Starfslokasamningar tryggja toppana en launafólk sett út á gaddinn Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2015 13:03 Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp um að endurvekja biðlaunaréttinn hjá ríkinu og vill að hann verði einnig innleiddur á almenna markaðnum. Afnám biðlauna hafi leitt til rausnarlegra starfslokasamninga við toppana hjá ríkinu en almennir launamenn séu háðir dutlungum yfirmanna sinna. Frá árinu 1954 til 1996 voru í gildi lög um biðlaunarétt opinberra starfsmanna við starfsmissi þegar störf voru lögð niður. En árið 1996 féllu lögin úr gildi með setningu laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna telur fulla þörf á að endurvekja lögin um biðlaunaréttinn. Þróunin sýni að þau hafi átt fyllilega rétt á sér því starfslokasamningar séu annmörkum háðir.Dugar opinberum starfsmönnum ekki almennur uppsagnarfrestur eins og fólki á almenna vinnumarkaðnum? „Nei, ég vildi að biðlaunaréttur tæki til alls vinnumarkaðarins. Það hefur ágerst í seinni tíð að gerðir eru svo kallaðir starfslokasamningar. En þeir taka fyrst og fremst til toppanna og nema oft milljónum og milljónum tuga króna. Það gerist á almenna vinnumarkaðnum og það gerist líka hjá svo kölluðum opinberum hlutafélögum hjá ríkinu,“ segir Ögmundur. Í stað starfslokasamninga sem byggi á geðþóttaákvörðunum verði réttarstaðan skýr og nái einnig til almennra starfsmanna. Í frumvarpinu sé talað um opinbera starfsmenn hjá ríki og opinberum hlutafélögum, því löggjafinn geti tekið á þeim málum. „Hitt þarf að setja í samninga eins og tíðkast hefur áður. Það á bæði við um starfsmenn sveitarfélaganna og á almennum vinnumarkaði. Ég er einfaldlega að reyna að vinda ofan af öfugþróun sem orðið hefur á undanförnum árum. Að það er búið til forréttindakerfi fyrir þá sem standa ofarlega hvort sem er hjá ríkið eða á almennum vinnumarkaði en hinum er vísað út á gaddinn,“ segir Ögmundur. Hvorki lög né kjarasamningar tryggi nægjanlega rétt almenns launafólks þegar kemur að starfslokum eða þegar störf þess eru lögð niður og það hrapi niður í tekjum, á sama tíma og topparnir fái rausnarlega starfslokasamninga sem oft byggi á geðþóttaákvörðunum.Þannig að þér finnst að það séu dæmi um að toppar í opinbera kerfinu hafi fengið full rausnarlega starfslokasamninga? „Já, mjög mikið um slíkt. Síðan er þessu í ofanálg haldið leyndu hver þessi kjör eru og þetta á náttúrlega ekki að þekkjast. Þetta á allt að vera uppi á borðinu,“ segir Ögmundur Jónasson. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp um að endurvekja biðlaunaréttinn hjá ríkinu og vill að hann verði einnig innleiddur á almenna markaðnum. Afnám biðlauna hafi leitt til rausnarlegra starfslokasamninga við toppana hjá ríkinu en almennir launamenn séu háðir dutlungum yfirmanna sinna. Frá árinu 1954 til 1996 voru í gildi lög um biðlaunarétt opinberra starfsmanna við starfsmissi þegar störf voru lögð niður. En árið 1996 féllu lögin úr gildi með setningu laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna telur fulla þörf á að endurvekja lögin um biðlaunaréttinn. Þróunin sýni að þau hafi átt fyllilega rétt á sér því starfslokasamningar séu annmörkum háðir.Dugar opinberum starfsmönnum ekki almennur uppsagnarfrestur eins og fólki á almenna vinnumarkaðnum? „Nei, ég vildi að biðlaunaréttur tæki til alls vinnumarkaðarins. Það hefur ágerst í seinni tíð að gerðir eru svo kallaðir starfslokasamningar. En þeir taka fyrst og fremst til toppanna og nema oft milljónum og milljónum tuga króna. Það gerist á almenna vinnumarkaðnum og það gerist líka hjá svo kölluðum opinberum hlutafélögum hjá ríkinu,“ segir Ögmundur. Í stað starfslokasamninga sem byggi á geðþóttaákvörðunum verði réttarstaðan skýr og nái einnig til almennra starfsmanna. Í frumvarpinu sé talað um opinbera starfsmenn hjá ríki og opinberum hlutafélögum, því löggjafinn geti tekið á þeim málum. „Hitt þarf að setja í samninga eins og tíðkast hefur áður. Það á bæði við um starfsmenn sveitarfélaganna og á almennum vinnumarkaði. Ég er einfaldlega að reyna að vinda ofan af öfugþróun sem orðið hefur á undanförnum árum. Að það er búið til forréttindakerfi fyrir þá sem standa ofarlega hvort sem er hjá ríkið eða á almennum vinnumarkaði en hinum er vísað út á gaddinn,“ segir Ögmundur. Hvorki lög né kjarasamningar tryggi nægjanlega rétt almenns launafólks þegar kemur að starfslokum eða þegar störf þess eru lögð niður og það hrapi niður í tekjum, á sama tíma og topparnir fái rausnarlega starfslokasamninga sem oft byggi á geðþóttaákvörðunum.Þannig að þér finnst að það séu dæmi um að toppar í opinbera kerfinu hafi fengið full rausnarlega starfslokasamninga? „Já, mjög mikið um slíkt. Síðan er þessu í ofanálg haldið leyndu hver þessi kjör eru og þetta á náttúrlega ekki að þekkjast. Þetta á allt að vera uppi á borðinu,“ segir Ögmundur Jónasson.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira