Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi 13. október 2015 21:20 Ragnar Sigurðsson var virkilega góður í kvöld. vísir/getty Ísland tapaði, 1-0, fyrir Tyrklandi í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2016 í kvöld. Þrátt fyrir tapið er Ísland á leiðinni á EM eins og löngu var vitað, en strákarnir okkar hafna í öðru sæti riðilsins. Varnarleikurinn var góður í kvöld en sóknarleikurinn hefur oft verið betri. Ragnar Sigurðsson var maður leiksins að mati Vísis. Hér að neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins í kvöld að mati Vísis og umsögn um leikmennina:Ögmundur Kristinsson, markvörður - 6 Gerði vel það sem hann var beðinn um að gera í leiknum. Var ekki að sjá að hann hafi verið taugaóstyrkur við erfiðar aðstæður. Var í boltanum í sigurmarkinu en hafði annars ekki mikið að gera.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 7 Hélt sínu vel og tók engar áhættur þegar hann kom boltanum frá sér. Skynsamur.Kári Árnason, miðvörður - 8 Hefur verið frábær alla undankeppnina og það var engin breyting á því í gær. Enda sást lítið til sóknarmanna Tyrklands á löngum köflum í leiknum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8* Steig vart feilspor allan leikinn og gerði afskaplega vel þegar hann stöðvaði Arda Turan í fyrri hálfleik, þegar Börsungurinn var að sleppa í gegn. Sannkallaður klettur í vörn Íslands.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Enn og aftur góð frammistaða hjá Ara Frey í undankeppninni. Gerði allt sitt vel varnarlega og sýndi lipurleika fram á við inn á milli.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður -6 Var í erfiðu hlutverki en náði ekki að ógna mikið. Barðist þó af miklum krafti og hjálpaði í varnarvinnunni.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 7 Mikilvægi Arons kom enn og aftur í ljós enda einn mikilvægasti hlekkurinn í íslenska liðinu, ekki síst í varnarvinnunni. Strákarnir héldu allir betra skipulagi en í síðasta leik en Aron kom ró yfir mannskapinn.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Hæfileikar Gylfa er ótvíræðir en hann sýndi í leiknum að hann er öflugur og agaður varnarmaður þegar þess er krafist af honum. Hélt stöðu sinni vel á kostnað en sóknarkrafturinn varð minni fyrir vikið, sem eðlilegt er.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 6 Átti ágætan leik og var mikilvægur þáttur í uppspili íslenska liðsins þegar strákarnir sóttu hratt fram. Sýndi aga í varnarleiknum eins og aðrir í íslenska liðinu. Mun betri í fyrri hálfleik en þeim síðari.Jón Daði Böðvarsson, framherji - 6 Var líflegur, duglegur að sækja boltann og reyna að opna svæði fyrir félaga sína. Mátti stundum litlu muna að það hefði borið árangur.Kolbeinn Sigþórsson, framherji - 6 Vann mikla vinnu í framlínunni og vann ófá skallaeinvígin. Komst í skársta færi Íslands í seinni hálfleik. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Ísland tapaði, 1-0, fyrir Tyrklandi í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2016 í kvöld. Þrátt fyrir tapið er Ísland á leiðinni á EM eins og löngu var vitað, en strákarnir okkar hafna í öðru sæti riðilsins. Varnarleikurinn var góður í kvöld en sóknarleikurinn hefur oft verið betri. Ragnar Sigurðsson var maður leiksins að mati Vísis. Hér að neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins í kvöld að mati Vísis og umsögn um leikmennina:Ögmundur Kristinsson, markvörður - 6 Gerði vel það sem hann var beðinn um að gera í leiknum. Var ekki að sjá að hann hafi verið taugaóstyrkur við erfiðar aðstæður. Var í boltanum í sigurmarkinu en hafði annars ekki mikið að gera.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 7 Hélt sínu vel og tók engar áhættur þegar hann kom boltanum frá sér. Skynsamur.Kári Árnason, miðvörður - 8 Hefur verið frábær alla undankeppnina og það var engin breyting á því í gær. Enda sást lítið til sóknarmanna Tyrklands á löngum köflum í leiknum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8* Steig vart feilspor allan leikinn og gerði afskaplega vel þegar hann stöðvaði Arda Turan í fyrri hálfleik, þegar Börsungurinn var að sleppa í gegn. Sannkallaður klettur í vörn Íslands.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Enn og aftur góð frammistaða hjá Ara Frey í undankeppninni. Gerði allt sitt vel varnarlega og sýndi lipurleika fram á við inn á milli.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður -6 Var í erfiðu hlutverki en náði ekki að ógna mikið. Barðist þó af miklum krafti og hjálpaði í varnarvinnunni.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 7 Mikilvægi Arons kom enn og aftur í ljós enda einn mikilvægasti hlekkurinn í íslenska liðinu, ekki síst í varnarvinnunni. Strákarnir héldu allir betra skipulagi en í síðasta leik en Aron kom ró yfir mannskapinn.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Hæfileikar Gylfa er ótvíræðir en hann sýndi í leiknum að hann er öflugur og agaður varnarmaður þegar þess er krafist af honum. Hélt stöðu sinni vel á kostnað en sóknarkrafturinn varð minni fyrir vikið, sem eðlilegt er.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 6 Átti ágætan leik og var mikilvægur þáttur í uppspili íslenska liðsins þegar strákarnir sóttu hratt fram. Sýndi aga í varnarleiknum eins og aðrir í íslenska liðinu. Mun betri í fyrri hálfleik en þeim síðari.Jón Daði Böðvarsson, framherji - 6 Var líflegur, duglegur að sækja boltann og reyna að opna svæði fyrir félaga sína. Mátti stundum litlu muna að það hefði borið árangur.Kolbeinn Sigþórsson, framherji - 6 Vann mikla vinnu í framlínunni og vann ófá skallaeinvígin. Komst í skársta færi Íslands í seinni hálfleik.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49
Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30
Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10
Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55