Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. október 2015 07:00 "Innan girðingar var jafn mikil lúpína einsog utan hennar en með því að beita snemmsumars þegar hún er í vexti þá er hægt að halda henni niðri og sauðfé virðist sólgið í nýgræðinginn,“ lýsir Valur Þór Hilmarsson meðfylgjandi mynd. Mynd/Valur Þór „Menn eru mjög jákvæðir gagnvart því að fara í þessa eyðingu,“ segir Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar, þar sem hefta á útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla með illgresiseyðum í samstarfi við landeigendur. Í mars í fyrra samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar að fela Vali umhverfisstjóra að gera aðgerðaráætlun um að stemma stigu við útbreiðslu fyrrgreindra plantna. „Gerðar hafa verið tilraunir með að slá og eitra með gjöreyðingarlyfinu Roundup/Clinic. Reynt hefur verið að slá lúpínu og kerfil til að halda útbreiðslu þeirra í skefjum, sláttur kemur ekki í veg fyrir að plönturnar lifi af en það takmarkar útbreiðslu þeirra. Að fenginni reynslu verður eitrað fyrir lúpínu, eins verður gert við kerfil og njóla,“ segir í áætlun umhverfisstjórans sem samþykkt var á fundi byggðaráðsins síðastliðinn fimmtudag. Nota á Roundup á lúpínu og kerfil en efnin Hebamix eða Harmoni á njóla. „Reikna má með að verkefnið taki um fimm ár og eftir það verði sveitarfélagið kortlagt að nýju og gerð aðgerðaráætlun í kjölfarið,“ segir í áætlun Vals. Verkefnið á að vinna í samvinnu sveitarfélagsins og landeigenda. „Mjög mikilvægt er að allir taki þátt í þessu átaksverkefni, einungis þannig náum við árangri!“ undirstrikar umhverfisstjórinn í áætluninni. „Sveitarfélagið leggur til eitur en ætlast er til þess að landeigendur beri ábyrgð á sínu landi. Landeigendur geti fengið starfsfólk frá sveitarfélaginu til aðstoðar í samráði við umhverfisstjóra.“ Hrinda á verkefninu í framkvæmd á næsta ári með því að kortleggja svæði, halda íbúafund síðla vetrar og fara síðan í aðgerðir. Nánar um framvinduna á næsta ári segir að við Dalvík eigi að vinna á lúpínu í friðlandi, með vegi við Karlsá, við Skáldalæk og í Böggvisfjalli. Þessar aðgerðir hefjist þegar lúpína er í örustum vexti fyrir miðjan júní. Á Árskógssandi verður eitrað í Brúarhvammsreit, frá þjóðvegi og inni í reitnum. Varðandi njóla verður eitrað frá Hrafnstöðum í norður að bæjarmörkum og norðan við Dalvík meðfram vegi og á túnum. Frá Skáldalæk verður eitrað að þjóðvegi og í friðlandi. Unnið verður á njóla allt í kringum Hauganes og á kerfli meðfram þjóðvegi norðan Dalvíkur að Hóli. Síðan verður farið yfir sömu svæði á árinu 2017 og nýjum reitum bætt við allt fram til ársins 2020 þegar árangurinn verður metinn og ný aðgerðaráætlun unnin. Þótt lögð sé áhersla á notkun eiturefna í áætluninni segir Valur að jafnframt verði notast við slátt og sauðfé beitt til að halda lúpínu í skefjum. „Ég hef alls ekki á móti lúpínunni en við viljum halda ákveðinni ásýnd, eins og til dæmis í Böggvisfjalli þar sem er mikill lynggróður og berjaland sem hún er farin að sækja inn á,“ segir umhverfisstjórinn og ítrekar að eiturefnum verði ekki beitt þar sem hætt sé á að þau berist í grunnvatn. „Við kannski eyðum lúpínunni aldrei en það er aðalmálið að halda henni í skefjum og nota hana þá á réttum stöðum – hún er ekki alslæm,“ segir Valur Þór Hilmarsson. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Menn eru mjög jákvæðir gagnvart því að fara í þessa eyðingu,“ segir Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar, þar sem hefta á útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla með illgresiseyðum í samstarfi við landeigendur. Í mars í fyrra samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar að fela Vali umhverfisstjóra að gera aðgerðaráætlun um að stemma stigu við útbreiðslu fyrrgreindra plantna. „Gerðar hafa verið tilraunir með að slá og eitra með gjöreyðingarlyfinu Roundup/Clinic. Reynt hefur verið að slá lúpínu og kerfil til að halda útbreiðslu þeirra í skefjum, sláttur kemur ekki í veg fyrir að plönturnar lifi af en það takmarkar útbreiðslu þeirra. Að fenginni reynslu verður eitrað fyrir lúpínu, eins verður gert við kerfil og njóla,“ segir í áætlun umhverfisstjórans sem samþykkt var á fundi byggðaráðsins síðastliðinn fimmtudag. Nota á Roundup á lúpínu og kerfil en efnin Hebamix eða Harmoni á njóla. „Reikna má með að verkefnið taki um fimm ár og eftir það verði sveitarfélagið kortlagt að nýju og gerð aðgerðaráætlun í kjölfarið,“ segir í áætlun Vals. Verkefnið á að vinna í samvinnu sveitarfélagsins og landeigenda. „Mjög mikilvægt er að allir taki þátt í þessu átaksverkefni, einungis þannig náum við árangri!“ undirstrikar umhverfisstjórinn í áætluninni. „Sveitarfélagið leggur til eitur en ætlast er til þess að landeigendur beri ábyrgð á sínu landi. Landeigendur geti fengið starfsfólk frá sveitarfélaginu til aðstoðar í samráði við umhverfisstjóra.“ Hrinda á verkefninu í framkvæmd á næsta ári með því að kortleggja svæði, halda íbúafund síðla vetrar og fara síðan í aðgerðir. Nánar um framvinduna á næsta ári segir að við Dalvík eigi að vinna á lúpínu í friðlandi, með vegi við Karlsá, við Skáldalæk og í Böggvisfjalli. Þessar aðgerðir hefjist þegar lúpína er í örustum vexti fyrir miðjan júní. Á Árskógssandi verður eitrað í Brúarhvammsreit, frá þjóðvegi og inni í reitnum. Varðandi njóla verður eitrað frá Hrafnstöðum í norður að bæjarmörkum og norðan við Dalvík meðfram vegi og á túnum. Frá Skáldalæk verður eitrað að þjóðvegi og í friðlandi. Unnið verður á njóla allt í kringum Hauganes og á kerfli meðfram þjóðvegi norðan Dalvíkur að Hóli. Síðan verður farið yfir sömu svæði á árinu 2017 og nýjum reitum bætt við allt fram til ársins 2020 þegar árangurinn verður metinn og ný aðgerðaráætlun unnin. Þótt lögð sé áhersla á notkun eiturefna í áætluninni segir Valur að jafnframt verði notast við slátt og sauðfé beitt til að halda lúpínu í skefjum. „Ég hef alls ekki á móti lúpínunni en við viljum halda ákveðinni ásýnd, eins og til dæmis í Böggvisfjalli þar sem er mikill lynggróður og berjaland sem hún er farin að sækja inn á,“ segir umhverfisstjórinn og ítrekar að eiturefnum verði ekki beitt þar sem hætt sé á að þau berist í grunnvatn. „Við kannski eyðum lúpínunni aldrei en það er aðalmálið að halda henni í skefjum og nota hana þá á réttum stöðum – hún er ekki alslæm,“ segir Valur Þór Hilmarsson.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira