Innlent

Ingó Veðurguð ákærður fyrir húsbrot

Jakob Bjarnar skrifar
Ingó Veðurguð var í miklu stuði nótt eina í Eyjum, í apríl í fyrra og það kemur nú í bak tónlistarmannsins vinsæla.
Ingó Veðurguð var í miklu stuði nótt eina í Eyjum, í apríl í fyrra og það kemur nú í bak tónlistarmannsins vinsæla. visir/arnþór

Ingólfur Þórarinsson, sem er betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Ingó Veðurguð, er meðal þeirra sem hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á Suðurlandi. 

Honum er gefið að sök að hafa aðfararnótt sunnudagsins 20. apríl 2014 klifrað í heimildarleysi og óleyfi yfir girðinguna umhverfis sundlaugarsvæðið við Íþróttamiðstöðina við Brimhólabraut í Vestmannaeyjum, og hafst þar við um nokkra stund, meðal annars farið í heitan pott; eins og það er orðað í ákærunni.

Ingó er ákærður ásamt sex öðrum sem allir eru búsettir í Vestmannaeyjum og er Ingó þeirra elstur. Meðal þeirra sem var í för með Ingó umrætt kvöld var Guðjón Orri Sigurjónsson markvörður Eyjamanna í fótbolta.

Teljast brot ákærðu varða við 231. grein almennra hengingarlaga númer 19, frá 1940. Þess er krafist af hálfu lögreglustjórans að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið var þingfest í héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×