Tyrkir unnu 1-0 sigur á Íslandi og tryggðu sér bæði þriðja sætið í A-riðlinum sem og sæti á EM af því að þeir voru með bestan árangur af þeim þjóðum sem enduðu í þriðja sætinu í sínum riðlum.
Selcuk Inan skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu en það þurfti meira til. Kasakstan þurfti einnig að vinna Lettland á sama tíma og þeim lauk aðeins seinna en leik Tyrkja og Íslendinga í Konya í kvöld.
Kasakar tryggðu sér 1-0 sigur í Lettlandi og færðu þar sem Tyrkjum sæti á EM á silfurfati. Ungverjar gátu aðeins bölvað í hljóði því ef annaðhvort Íslendingar eða Lettar hefðu haldið hreinu þá hefði Ungverjaland komist á EM í kvöld.
Tyrkir hreinlega ærðust af fögnuðu þegar fréttirnar bárust af sigri Kasaka en tyrkneska liðið, sem tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í undankeppninni, átti frábæran endasprett og vann meðal annars Tékkland, Ísland og Holland í síðustu þremur leikjum sínum í riðlinum.
Áhorfendur í Konya studdu frábærlega við bakið á sínum mönnum í leiknum í kvöld og stemningin var ótrúleg á vellinum.
Hér fyrir ofan og neðan má sjá skemmtilegar myndir af því þegar Tyrkir fögnuðu því að vera komnir inn á Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar.






