Bam nennti ekki að kæra og sendi ískaldar kveðjur til Leon Hill Birgir Olgeirsson skrifar 22. júní 2015 19:38 Bam Margera í flugvél á leið frá landinu. Vísir/Instagram Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera lagði ekki fram kæru vegna átaka sem áttu sér stað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Vísir hafði eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, fyrr í dag að Margera hefði mætt á lögreglustöð til að leggja fram kæru en nú hefur vefur Morgunblaðsins eftir Gunnari að tónlistarmaðurinn hefði ekki haft þolinmæði í að bíða eftir að geta lagt fram kæru og yfirgefið stöðina. Telst því málið úr höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem mun ekki aðhafast frekar. Vísir greindi um liðna helgi frá átökunum á hátíðinni en þar var Margera laminn nokkrum sinnum í höfuðið meðal annars af rapparanum Gísla Pálma en tónlistarmaðurinn og einn af skipuleggjendum Secret Solstice, Egill Ólafur Thorarensen, var einnig í miðju átakanna. Margera yfirgaf landið fyrr í dag og skildi eftir þessi skilaboð til umboðsmannsins Leon Hill sem Margera vill meina að sé í skuld við sig. Segir hann Leon bera alfarið ábyrgð á þeim átökum sem áttu sér stað. „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum. Þú lést þá berja mig og þú ert í djúpum skít.“ @rockpublicity A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT Óklárað áverkavottorð með nafni hans fannst fyrir utan flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík fyrr í dag og birti Sigurður Benediktsson myndir af því á Facebook-síðu sinni.Nau nau nau, hvað haldiði að ég hafi fundið í götunni fyrir utan leifstöð í dag? Sýnist þetta vera ókláruð beiðni um á...Posted by Sigurður Benediktsson on Monday, June 22, 2015 Fréttir af flugi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera lagði ekki fram kæru vegna átaka sem áttu sér stað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Vísir hafði eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, fyrr í dag að Margera hefði mætt á lögreglustöð til að leggja fram kæru en nú hefur vefur Morgunblaðsins eftir Gunnari að tónlistarmaðurinn hefði ekki haft þolinmæði í að bíða eftir að geta lagt fram kæru og yfirgefið stöðina. Telst því málið úr höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem mun ekki aðhafast frekar. Vísir greindi um liðna helgi frá átökunum á hátíðinni en þar var Margera laminn nokkrum sinnum í höfuðið meðal annars af rapparanum Gísla Pálma en tónlistarmaðurinn og einn af skipuleggjendum Secret Solstice, Egill Ólafur Thorarensen, var einnig í miðju átakanna. Margera yfirgaf landið fyrr í dag og skildi eftir þessi skilaboð til umboðsmannsins Leon Hill sem Margera vill meina að sé í skuld við sig. Segir hann Leon bera alfarið ábyrgð á þeim átökum sem áttu sér stað. „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum. Þú lést þá berja mig og þú ert í djúpum skít.“ @rockpublicity A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT Óklárað áverkavottorð með nafni hans fannst fyrir utan flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík fyrr í dag og birti Sigurður Benediktsson myndir af því á Facebook-síðu sinni.Nau nau nau, hvað haldiði að ég hafi fundið í götunni fyrir utan leifstöð í dag? Sýnist þetta vera ókláruð beiðni um á...Posted by Sigurður Benediktsson on Monday, June 22, 2015
Fréttir af flugi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira