Innlent

Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni

Bjarki Ármannsson skrifar
Parið hefur setið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni undanfarnar vikur.
Parið hefur setið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni undanfarnar vikur. Vísir/Stefán
Hollensk kona sem var handtekin með um 80 kíló af MDMA í Norrænu í byrjun september hefur verið látin laus úr haldi en sætir enn farbanni.

Þetta staðfestir verjandi konunnar. Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. Karlmaður sem handtekinn var með konunni sætir samkvæmt heimildum Vísis enn gæsluvarðhaldi til 3. nóvember.

Maðurinn og konan eru á fertugsaldri. Þau voru handtekin við komu til Seyðisfjarðar þann 8. september og fundust fíkniefnin falin í bíl sem þau voru á. Maðurinn hefur játað að hafa vitað um efnin en segir að konan hafi ekki vitað af þeim.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×