Heimavinnan nú að ná markmiðum COP21 Snærós Sindradóttir skrifar 14. desember 2015 06:00 Hugi Ólafsson Vísir/AFP „Ég held að ég geti ekki sagt að það séu nokkur einustu vonbrigði. Ég er búinn að fylgjast með þessu í yfir tíu ár og ég hef aldrei verið á fundi þar sem hefur verið jafn ríkur samkomulagsvilji og jákvætt andrúmsloft,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið svokallaða var samþykkt með lófataki að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Cop21 sem hófst þann fyrsta desember síðastliðinn. Samkomulagið tekur gildi árið 2020 þegar tímabil Kýótó-bókunarinnar rennur sitt skeið.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon og forseti Frakklands François Hollande féllust í faðma í lok ráðstefnunnar í París á laugardag. Alls eiga 195 ríki Sameinuðu þjóðanna þátt í samkomulaginu. Fréttablaðið/EPAÍsland var með undanþágu frá Kýótó-bókuninni sem heimilaði umframlosun á 1600 þúsund tonnum af koltvísýringi svo hægt væri að byggja upp stóriðju. Hugi segir að nú spili Ísland í sama leik og aðrar þjóðir. „Við erum með sambærileg markmið og önnur Evrópuríki og ekki með neinar sérstakar undanþágur.“ Alls koma 195 ríki að Parísarsamkomulaginu sem dekkar ríflega níutíu prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum í dag. Hvert ríki setur sér eigin aðgerðaáætlun til að ná markmiðum um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við 2°C. „Samningurinn er fyrst og fremst grunnur og ótímasettur. Flest ríki hafa verið að setja sér markmið til 2030 sem svo er gert ráð fyrir að verði reglulega endurskoðuð,“ segir Hugi. Hann segir markmið Íslands vera að finna í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum en þau verði svo útfærð betur.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir erfitt að segja til um hvaða breytingar íslensk fyrirtæki og almenningur þurfi að gera til að Ísland nái eigin markmiðum. „Okkar skylda er jafn rík og annarra þjóða. Það sem ég segi og hef sagt er að fyrst og fremst þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting. Við höfum náð efsta sæti í jafnréttismálum í heiminum, auðvitað var það barátta, en það þurfti hugarfarsbreytingu. Nákvæmlega sömu hugarfarsbreytingu þarf núna um loftslagsmálið,“ segir Sigrún.Svandís SvavarsdóttirSvandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, segir að næsta verkefni sé að sýna að gjörðir fylgi orðum. „Við höfum tekið mjög skýrt undir þrjú megináherslumál Náttúruverndarsamtaka Íslands sem er í fyrsta lagi að Ísland verði sjálft að draga úr losun um fjörutíu prósent. Í öðru lagi að Ísland verði kolefnishlutlaust 2050 og í þriðja lagi liggur mælikvarðinn um hvort við meinum eitthvað sem við segjum á Drekasvæðinu,“ segir Svandís og að það sé fullkominn tvískinnungur að halda áfram undirbúningi vinnslu og rannsókna fyrir olíuborun. Einn helsti vísindamaður og aktivisti heims á sviði loftslagsmála, James Hansen, gefur lítið fyrir samkomulagið í samtali við the Guardian. „Það er kjaftæði af þeim að segjast geta náð hlýnun niður fyrir 2°C og reyna svo að gera betur á fimm ára fresti. Á meðan jarðefnaeldsneyti heldur áfram að vera ódýrasta eldsneytið þá munum við halda áfram að nota það.“ Loftslagsmál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
„Ég held að ég geti ekki sagt að það séu nokkur einustu vonbrigði. Ég er búinn að fylgjast með þessu í yfir tíu ár og ég hef aldrei verið á fundi þar sem hefur verið jafn ríkur samkomulagsvilji og jákvætt andrúmsloft,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið svokallaða var samþykkt með lófataki að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Cop21 sem hófst þann fyrsta desember síðastliðinn. Samkomulagið tekur gildi árið 2020 þegar tímabil Kýótó-bókunarinnar rennur sitt skeið.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon og forseti Frakklands François Hollande féllust í faðma í lok ráðstefnunnar í París á laugardag. Alls eiga 195 ríki Sameinuðu þjóðanna þátt í samkomulaginu. Fréttablaðið/EPAÍsland var með undanþágu frá Kýótó-bókuninni sem heimilaði umframlosun á 1600 þúsund tonnum af koltvísýringi svo hægt væri að byggja upp stóriðju. Hugi segir að nú spili Ísland í sama leik og aðrar þjóðir. „Við erum með sambærileg markmið og önnur Evrópuríki og ekki með neinar sérstakar undanþágur.“ Alls koma 195 ríki að Parísarsamkomulaginu sem dekkar ríflega níutíu prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum í dag. Hvert ríki setur sér eigin aðgerðaáætlun til að ná markmiðum um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við 2°C. „Samningurinn er fyrst og fremst grunnur og ótímasettur. Flest ríki hafa verið að setja sér markmið til 2030 sem svo er gert ráð fyrir að verði reglulega endurskoðuð,“ segir Hugi. Hann segir markmið Íslands vera að finna í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum en þau verði svo útfærð betur.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir erfitt að segja til um hvaða breytingar íslensk fyrirtæki og almenningur þurfi að gera til að Ísland nái eigin markmiðum. „Okkar skylda er jafn rík og annarra þjóða. Það sem ég segi og hef sagt er að fyrst og fremst þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting. Við höfum náð efsta sæti í jafnréttismálum í heiminum, auðvitað var það barátta, en það þurfti hugarfarsbreytingu. Nákvæmlega sömu hugarfarsbreytingu þarf núna um loftslagsmálið,“ segir Sigrún.Svandís SvavarsdóttirSvandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, segir að næsta verkefni sé að sýna að gjörðir fylgi orðum. „Við höfum tekið mjög skýrt undir þrjú megináherslumál Náttúruverndarsamtaka Íslands sem er í fyrsta lagi að Ísland verði sjálft að draga úr losun um fjörutíu prósent. Í öðru lagi að Ísland verði kolefnishlutlaust 2050 og í þriðja lagi liggur mælikvarðinn um hvort við meinum eitthvað sem við segjum á Drekasvæðinu,“ segir Svandís og að það sé fullkominn tvískinnungur að halda áfram undirbúningi vinnslu og rannsókna fyrir olíuborun. Einn helsti vísindamaður og aktivisti heims á sviði loftslagsmála, James Hansen, gefur lítið fyrir samkomulagið í samtali við the Guardian. „Það er kjaftæði af þeim að segjast geta náð hlýnun niður fyrir 2°C og reyna svo að gera betur á fimm ára fresti. Á meðan jarðefnaeldsneyti heldur áfram að vera ódýrasta eldsneytið þá munum við halda áfram að nota það.“
Loftslagsmál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira