Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2015 10:29 Flugan Krauni Veiðimaðurinn fagnar 75 ára afmæli á árinu og því efndi málgagn stangveiðimanna til samkeppni um laxaflugu Veiðimannsins 2015 og silungaflugu Veiðimannsins 2015. Fræðslunefnd SVFR ásamt Sigurði Pálssyni, stórveiðimanni og fluguhnýtara, tók innsendar flugur til kostanna og kvað upp sinn dóm. Veiðimaðurinn gat ekki annað en bætt við einu leynivopni í safnið og óskar veiðimönnum til hamingju með þrjár nýjar flugur sem þeir geta notað í sumar til að egna fyrir lax, bleikju, sjóbirting og urriða. Við tökum forskot á sæluna og birtum myndir af flugunum hér ásamt stuttri lýsingu en Veiðimaðurinn fer í dreifingu til félagsmanna og í verslanir í vikunni. Laxafluga Veiðimannsins 2015: Krauni Höfundur Nökkvi Svavarsson. „Mér var hugsað um Aðaldalinn, Nes-svæðið og þessir litir kölluðu á mig. Man eiginlega ekki eftir neinni laxaflugu í koparlit og fannst þessi samsetning smellpassa fyrir haustið í Aðaldal. Silungafluga Veiðimannsins 2015:Skotta Höfundur Hafþór Róbertsson „Tildrög þessarar flugu eru þær að ég hef í rúman áratug veitt í Litluá í Kelduhverfi seint á haustin. Þegar sá tími er kominn eru hornsílin í ánni þar í stórum flokkum og maður leitast við að nota flugur sem líkjast þeim á einhvern máta. Þessi hugmynd af flugunni er því komin þaðan. Ég kalla fluguna Skottu, vegna þessa langa skotts sem hún er með. Hún er bæði fyrir þann brúna (staðbundna) og sjóbirtingin sem er að ganga á fullu á þessum tíma“. Leynivopn Veiðimannsins 2015: Blóðörn Höfundur Ingólfur Örn Björgvinsson „Þessi fluga hefur verið að þróast hægt og rólega síðustu fimm ár. Hún byrjaði sem öflug Þingvallapúpa en það var ekki fyrr en síðasta sumar sem hún vann sér varanlegan sess í fluguboxi höfundar. Gaf hún bleikju í hverri Þingvallaferð og oft margar frá maí og fram í ágúst í stærðunum 12-14. Einnig aflaði hún mjög vel á Skagaheiði og í Veiðivötnum nýliðað sumar. Þótt púpan sé hugsuð fyrir vatnaveiði hefur hún einnig gefið vel í straumvatni, bæði bleikju og urriða. Nafnið varð til þegar einn veiðifélaganna sá púpuna í fyrsta sinn og hafði á orði að það væri eins og rist hefði verið á bak hennar. Í fornsögunum er lýst mannfórnum þar sem skorið var í bak manna og því flett upp. Var það kallað að rista mönnum blóðörn. Út varð að nafnið festist við púpuna.“ Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Veiðimaðurinn fagnar 75 ára afmæli á árinu og því efndi málgagn stangveiðimanna til samkeppni um laxaflugu Veiðimannsins 2015 og silungaflugu Veiðimannsins 2015. Fræðslunefnd SVFR ásamt Sigurði Pálssyni, stórveiðimanni og fluguhnýtara, tók innsendar flugur til kostanna og kvað upp sinn dóm. Veiðimaðurinn gat ekki annað en bætt við einu leynivopni í safnið og óskar veiðimönnum til hamingju með þrjár nýjar flugur sem þeir geta notað í sumar til að egna fyrir lax, bleikju, sjóbirting og urriða. Við tökum forskot á sæluna og birtum myndir af flugunum hér ásamt stuttri lýsingu en Veiðimaðurinn fer í dreifingu til félagsmanna og í verslanir í vikunni. Laxafluga Veiðimannsins 2015: Krauni Höfundur Nökkvi Svavarsson. „Mér var hugsað um Aðaldalinn, Nes-svæðið og þessir litir kölluðu á mig. Man eiginlega ekki eftir neinni laxaflugu í koparlit og fannst þessi samsetning smellpassa fyrir haustið í Aðaldal. Silungafluga Veiðimannsins 2015:Skotta Höfundur Hafþór Róbertsson „Tildrög þessarar flugu eru þær að ég hef í rúman áratug veitt í Litluá í Kelduhverfi seint á haustin. Þegar sá tími er kominn eru hornsílin í ánni þar í stórum flokkum og maður leitast við að nota flugur sem líkjast þeim á einhvern máta. Þessi hugmynd af flugunni er því komin þaðan. Ég kalla fluguna Skottu, vegna þessa langa skotts sem hún er með. Hún er bæði fyrir þann brúna (staðbundna) og sjóbirtingin sem er að ganga á fullu á þessum tíma“. Leynivopn Veiðimannsins 2015: Blóðörn Höfundur Ingólfur Örn Björgvinsson „Þessi fluga hefur verið að þróast hægt og rólega síðustu fimm ár. Hún byrjaði sem öflug Þingvallapúpa en það var ekki fyrr en síðasta sumar sem hún vann sér varanlegan sess í fluguboxi höfundar. Gaf hún bleikju í hverri Þingvallaferð og oft margar frá maí og fram í ágúst í stærðunum 12-14. Einnig aflaði hún mjög vel á Skagaheiði og í Veiðivötnum nýliðað sumar. Þótt púpan sé hugsuð fyrir vatnaveiði hefur hún einnig gefið vel í straumvatni, bæði bleikju og urriða. Nafnið varð til þegar einn veiðifélaganna sá púpuna í fyrsta sinn og hafði á orði að það væri eins og rist hefði verið á bak hennar. Í fornsögunum er lýst mannfórnum þar sem skorið var í bak manna og því flett upp. Var það kallað að rista mönnum blóðörn. Út varð að nafnið festist við púpuna.“
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði