Síðari leikur liðanna fer fram í spænsku höfuðborginnni þann 10. mars og ljóst að það verður erfitt verkefni fyrir þýska liðið.
Ronaldo hafði ekki skorað í þremur leikjum í röð fyrir Real Madrid og höfðu því margir áhyggjur af meintri markaþurrð kappans sem skorar venjulega í hverjum einasta leik - eða svo gott sem.
Sjálfsagt var því einhverjum létt þegar hann skallaði fyrirgjöf Dani Carvajal í markið á 27. mínútu og kom Madrídingum yfir. Aðeins nokkrum mínútum síðar urðu heimamenn fyrir áfalli er Klaas-Jan Huntelaar varð að fara af velli vegna meiðsla.
Schalke skapaði sér þó nokkur færi í síðari hálfleik en það langbesta fékk varamaðurinn Felix Platte, sem kom inn á fyrir Huntelaar, en laglegt skot hans hafnaði í slánni.
En gestirnir frá Spáni gerðu út um leikinn stuttu síðar er Brasilíumaðurinn Marcelo skoraði annað mark Real Madrid með stórglæsilegu skoti eftir sendingu Ronaldo.
Niðurstaðan því 2-0 sigur og má sjá mörkin úr leiknum hér fyrir neðan.