Verjandi Kristjáns segir hann „hömlulausan” í neyslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júní 2015 14:20 Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Kristjáns Sívarssonar. vísir/vilhelm Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Kristjáns Markúsar Sívarssonar, sagði í máflutningsræðu sinni í dag að skjólstæðingi sínum væri að fullu ljóst að hann fengi þungan dóm fyrir þau mál sem ákæruvaldið hefur höfðað gegn honum og nú eru til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Kristján er meðal annars ákærður fyrir fimm ofbeldisbrot, nokkra þjófnaði og fyrir brot á barnaverndarlögum með því að hafa hvatt 17 ára gamla stúlku til neyslu fíkniefna.Neitar áskökunum um frelsissviptingarVerjandinn reifaði afstöðu Kristjáns til sakarefnanna en alvarlegustu brotin sem hann er ákærður fyrir snúa að tveimur sérstaklega hættulegum líkamsárásum, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Vogum á Vatnsleysuströnd. Í báðum tilfellum er einnig ákært fyrir frelsissviptingu auk þess sem ákært er fyrir rán í Kópavogi og ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í Vogunum. Kristján hefur gengist við hluta af ákæruliðunum í báðum málunum en verjandi hans segir brotin falla undir ákvæði hegningarlaga um minniháttar líkamsárás. Þá neitar Kristján ásökunum um frelsissviptingar, rán og tilraun til fjárkúgunar. Er á meðferðargangi á Litla-HrauniVerjandi Kristjáns benti dómnum á að hann hefði síðast hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot árið 2008. Hann hefði verið að standa sig vel í lífinu og verið edrú en svo fallið. „Það þarf ekkert að draga dul á það að Kristján Markús í neyslu er erfiður og sérstaklega erfiður sjálfum sér. [...] Í neyslu er hann hömlulaus en ég hef lagt fram vottorð frá Litla-Hrauni um það að hann sé að vinna í sínum málum. Hann er á meðferðargangi og er að reyna að standa sig vel,” sagði Stefán Karl. Þá benti hann á að Kristján Markús hefði setið í gæsluvarðhaldi frá 2. desember og hefði samþykkt alla gæsluvarðhaldsúrskurðina síðan þá.Varð fyrir miklu áfalli þegar hann missti konu sína„Hann veit að hann þarf að ná tökum á sjálfum sér og losna undan fíkniefnum. En hann féll, hann missti stjórn. [...] Hann losnaði svo úr gæsluvarðhaldi í ágúst og fór til Spánar. Þar varð hann fyrir miklu áfalli þegar hann vaknar við hliðina á konu sinni og hún er dáin. Kristján Markús er harður og hann hefur kannski ekki viljað leita sér aðstoðar vegna þeirra áfalla sem hann hefur orðið fyrir en hann er þó að reyna að standa sig núna,” sagði verjandinn. Ákæruvaldið fer fram á fimm ára fangelsi yfir Kristjáni en Stefán Karl sagðist telja hæfilega refsingu þrjú til þrjú og hálft ár í fangelsi. Tók hann fram að þá væri „vel í lagt” og fór fram á að gæsluvarðhaldið kæmi til frádráttar. Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Vill Skeljagrandabróður eldri í fimm ára fangelsi Munnlegur málflutningur í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni, Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni og tveimur 19 ára piltum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 22. júní 2015 13:45 Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Kristjáns Markúsar Sívarssonar, sagði í máflutningsræðu sinni í dag að skjólstæðingi sínum væri að fullu ljóst að hann fengi þungan dóm fyrir þau mál sem ákæruvaldið hefur höfðað gegn honum og nú eru til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Kristján er meðal annars ákærður fyrir fimm ofbeldisbrot, nokkra þjófnaði og fyrir brot á barnaverndarlögum með því að hafa hvatt 17 ára gamla stúlku til neyslu fíkniefna.Neitar áskökunum um frelsissviptingarVerjandinn reifaði afstöðu Kristjáns til sakarefnanna en alvarlegustu brotin sem hann er ákærður fyrir snúa að tveimur sérstaklega hættulegum líkamsárásum, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Vogum á Vatnsleysuströnd. Í báðum tilfellum er einnig ákært fyrir frelsissviptingu auk þess sem ákært er fyrir rán í Kópavogi og ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í Vogunum. Kristján hefur gengist við hluta af ákæruliðunum í báðum málunum en verjandi hans segir brotin falla undir ákvæði hegningarlaga um minniháttar líkamsárás. Þá neitar Kristján ásökunum um frelsissviptingar, rán og tilraun til fjárkúgunar. Er á meðferðargangi á Litla-HrauniVerjandi Kristjáns benti dómnum á að hann hefði síðast hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot árið 2008. Hann hefði verið að standa sig vel í lífinu og verið edrú en svo fallið. „Það þarf ekkert að draga dul á það að Kristján Markús í neyslu er erfiður og sérstaklega erfiður sjálfum sér. [...] Í neyslu er hann hömlulaus en ég hef lagt fram vottorð frá Litla-Hrauni um það að hann sé að vinna í sínum málum. Hann er á meðferðargangi og er að reyna að standa sig vel,” sagði Stefán Karl. Þá benti hann á að Kristján Markús hefði setið í gæsluvarðhaldi frá 2. desember og hefði samþykkt alla gæsluvarðhaldsúrskurðina síðan þá.Varð fyrir miklu áfalli þegar hann missti konu sína„Hann veit að hann þarf að ná tökum á sjálfum sér og losna undan fíkniefnum. En hann féll, hann missti stjórn. [...] Hann losnaði svo úr gæsluvarðhaldi í ágúst og fór til Spánar. Þar varð hann fyrir miklu áfalli þegar hann vaknar við hliðina á konu sinni og hún er dáin. Kristján Markús er harður og hann hefur kannski ekki viljað leita sér aðstoðar vegna þeirra áfalla sem hann hefur orðið fyrir en hann er þó að reyna að standa sig núna,” sagði verjandinn. Ákæruvaldið fer fram á fimm ára fangelsi yfir Kristjáni en Stefán Karl sagðist telja hæfilega refsingu þrjú til þrjú og hálft ár í fangelsi. Tók hann fram að þá væri „vel í lagt” og fór fram á að gæsluvarðhaldið kæmi til frádráttar.
Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Vill Skeljagrandabróður eldri í fimm ára fangelsi Munnlegur málflutningur í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni, Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni og tveimur 19 ára piltum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 22. júní 2015 13:45 Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30
Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57
Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36
Vill Skeljagrandabróður eldri í fimm ára fangelsi Munnlegur málflutningur í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni, Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni og tveimur 19 ára piltum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 22. júní 2015 13:45