að draga kæruna til baka. Hún hafi sagt fjölskyldunni að þau ættu meiri von en aðrar albanskar fjölskyldur en aldrei gefið þeim falskar vonir. „Hefði hún gefið þeim falskar vonir hefði hún ekki verið að standa sig sem réttargæslumaður þeirra,“ segir Björn. „Hennar skylda var að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðunni eins og hún er innan okkar kerfis en ekki stöðunni eins og við vildum óska að hún væri.“Sjá einnig: Vilja koma Kevi heim Björn segir Rauða krossinn alls ekki vilja rengja Kastrijot en telur að ummæli hans hafi verið mistúlkuð. „Það hefur alveg fullkomið traust ríkt milli Arndísar og skjólstæðinga hennar í þessu máli“ segir Björn. „Ég held að það sem Kastrijot sagði í gær hafi ekki verið til að kenna henni um. Ef einhver myndi spyrja hann gagngert: Var lélegt samband milli þín og lögfræðingsins, þá myndi hann ekki segja að svo hefði verið.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15