Lífið

Fræg tvíeyki í stað Ívars og Arnars

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nokkuð vel heppnaðar auglýsingar.
Nokkuð vel heppnaðar auglýsingar. vísir
Í nýjustu auglýsingu Ívars Guðmundssonar og Arnars Grant er þeirri spurningu velt upp hvort önnur fræg tvíeyki hefðu getað komið Hámarki í framleiðslu.

Auglýsingin er unnin í samvinnu við framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan. Þeir félagar eru þar sýndir vinna hörðum höndum að því að þróa Hámark en glata síðan leyniformúlunni.

Áhorfandanum gefst kostur á að velja framhaldið og skoða hvernig Hámark hefði þróast ef önnur þekkt tvíeyki hefðu fundið uppskriftina og stæðu að baki drykknum í stað þeirra Ívars og Arnars.

„Hvað ef“ myndböndin eru öll endurgerðir af gömlum Hámarks-auglýsingum sem félagarnir Ívar og Arnar hafa leikið í í gegnum árin.

„Við höfum reynt að taka okkur ekki of hátíðlega í þessu Hámark-ævintýri og okkur fannst það vera skemmtileg pæling að fá nokkrar aðrar þekktar „tvennur“ til að sprella með okkur. Svo eru þarna skemmtilegir aukaleikarar eins og Ásgeir Kolbeins og Tommi hamborgarakóngur sem voru meira en til í að taka þátt í þessu,“ segir Ívar Guðmundsson.

„Við erum náttúrulega ekki leikarar en við höfum alltaf jafn gaman af því þegar við förum í tökur á nýju efni fyrir Hámark. Þarna má sjá okkur með ansi skrautlegar hárkollur í hlutverki okkar sjálfra fyrir nokkrum árum þegar við vorum að þróa Hámark. Þeir hjá Tjarnargötunni náðu að sannfæra okkur um að við hefðum litið svona út þó að við munum að vísu ekki alveg eftir því sjálfir. Að minnsta kosti eru jakkafötin meira svona „seventís“ en ég kannast við að hafa klæðst, en sjón er sögu ríkari,“ segir Arnar Grant.

Hér að neðan má sjá auglýsingarnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×